Fréttablaðið - 30.11.2013, Síða 26

Fréttablaðið - 30.11.2013, Síða 26
Stórviðburður verður á Akureyri þar sem Sinfóníuhljómsveit Norð- urlands og Point Dansstúdíó sam- eina krafta sína og setja upp hið sígilda verk Hnotubrjótinn í Hofi. Tónlistin er eftir Pjotr Tsjaj- kovskí en Hnotubrjóturinn var með hans síðustu verkum. Dans- arnir eru samdir í sameiningu af kennurum og nemendum skólans. Hnotubrjóturinn Sígild jólasaga Listamaðurinn Ólafur Sveinsson opnar málverkasýningu á veit- ingahúsinu Friðriki V. á laugar- daginn. Til sýnis verða leikfanga- myndir Ólafs sem hann málar á striga. Myndirnar eru að hans sögn minningar um eitthvað sem var, skírskotun í samtímann eða myndir með pólitískan undirtón. Ólafur hefur síðustu tólf ár málað leikföng og sýnt myndirnar bæði hér heima og erlendis. Þetta eru þó ekki endilega málverk handa börnum heldur líka fyrir „barnið í hinum fullorðnu“. Sýningin verður opnuð klukkan 15.00 á laugardaginn og verður opin yfir hátíðarnar og fram á næsta ár. Sýning á veitingahúsi Málar leikföng Óður til dans og tónlistar er nafnið á jólasýningu Dance center Reykjavík sem haldin verður í Gamla bíói. Nemendur hafa æft af miklum móð fyrir sýninguna og fá nú útrás fyrir sköpunarþörfina. Aðalkennari skólans, Kameron Bink úr hinum þekktu þáttum So You Think You Can Dance verður heiðursgestur á sýningunni en hann hefur unnið með nemend- um og kennurum skólans síðustu misseri. Boðið verður upp á óvænt skemmtiatriði og jólaandinn mun svífa yfir vötnum. Sýningin hefst klukkan 14.00 í Gamla bíói. Óður til dans Jóladans í Gamla bíói HELGIN 30. nóvember 2013 LAUGARDAGUR Það verða majónes-jól í Silfurbergi, Hörpu, á sunnudaginn þegar Stórsveit Reykjavíkur ásamt Bogomil Font heldur sína árlegu jóla- tónleika. Jólaplata Bogomils, Majónes jól, sem kom út fyrir nokkrum árum, verður spiluð í heild sinni en stjórnandi er Samúel J. Samúelsson. „Þessi plata var nú upphaf- lega svolítið prívat grín en það er auðvitað frábært þegar fólk hefur gaman af því sem þú ert að gera,“ segir Sigtryggur Baldurs- son – Bogomil Font. Majónes jól eru óðum að komast í hóp hinna „klassísku“ jólaplatna og hljóma lög af henni reglulega í útvarpinu yfir hátíðarnar. Viljum njóta jólanna „Þetta átti nú aldrei að verða ein- hver vinsældaplata. Okkur fannst þetta bara skemmtileg músík og reyndum að nálgast þetta á einlægan hátt. Þó að sumir text- arnir virki svolítið kaldhæðnir þá erum við einlægir í því að skemmta okkur og njóta jólanna.“ Sigtryggur segir Majónes jólin vera innblásin af kalypsó-músík. „Galdurinn á bak við kalypsó liggur í textagerðinni. Maður þarf að geta gert grín að hlutum en þykja vænt um þá í leiðinni. Þannig eru Majónes jólin. Við Samúel erum báðir miklir jóla- drengir en svo eru ákveðnir hlutir við jólin sem fara líka í taugarnar á okkur – öll þessi neyslugeðveiki og sölumennska og við gerum grín að þessu en þykir vænt um allt þetta stúss á sama tíma.“ Tónleikarnir hefjast á sunnu- daginn klukkan 17.00. Sigtrygg- ur segir þetta enga risatónleika heldur kærkomið tækifæri til að tylla sér niður, hlusta á jólatónlist og njóta augnabliksins. „Þetta eru afslappaðir fjöl- skyldutónleikar þar sem við spilum lögin af plötunni. Bara svona klukkutími. Þetta eru ekki risajólatónleikar í Laugardals- höll heldur hugsaðir sem léttir síðdegissunnudagstónleikar fyrir kvöldmatinn.“ ERU BÁÐIR JÓLADRENGIR BOGOMIL FONT OG SAMÚEL JÓN SAMÚELSSON Mennirnir á bak við majónes-jólin. Kvikmyndin Ófullgert verk fyrir sjálfspilandi píanó, frá árinu 1977, verður sýnd í Bæjarbíói á laugar- daginn. Það er leikritið Platónov eftir Anton Tsjekhov sem liggur til grundvallar myndinni en viðfangs- efnið er, eins og í mörgum verkum Tsjekhovs, örvænting og tilgangs- leysi í lífi rússneskrar millistéttar um aldamótin 1900. Fjölskylda og vinir Önnu Petrovnu koma saman á sveitasetri ekkjunnar. Undir stofu- leikjum og innantómu tali um rétt- indi kvenna og getu bændastéttar- innar vakna ástir þeirra Sofíu og Misja á ný. En eru þau tilbúin að hlaupast á brott frá fjölskyldu og vinum til að láta gamla drauma rætast? Myndin vann til verðlauna á San Sebastian-kvikmyndahátíðinni á sínum tíma. Hún skartar stjörnum á borð við Aleksander Kaljagin en þetta er það hlutverk sem hann er þekktastur fyrir. Rússnesk-amer- íska leikkonan Jelena Solovey er einnig þekktust fyrir þær myndir sem hún lék í undir stjórn Nikita Mikhalkov. Sýningar Kvikmyndasafns Íslands fara fram í Bæjarbíói í Hafnarfirði á þriðjudagskvöldum klukkan 20.00 og á laugardögum klukkan 16.00. Þema vetrarins er rússneskar kvikmyndir og er dag- skráin um leið rannsókn á þeim menningararfi sem MÍR eftirlét safninu. Tsjekhov á hvíta tjaldið í Bæjarbíói Ófullgert verk fyrir píanó er hluti af rússneskum vetri Kvikmyndasafns Íslands. ÚR MYNDINNI ÓFULLGERT VERK FYRIR PÍANÓ Ein frægasta mynd leikstjórans Nikita Mikhalkov. Það er majones heimur um jólin þegar mjallhvítur hjúpurinn er og landið frýs eins og rjómaís nánast alltaf í desember. Það liggja fannhvítir flókar um jólin í fanginu á furunni hér og konfektskál innst í minni sál svo dísætur draumurinn er. Já, kúlan að framan vex og hún vex eftir tuttugu og sex súkkulaðikex belgurinn góði hann blæs svolítið út Það sést ekki lengur í stút. Það er krúttlegt og kósý um jólin og kæustupörin á sveim útí mjöllinni, skautahöllinni í vetrarklæddum majones heim. Texti: Sigtryggur Baldursson ➜ Majones jól Andleg uppbygging Jón Gunnar Geirdal athafnamaður Í kvöld fer ég á jólahlaðborð æskufélaganna, hins svokallaða LokaGroup, í borg óttans. Morgundagurinn fer í andlega uppbyggingu þar sem hitt gamalmennið, Ryan Giggs, hressir mig vonandi við með sigri á Tottenham. Snorri Ásmundsson myndlistarmaður Teiknar og dansar Ég ætla að teikna og dansa. Og svo ætla ég að kíkja í Týs- gallerí til að skoða verk bróður míns. Gunnlaugur Bragi Björnsson ráðgjafi Jólahlaðborð og söngur Það stendur mikið til. Helst má nefna jólahlaðborð með vinnu- félögunum og æfingar fyrir jóla- tónleika Hinsegin kórsins sem haldnir verða um næstu helgi. Símon Birgisson simon@frettabladid.is Galdurinn á bak við kalypsó liggur í textagerð- inni. Maður þarf að geta gert grín að hlutum en þykja vænt um þá í leiðinni. Þannig eru Majónes jólin. Sigtryggur Baldursson Anna Lea Friðriks dótt ir útgefandi Myndlist og jólaljós Ég ætla á opnun myndlistarsýn- ingar í Anarkíu, horfa á tendrun jólaljósa, á hinsegin bókavöku og tónleika Mark Lanegan. Svo eru tvö útgáfuhóf á dagskránni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Bogomil Font og Samúel J. Samúelsson halda jólatónleika með Stórsveit Reykjavíkur í Hörpu á sunnu- daginn. Platan Majónes jól verður spiluð í heild sinni en þar er gert létt grín að neyslugeðveikinni um jólin.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.