Stígandi - 01.01.1944, Side 61

Stígandi - 01.01.1944, Side 61
STÍGANDI HURÐ SKELLIR NÆRRI HÆLUM 59 tókst ekki, tók hann upp gróft reyrstrá og neri við húð mína. Hann virtist mjög hissa, er hún hélzt jafnljós. Hann hristi höfuð- ið yfir þessari furðu og tók nú næst af mér hattinn og leit á hár mitt. Það var glóbjart, og ég hygg, að það hafi hann furðað. Hann skipti því og rýndi niður í hársvörðinn, svo kippti hann fast í hár mér, snéri mér því næst í hring, beygði fram á mér höf- uðið og horfði á háls mér. „Reyndu að vekja athygli hans á vörunni, góða, stingdu ein- hverju í hönd honum.“ Rödd Martins skalf agnar vitund. Ég leit á hann. Filman rann suðandi gegnum vélina. Hann snéri sveif- inni auðsjáanlega ósjálfrátt. Ég greip tóbak og tróð því í hönd Nagapates. Hann leit á það, svo lét hann það detta á jörðina. Ég sá Martin grípa myndavél- ina í snatri af vélstólnum. „Hann lítur ekki á þetta, Martin! Hvað á ég að gera?“ „Vertu róleg, góða — og brostu, hvað sem á gengur." Maðurinn minn gekk nú í milli mín og Nagapates, brosti þvinguðu brosi, greip hönd höfðingjans og skók hana alúðlega. Þetta ruglaði hinn svarta einvald í ríminu. Slík kveðja var hon- um auðsjáanlega ókunn. Honum féll hún ekki. Hann blés og dæsti. Meðan Martin liorfðist í augu við einvald villimannanna, sagði hann stilltri röddu við mig: „Haltu niður stíginn ásamt burðar- mönnunum, Osa, ég kem á eftir. Gerðu eins og ég segi og flýttu þér.“ En það reyndist ekki svo auðskilið við Nagapate. Hann greip í mig og snéri mér við. Svo tók hann í hönd mér og hristi hana eins og Martin hafði hrist lians. Mér létti svo stórum, er heim- sókn þessi virtist ætla að ljúka með svo vingjarnlegum kveðjum, að ég hló hjartanlega og endurgalt handaband hans hressilega. Þetta hefir sennilega verið glappaskot. Þegar ég ætlaði að draga að mér höndina, fór a. m. k. svo, að hann lauk hönd sinni enn fastar um mína og fór svo að þukla mig alla og klípa. Ég kæfði niður hræðsluóp og leit ráðalaus á Martin. Hann var náfölur, og svipur hans stirðnaður í brosi. Svo var ég allt í einu laus. Nagapate urraði einhverja skipun til manna sinna, sem liurfu inn í skóginn. Við virtumst hafa sigr- að. Martin skipaði burðarmönnunum að axla bagga sína, og við hröðuðum okkur til stígsins. Annað livort hefir Nagapate skipt um skoðun eða þetta hefir verið eins konar leikur kattarins með

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.