Fréttablaðið - 30.11.2013, Síða 52

Fréttablaðið - 30.11.2013, Síða 52
30. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 52 Nordisk Built eru samtök hönnuða og framkvæmdaaðila í byggingariðnaði. Þau stóðu á árinu að sam- keppni sem kostuð var af Norrænu ráðherranefndinni og Nordic Innovation. Keppnin á að hvetja til nýsköpunar og þróunar á sjálfbærum, framkvæmanlegum og aðlögunarhæfum hugmyndum um endur- hönnun algengustu tegunda bygginga á Norðurlöndum í anda Nordic Built-sáttmálans. Verkefnið fólst í að breyta einni byggingu á hverju Norðurlandanna og umhverfi hennar á sem vistvænastan hátt. Höfðabakki 9 varð fyrir valinu á Íslandi. Nordic Built-sáttmálinn innheldur tíu boðorð og þeir sem tóku þátt í samkeppninni þurftu að fylgja þeim. Meðal boðorðanna er að byggingin nýti sem best staðbundnar aðstæður og aðlagist þeim, ásamt því að vera viðhaldslítil og bjóða upp á fjölbreytta notkun í umhverfi sem hefur náttúruleg gæði. Vistvæn bygging og umhverfi getur kostað meira í upphafi en sökum minna viðhalds og annars rekstrarlegs sparnaðar er það hagrænt vistvænt. NORDISK BUILTbrjóta upp langar línur hennar og skapa samhengi við stóru bygg- inguna,“ útskýrir hún og bætir við: „Almenningssvæði innan- og utandyra og tengsl við gróður hafa jákvæð áhrif á vinnuumhverfi og vellíðan notendanna.“ Gróðurreitir og þakgarðar Bílastæði eiga að verða undir hluta af planinu sem nú er og einn- ig verður bílastæðum komið fyrir inni í brekkunni á bak við lágu bygginguna. „Lóðin vinnur með okkur að þessu leyti,“ segir Anna Sigríður. „En það er möguleiki að leggja bílum ofanjarðar fyrir stutt- ar heimsóknir. Það er ekki verið að banna bíla,“ tekur hún fram. Ný vinkilbygging er teiknuð á lóðina. Hún myndar skjól bæði fyrir vindi og umferðarhljóði. Góðar almenningssamgöngur eru á Höfðabakka 9 og gert er ráð fyrir hjólaskýlum á nokkrum stöð- um. Anna Sigríður nefnir að ætla megi að á svona stórum vinnustað sé auðvelt að reka litla bílaleigu, slíkt þekkist erlendis. „Þá kemur fólk í strætó eða á hjóli en getur alltaf nálgast bíl á staðnum til að fara sínar sendiferðir eða á fundi,“ útskýrir hún. Græn belti umhverfis bygging- arnar eru þegar komin að hluta til en VA arkitektar vilja hafa lóð- ina þannig að hún nýtist meira til útivistar. Meira að segja er gert þar ráð fyrir matjurtarækt. „Það verða gróðurhús, runnar, tré og þakgarðar. Því meira grænt, því minni koltvísýringur í andrúms- loftinu,“ bendir Anna Sigríður á. „Við ætlum að nota affallsvatn af götunni til vökvunar gróðurs. Einnig verða litlar tjarnir á fjöl- nota torgi framan við aðalbygg- inguna sem kemur til með að verða samkomustaður svæðisins og mætti jafnvel nýta það sem markaðstorg um helgar.“ Utan á bogabyggingunni er gert ráð fyrir skermi úr trefjagleri, festum er á steypta bita sem eru fyrir á byggingunni. Það er gert í margþættum til- gangi, að sögn Önnu Sigríðar. „Trefjagler- ið brýtur sólarljósið þannig að sterkir geislar þess ná ekki inn og glampa á skjái, heldur verður hægt að nota dagsbirtuna og spara rafljósin. Einnig getum við verið með opna glugga í nán- ast hvaða veðri sem er og notað okkar hreina loft til loftræstingar sem er mikill plús. Trefjaglerið er vind- og hávaðahemjandi en samt ekki lokað, heldur eru alls staðar göt á því, eins og neti í mismun- andi grófleika. Með skerminum er dregið verulega úr viðhalds- þörf hússins. Partur af því að gera húsið vistvænt er að auðvelt sé að taka nýja byggingarhluta niður í einingum ef með þarf og líka að hægt sé að fara á bak við skerm- inn til að þrífa gluggana.“ Allir græða Höfðabakki 9 er á útsýnisstað en skermurinn virkar eins og þunnt tjald. Því verða opin svæði í byggingunni sem hægt verður að njóta útsýnis úr og hitta fólk, að sögn Önnu Sigríðar. Tjörn safnar rigningarvatninu af þakinu. Það verður leitt inn í bygginguna og vökvaðir með því gróðurvegg- ir sem ná niður allar hæðir. Allt miðar að því að gera húsið og umhverfi þess að náttúrulegri vin í því harða borgarumhverfi sem umlykur það. Þótt atvinnurýmið sé fyrst og fremst hugsað sem skrifstofu- húsnæði segir Anna Sigríður það geta hýst mismunandi starf- semi sem vissulega breytist og þróist. Það eigi að vera skapandi umhverfi sem gefi möguleika á einbeitingu en ýti um leið undir virk samskipti. Í tillögunni segir hún reiknað með að þjónustan á svæðinu sé á þann veg að starfs- fólk þurfi ekki að leita út fyrir það á vinnutíma. Þannig sé dregið úr akstri og umferð. „Hér erum við með áberandi byggingu á áberandi stað sem getur orðið ímynd fyrir umhverf- isvænt fyrirkomulag. Það er ekki bara fyrir sérvitringa, heldur nokk- uð sem allir geta notið. Þegar við förum að hugsa og vinna þannig áttum við okkur á því að það er bara jákvætt og gefandi,“ segir Anna Sigríður og bætir við að lokum:  „Allir hagnast á vistvænum hugs- unarhætti, rekstraraðilar, vinnandi fólk og ekki síst framtíðin.“ ÁSÝNDIN Stóra húsið verður klætt með götóttu trefjagleri sem einangrar og hlífir og brýtur niður skæra sólargeisla sem annars glampa á tölvuskjái. Bak við skerminn verður hægt að hafa opna glugga. AÐALBYGGINGIN Svona lítur bogabyggingin út núna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLIHÖFÐABAKKI 9 Heildaruppdráttur að allri lóðinni eins og VA arkitektar sjá hana. ÞAKGARÐUR Hér verður gott að njóta útivistar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.