Fréttablaðið - 30.11.2013, Síða 71

Fréttablaðið - 30.11.2013, Síða 71
KIRKJUR LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2013 Kynningarblað Með leyfi Páls er hér birt-ur hluti ávarpsins en það má lesa í heild sinni á vef þjóðkirkjunnar, www.kirkjan.is „Það er mér sérstök ánægja að standa hér í dag í þessari glæsilegu kirkju fyrir framan ykkur. Tilefn- ið er líka einstaklega ánægjulegt. Biskup Íslands, frú Agnes M. Sig- urðardóttir, greindi frá því í apríl síðastliðnum að ákveðið hefði verið að safna fyrir línuhraðli á Land- spítalanum, en hún tók þá ákvörð- un að hvetja söfn- uði landsins til að safna fyrir þessu tæki í samráði við f yrrverandi for- stjóra. Línuhraðall er grundvallartæki v ið geisla með- ferð á öllum teg- undum af krabba- meini, algjörlega nauðsynlegt við nútíma lækning- ar, en líka ákaflega dýrt tæki og kostar hundruð milljóna króna. Landspít- alinn einn og sér á sínum ríkisfjárlög- um hefur ekki bol- magn til að fjár- magna svona tæki að fullu og þarf að reiða sig á gjaf- mildi og hlýhug borgaranna um margar nýjung- ar og þetta er með dýrustu tækja- kaupum sem ráðist hefur verið í. Því var það ómetanlegt að biskup skyldi taka þessa ákvörðun og frábært og í raun ótrúlegt að verða vitni að því síðan hvernig kirkjur landsins og söfnuðir hafa tekið sig saman og efnt til söfnunar, samskota og átaks til að leggja málefninu lið.“ [… „Landspítali snýst um almanna- heill og er lykilhlekkur í heilbrigðis- kerfinu og þar með í því samfélagi sem við viljum eiga. En af því að hann er stór og af því að það kostar mikla peninga að reka hann og af því að það er flókið að byggja hann upp, þá er eins og stjórnvöld veigri sér stundum við verkinu. Þegar á stangast vel afmarkaðir sérhags- munir annars vegar og almanna- heill hins vegar þá kennir reynsl- an okkur að almannaheillin víkur oftar, því miður. Sá niðurskurð- ur sem þjóðarsjúkrahúsið hefur þurft að þola undanfarinn ára- tug er með ólíkindum og okkur sem þjóðfélagi til skammar. Spítal- inn hefur sparað ríkinu 41,7 millj- arða króna með niðurskurði und- anfarin 6 ár og er nú kominn að fótum fram – er það það sem við, fólkið í þessu landi, vildum? Þrátt fyrir tiltekin áform í aðdraganda kosninga þá tala verkin og það er ljóst að stefnumörkun stjórnvalda í raun undanfarinn áratug hefur orðið sú að veikja þjóðarsjúkra- húsið og draga úr þjónustu þess. Ég vona svo sannarlega að botninum sé náð og komið sé að því að veita Landspítalanum þá viðspyrnu og það fé sem hann þarf til að rækja sitt hlutverk af sóma, með stoltu og vel höldnu starfsfólki, sem sinnir hinum sjúku í nútíma byggingum með nútíma tæki. Þess vegna, í þessu ljósi, er ein- staklega ánægju- leg t að sk y nja þann velvilja og skilning sem söfn- uðir landsins sýna hlutverki Land- s pít a l a n s s e m þjóðarsjúkrahúss sem vinnur að al- mannaheill. Ég hef lengi haft m i k i n n á hug a á haming junni í öl lum sínum myndum. Þar er ég eflaust ekki frá- brugðinn öðrum hér inni, en ég hef í starfi mínu sem geðlæknir reynt að nálgast ham- ingjuna með gler- augum vísinda- og fræðimanns- ins. Þannig hélt ég, m.a. í nokkrum kirkjum landsins, töluvert af fyrirlestrum um áhrifa- þætti hamingjunnar í lífi fólks mánuðina eftir hrunið mikla haust- ið 2008, í von um að geta hjálpað fólki að setja áföllin í samhengi. Mér hefur alltaf þótt það sérlega áhugavert að skoða hvað það er sem einkennir hamingjusamt fólk, fólk sem er „sátt við Guð og menn“ eins og sagt er. Það er tvennt sem er sér- staklega áberandi í fari þeirra sem hamingjusamastir eru: Annað er trúin. Sterk og heit trú og ríkt trúar- líf einkennir mjög þá sem sáttast- ir eru. Fyrir því eru vafalaust ýmsar ástæður; trúin boðar fagnaðarer- indið og gefur fólki leið til að sjá líf sitt og hlutverk í samhengi. Trúin er líka tæki til að hjálpa fólki að fyrir- gefa og sætta sig við hluti sem maður fær ekki breytt en það að geta fyrir- gefið er eitt öflugasta tækið til að komast yfir erfiða hluti, sérstaklega ef maður hefur verið beittur órétti eins og kemur fyrir alla einhvern tímann. Sú auðmýkt sem trúin boðar er ábyggilega líka stór þáttur í því að ná sátt – við sjálfan sig, en líka við aðra. Síðast en ekki síst þá er það samfélag hinna trúuðu. Fólk sem er virkt í safnaðarstarfi hittir aðra og það er svo sannarlega svo að maður er manns gaman, það er vel þekkt að fólk sem á í miklum samskiptum við aðra er hamingjusamara en þeir sem einmana eru. Þannig er trúin ákaflega mikilvæg og áberandi hjá þeim sem hamingjusamir eru. Hitt atriðið sem einkennir þá hamingju- sömu getur verið óháð trú, en það er að taka þátt í óeigingjörnu sam- félagsstarfi sem leiðir gott af sér. Það er hamingjuaukandi. Þá kem ég að kjarna málsins – það frábæra átak sem biskup boðaði á vordögum og sem söfnuðir lands- ins hafa rækt áfram með óeigin- gjörnu söfnunarstarfi er dæmi um gefandi samfélagsstarf. Þetta frá- bæra átak verður ekki aðeins til góðs fyrir Landspítalann og þar með almannaheill heldur vona ég að það verði líka hamingjuaukandi fyrir allt það góða fólk sem að söfn- uninni hefur staðið og sem við stöndum í þakkarskuld við.“ Sterk og heit trú og ríkt trúarlíf einkennir mjög þá sem sáttastir eru. Páll Matthíasson Ríkt trúarlíf einkennir hamingjusama Biskup Íslands hvatti til söfnunar innan þjóðkirkjunnar um síðustu áramót til að styrkja kaup á línuhraðli fyrir Landspítalann. Sú söfnun hefur staðið yfir í kirkjum landsins síðan og lauk á sunnudag. Af því tilefni flutti Páll Matthíasson, forstjóri spítalans, áhrifamikið ávarp. Þar þakkaði hann biskupi og söfnuðum landsins fyrir. Hann sagði sömuleiðis frá hamingjurannsóknum sem hafa verið honum hugleiknar en niðurstöður þeirra gefa til kynna að ríkt trúarlíf einkenni þá sem hamingjusamastir eru MYND/GVA
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.