Fréttablaðið - 30.11.2013, Page 42

Fréttablaðið - 30.11.2013, Page 42
30. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 42 Símon Birgisson simon@frettabladid.is Suzanne Collins fékk hug-myndina að bókunum um Hungurleikana og baráttu Katnissar Everdeen fyrir lífi sínu þegar hún lá uppi í rúmi og flakkaði milli stöðva í sjónvarpinu. Milli þess sem fréttamyndir úr Íraksstríðinu birtust á skjánum sá hún ungt fólk keppa um milljónir dollara í raun- veruleikaþáttum. Það var á þessu augnabliki, þar sem stríð og sjón- varp runnu saman í eitt á skjánum, sem hugmyndin að Hungurleikun- um kviknaði. Fyrsta bókin í þríleiknum kom út árið 2008. Bækurnar urðu á endan- um þrjár og hafa selst í milljónum eintaka og njóta vinsælda hjá öllum aldurshópum. Og kvikmyndirnar hafa slegið aðsóknarmet og virðist framhaldið ætla að toppa þá fyrri. Kúgaður minnihluti Hungurleikarnir eru dæmi um dystópíu: framtíðarsýn þar sem dregin er upp mynd af verra samfélagi en við búum við í dag. Dystópían er andstæða útópíunnar – draumsins um hið fullkomna sam- félag. Í Hungurleikunum er þjóðinni skipt í tvennt. Hinn ríki minnihluti býr í höfuðborginni Kapitól við alls- nægtir. Þar snýst allt um yfirborðið, litrík föt, skemmtun og mat. Þau eru svo rík að þau þurfa ekki lengur á peningum að halda. Og drekka kok- teila sem fá þau til að æla til að þau geti haldið áfram að borða. Hinn fátæki minnihluti býr í lok- uðum umdæmum, tólf talsins, þar sem fólk vinnur í verksmiðjum og lifir við stanslausan ótta. Það er hinn andlitslausi múgur. Hinn skelfilegi almenningur. Föt þeirra sem honum tilheyra eru ofin úr ull, þeir nota jurtir til að gera að sárum eftir ofbeldisverk stormsveita for- setans og þá dreymir um byltingu. Óvæntur sigur Katnissar og unn- usta hennar, Peeta Mellark, sem greint er frá í fyrstu bókinni hefur einmitt gefið sauðsvörtum almúg- anum von. Og það er vonin sem einræðisherrann Snow vill útrýma framar öllu. Hann fylgist með hverri hreyf- ingu fátæklinganna í beinni útsend- ingu. Þetta er fólk sem býr í eftir- litsríki, Stóri bróðir (hugtak sem rakið er til einnar frægustu dyst- ópíu allra tíma, 1984) fylgist með hverri hreyfingu þeirra. Til að friða lýðinn hefur einræðisherrann Snow sótt sér innblástur til Róma- veldis. „Panem et circenses“. Til að halda múgnum ánægðum þarf að höfða til yfirborðslegra hvata fólks. Það sem lýðurinn þarf á að halda er brauð og leikar. Og í Hung- urleikunum þurfa tveir fulltrúar hvers umdæmis – börn að aldri – að berjast til síðasta manns. Ólst upp við stríð Faðir Suzanne Collins barðist sjálfur í stríði. Hann var hermað- ur í Víetnam. Í viðtali við Guard- ian fyrir nokkrum árum lýsti Suz- anne áhrifum þess þegar myndir úr stríðinu birtust í sjónvarpinu. „Móðir mín reyndi eins og hún gat að vernda okkur en stundum sá ég fréttir í sjónvarpinu og myndir frá átakasvæðum og ég heyrði orðið Víetnam og varð hrædd því ég vissi að pabbi var þar.“ Eftir stríðið lifði fjölskylda Suzanne Collins á faraldsfæti eftir því hvar faðir hennar þurfti að mæta í þjónustu. Á þessum tíma heillaðist Suzanne af Rómaveldi og grískri goðafræði. Hungurleikarnir sækja að hluta til innblástur sinn í söguna um Þeseif og Mínótárinn en sú saga segir frá Mínosi, konungi Krítar, sem herjar á íbúa Aþenu. Til að friða hinn herskáa konung bjóðast íbúar Aþenu að senda sjö ungar stúlkur og sjö unga drengi á níu ára fresti til Krítar til þess að eins að verða étin af Mínótárnum – ógnvænlegu skrímsli sem býr í völ- undarhúsi á eynni. Í sögunni af Þeseifi og Mínót- árnum er það prinsinn Þeseifur frá Aþenu sem drepur skrímslið með hjálp Aríadne, prinsessunn- ar á Krít. Kannski er Aríadne fyr- irmynd Katnissar Everdeen. Að minnsta kosti á sú staðreynd að Suz- anne Collins velur stúlku í hlutverk hetjunnar í Hungurleikunum einna stærstan þátt í velgengni bókanna. Katniss Everdeen er ný tegund af hetju sem heillar bæði kvenkyns og karlkyns lesendur. Þrátt fyrir óhuggulegan bakgrunn, leika þar sem börn drepa börn, er það þroska- saga stúlkunnar Katnissar – löngun hennar til að elska og vera elskuð og hvernig hún breytir veikleikum sínum í styrk – sem gerir sögurnar jafn vinsælar og raun ber vitni. Börnin berjast fyrir lífi sínu Dystópía þýðir á grísku „vondur staður“. Hinar geysivinsælu bækur um Hungurleikana lýsa dystópískri framtíðarsýn þar sem fólk lifir í stanslausum ótta og fátækt. Höfundurinn sækir sér innblástur í grískar goðsögur, Rómaveldi og Stephen King. ➜ Suzanne Collins fékk hug- myndina að bókunum þegar hún lá uppi í rúmi og horfði á stríðið í Írak og raunveru- leikaþætti í sjónvarpinu. SNOW FORSETI Hinn illi einræðisherra í Hungurleikjunum. MYND/MURRAY CLOSE BYLTING Í AÐSIGI Í seinni myndinni um Hungurleikanna sem nú er í kvikmyndahúsum er bylting í aðsigi. MYND/MURRAY CLOSE ➜ A Brave New World (Veröld ný og góð) eftir Aldous Huxley. Útgefin 1939. Ein þekktasta framtíðarsaga allra tíma. Nýtt samfélag er risið upp úr rústum annars heim. Ríkið er kallað Alheimsríkið. Trúarbrögð og sagnfræði eru bönnuð, líkt og barneignir. Í stað þess að fólk eignist börn eru þau ræktuð í sérstökum líftækniverksmiðjum. Þau eru klónuð. Þegnar samfélagsins eru heilaþvegnir og lágstéttirnar ræktaðar til að vera heimskari en hástéttirnar svo almúginn uni sér betur í vinnu í kolanámum og dreymi ekki um betra hlutskipti. MYRK FRAMTÍÐARSÝN NOKKUR DÆMI UM ÞEKKTAR DYSTÓPÍUR ➜ 1984 eftir George Orwell. Útgefin 1949. 1984 gerist í heimi þar sem endalaust stríð geisar. Flokkurinn stjórnar heiminum og stjórnandi flokksins er Stóri bróðir. Aðalpersóna bókarinnar er Winston Smith sem vinnur í „Sannleiksmálaráðuneytinu“. Andóf hans hefst er hann kaupir sér dagbók og tekur til við að skrifa niður hugsanir sínar. Að skrifa dagbók er refsivert athæfi. Tungumálið er tæki til að gera árás á kerfið og því er tungumálið óvinur. Mörg hugtök sem notuð eru til að lýsa eftirlits- samfélagi og kúgun má rekja til bókarinnar. „Stríð er friður; frelsi er áþján; fáfræði er styrkur.“ ➜ Gúlag-eyjaklasinn eftir Alexander Solzhenitsyn. Útgefin 1973 (skrifuð 1958 -1968) Sovétríkin voru byggð á hugmyndinni um útópíu. Hið fullkomna fram- tíðarríki þar sem jafnræði ríkti meðal þegna og engan þyrfti að skorta mat eða menntun. En í raun má segja að hrun kommúnismans hafi átt sinn þátt í að skapa hina dystópísku bókmenntahefð. Draumurinn um útópíu breyttist í martröð þar sem skoðanakúgun og eftirlitssamfélagið lifði góðu lífi. Gúlag-eyjaklasinn er byggður á eigin reynslu Solzhenitsyns úr hinum myrku afkimum fyrir- myndarríkis Sovétmanna. Með bók- unum afhjúpaði hann samfélag sem hneppti milljónir í þrældóm. Þegar hann tók við Nóbelsverðlaununum sagði hann: „Eitt orð mælt sannleik- anum samkvæmt vegur þyngra en allur heimurinn.“ ➜ The Long Walk (Gangan langa) eftir Stephen King. Útgefin 1979 Gangan langa er fyrsta bókin sem Stephen King skrifaði í fullri lengd. Hún hefur oft verið nefnd ásamt Battle Royale sem hugsanlegur inn- blástur Suzanne Collins. Í bókinni skipuleggur „Borgarstjórinn“ Gönguna löngu til að halda þegnum ríkisins ánægðum. Þátttakendur í göngunni eru 100 unglingsdrengir sem þurfa að halda um fimm kílómetra hraða á göngunni, annars eru þeir skotnir. Göngunni er sjónvarpað til allra þegna ríkisins. Einn af öðrum láta drengirnir lífið. Til að mynda fremur einn þeirra sjálfsmorð með því að rífa úr sér barkakýlið á göngunni. Annar reynir að halda fimm kílómetra hraða með því að toga sig áfram á hönd- unum eftir að fætur hans hafa breyst í blóðuga stubba. Sigurvegarinn í göngunni á að fá allar óskir sínar uppfylltar– þó það komi fram að margir af fyrri sigurvegurum hafi fyrirfarið sér eða látist skömmu eftir keppnina vegna álags og streitu. ➜ Battle Royale (Batoru Rowaiaru) eftir Koushun Takami. Útgefin 1999. Höfundurinn lauk við bókina árið 1996 en hún fékkst ekki útgefin fyrr en þremur árum seinna þar sem söguefni hennar var talið of hrottalegt. Bókin gerist í dystópískri framtíð þar sem hópur af menntaskólanemum vaknar á eyju og komast nemarnir að því að þeir eru hluti af sérstöku rann- sóknarverkefni hersins. Verkefnið gengur út á það að bæla niður allar hugmyndir almennings um andóf með því að lama fólk af ótta. Það er gert með sérstökum leik þar sem 42 menntaskólanemar eru látnir berjast til síðasta manns á eyjunni. Bókin, og síðar bíómyndin, vakti gríðarlega athygli fyrir ofbeldi. Nemarnir eru með hálsbönd sem springa ef þeir reyna að flýja eyjuna. Battle Royale eru Hungurleikarnir í sinni strípuðustu mynd. Hér er engin ástarsaga eða væmni, aðeins börn að berjast fyrir lífi sínu. MÖGULEGUR INNBLÁSTUR SUZANNE COLLINS BLÓÐUG BARÁTTA Battle Royale fékkst í upphafi ekki útgefin og bíómynd in var víða bönnuð út af miklu ofbeldi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.