Fréttablaðið - 30.11.2013, Side 20

Fréttablaðið - 30.11.2013, Side 20
30. nóvember 2013 LAUGARDAGURSKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is HELGAREFNI: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kristján Hjálmarsson, kristjan@visir.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 SPOTTIÐ AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR V iðræður dönsku vinstri-stjórnarinnar við stuðn-ingsflokk sinn, Einingar-listann, um fjárlög næsta árs steyttu á skeri í vikunni. Ágreiningurinn snerist um hversu langt ætti að ganga í að lögfesta rétt aldraðra á aðstoð til að fara í bað tvisvar í viku. Orsökin er frem- ur ólíkt mat á mikilvægi aga í fjár- málastjórn ríkisins en mismunandi sýn á velferðarhugsjónina. Stjórnin samdi síðan við borgaraflokkana. Ágreiningur af þessu tagi gæti tæpast ógnað ríkisstjórnarsam- starfi á Alþingi. Það stafar ekki af því að velferðarhugsjónin standi á traustari grunni hér. Dönsk stjórnmál snúist um völd rétt eins og annars stað- ar. Hitt skiptir sköpum að jafn- vægið á milli vogarskála mál- efnalegs aga og sóknar í völd er einfaldlega betra þar. Óagaðri póli- tísk skammtíma hugsun er aftur ein ástæðan fyrir því að fram- leiðni er minni í íslenskum þjóð- arbúskap en dönskum og lífskjörin að sama skapi lakari. Íslenska vel- ferðarkerfið er veikara en í Dan- mörku fyrir sömu sakir. Danska krónan er fasttengd evrunni eins og íslenska krónan var í öndverðu fasttengd í nor- ræna myntbandalaginu. Stöðug- leiki dönsku krónunnar byggist á þremur þáttum: Aga í ríkisfjár- málum, aga í launaákvörðunum og samstarfi við evrópska seðla- bankann. Þó að hefðbundinn ágreiningur ríki á milli vinstri flokkanna og borgaraflokkanna í Danmörku er býsna mikill samhljómur um þessi þrjú lykilatriði. Meðvit- undin um tengsl þessara þátta og góðra lífskjara er svo sterk að enginn sem situr við ríkisstjórn- arborðið þar telur það fallið til styrkingar á kjósendamarkaðn- um að standa að ráðstöfunum sem veikt geta gjaldmiðilinn. Vogarskálar valda og málefna Kjaraviðræðurnar sem nú eru hafnar hér heima snúast fyrst og fremst um óstöðug- leika íslensku krónunnar. Beggja vegna samningaborðsins hafa menn svipaða sýn á viðfangsefn- ið þótt þeir horfi á það hvor frá sínu sjónarhorni. Þá spyrja menn: Getum við ekki gert eins og Danir og fasttengt íslensku krónuna við helstu viðskiptamyntina? Lausnin er aðeins flóknari. En vera má að við séum þó nær því að geta þetta en margir halda. Fyrst er á það að líta að veruleg- ur vilji virðist vera bæði í röðum atvinnurekenda og launþega að útiloka ekki á þessu stigi gerð stöð- ugleikasamninga til langs tíma á næsta ári þótt það takist ekki í þeirri lotu sem nú stendur vegna pólitískrar óvissu. Í annan stað lagði fjármálaráð- herra fram frumvarp til fjárlaga fyrir næsta ár með jöfnuði. Það var óneitanlega afar stórt skref í rétta átt. Í hagsmunatogi síðustu vikna hefur fjármálaráðherrann hald- ið áfram traustri málsvörn fyrir agaða fjármálastjórn. Enn á þó eftir að koma í ljós hvort samstaða verður um að halda frumvarpinu í þeim skorðum í meðferð þingsins. Næstu dagar skera því úr um hvort lóð agaðrar hugsunar í ríkisfjár- málum hafa þyngst í raun og veru. Eftir að Alþjóðagjaldeyrissjóð- urinn fór gat vinstri stjórnin ekki fylgt eftir stefnu sinni um að taka upp evru með agaðri langtíma- áætlun í ríkisfjármálum. Núver- andi fjármálaráðherra er líklegri til þess. En þá stendur hnífurinn þar í kúnni að ríkisstjórnin hefur útilokað alla aðra kosti en krónuna án þess að hafa lagt fram áætlun eða stefnumörkun um það hvernig verja megi stöðugleika hennar til frambúðar utan nokkurs alþjóð- legs samstarfs af því tagi sem Danir eru þátttakendur í með evr- ópska seðlabankanum. Niðurstaðan er sú að við getum fetað í fótspor Dana en minni líkur eru á að svo verði meðan pólitísk- ar aðstæður eru öfugsnúnar með þessum hætti. Getum við gert eins og Danir? Að óbreyttu pólitísku mynstri er nánast útilokað að mynda ríkisstjórn flokka sem lík- legir eru til að ná málefnalega saman um alla þá þrjá þætti sem mestu máli skipta til að skapa stöð- ugleika til framtíðar í gjaldeyris- málum. Nýlegar kannanir sýna yfirgnæf- andi stuðning við þjóðaratkvæði til að útkljá deiluna um hvort ljúka eigi aðildarviðræðunum við Evr- ópusambandið. Í vikunni birtist svo könnun sem sýnir að andstaðan við aðild hefur minnkað verulega þótt meirihlutinn sé enn þeim megin. Önnur ályktun verður ekki dregin af þessum svörum en að kjósendur vilji ekki hafna aðild áður en samn- ingur liggur á borðinu. Forysta Sjálfstæðisflokksins lof- aði þjóðaratkvæði um framhald málsins enda samþykkti landsfund- ur hans að skoða yrði fleiri kosti í gjaldmiðilsmálum en krónuna. Það eru svik að hafna þeirri leið eftir kosningar. Þessi málefnalega spurning verð- ur ekki slitin frá kjaraviðræðum eigi þær að verða þáttur í raun- verulegum lífskjarabótum. Þjóðar- atkvæði er eina leiðin til að fá svar við henni. Það tekur of langan tíma að bíða eftir breytingum á pólitíska mynstrinu og ætti reyndar að vera ástæðulaust. Þjóðaratkvæði er óhjákvæmilegt R eynslan frá nágrannaríkjunum sýnir okkur að haturs- glæpir eru einn fylgifiskur fjölmenningarsamfélagsins. Við höfum verið blessunarlega laus við þá til þessa. Einn slíkur var þó framinn í vikunni, um bjartan dag og í vitna viðurvist. Fjórir menn dreifðu svínshausum, -löppum og -blóði á lóðina í Sogamýri þar sem Félag múslima hyggst reisa mosku. Mennirnir gerðu krossa með svínsblóðinu og slettu því meðal annars á blaðsíður úr Kóraninum, trúarriti múslima. Lögreglan var kölluð til, en lög- reglumennirnir virðast ekki hafa þekkt augljósan hatursglæp þegar þeir sáu hann. Þeir rannsökuðu ekki vettvanginn almennilega, heldur létu borgarstarfsmenn hirða sönnunargögnin og henda þeim. Þegar Fréttablaðið hafði samband við lögregluna til að athuga hvað rannsókn málsins liði, fengust þau svör að lögreglumaður sem fór á vettvang hefði gefið þær upplýsingar að „einhver bréf“ hefðu verið á vettvangi, en þeim hefði bara verið hent. „Hann sagði að þetta hefði verið eitthvert bréfarusl og veit ekki einu sinni hvort það tilheyrir þessu máli eða hvort þetta var bara eitthvert rusl sem var þarna á vettvangi. Þessu var öllu hent og ég hef ekkert í höndunum um þetta svína- mál,“ sagði lögreglufulltrúi, sem taldi í fyrradag ólíklegt að málið yrði rannsakað frekar. Þegar haft var samband við lögreglustjóra höfuðborgar svæðisins í gær hafði hann ekki kynnt sér málið, þrátt fyrir fjölmiðlaumfjöllun. Einn af fjórmenningunum sem tóku þátt í brotinu hringdi hins vegar samdægurs í Útvarp Sögu og lýsti því á hendur sér. Í samtali við Bylgjuna og Vísi í gær viðurkenndi Óskar Bjarnason að hafa tekið þátt í brotinu til að mótmæla byggingu mosku og „óhelga lóð- ina“. Hann vitnaði til sambærilegra glæpa í Svíþjóð, en undanfarna daga hafa verið brotnir gluggar í sænskum moskum og svínalöppum hent inn. Eftir að þessi opinbera játning kom fram rankaði lögreglan við sér og tilkynnti að hún myndi kalla Óskar til yfirheyrslu á næst- unni. Ljósmyndirnar sem Fréttablaðið tók á vettvangi eru líka í boði sem sönnunargögn, fyrst lögreglan lét henda hinum. Í Svíþjóð eru viðbrögð lögreglunnar með allt öðrum hætti en hér. Málin eru rannsökuð sem hatursglæpir, tæknimenn safna sönnunar- gögnum og gerendanna er leitað. Sömu sögu er að segja frá mörgum öðrum nálægum ríkjum, þar sem allmargir hafa hlotið sektir og fangelsisdóma á undanförnum árum fyrir það til dæmis að krota á moskur slagorð gegn múslimum. Þótt fólk sé ekki beitt ofbeldi í þessum glæpum fylgir yfirleitt sögunni að brotin hafi í för með sér óöryggi og ótta hjá múslimum, ekki sízt hjá börnum. Enda er tekið harðar á þeim en sambærilegum brotum sem ekki beinast gegn minnihlutahópum. Víða í nágrannalöndunum starfrækja lögregluyfirvöld sérstakar sveitir sem fást við hatursglæpi. Það er algjört lágmark að íslenzkir lögreglumenn fái þá fræðslu og þjálfun að þeir þekki hatursglæp þegar þeir sjá hann. Óskar Bjarnason og félagar hans eru augljóslega vitleysingar, en þeir eru hættulegir vitleysingar. Það á að taka hart á hatursglæpum gegn minnihlutahópum. Tvær greinar hegningarlaganna fjalla um slíka glæpi og liggur við þeim allt að tveggja ára fangelsi. Ef réttargæzlukerfið beitir ekki þeim lagaákvæðum þegar um augljósa hatursglæpi er að ræða stöndum við ekki undir nafni sem það opna og umburðarlynda fjölmenningarsamfélag sem við viljum vera. Lögreglan virðist ekki vita hvað hatursglæpur er: „Svínamálið“ Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.