Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.11.2013, Qupperneq 89

Fréttablaðið - 30.11.2013, Qupperneq 89
KYNNING − AUGLÝSING Kirkjur30. NÓVEMBER 2013 LAUGARDAGUR 3 Guðþjónusta er stefnumót Guðs og manns. Í kirkjunni er því ekki bara Guð heldur líka menn og því má ekki gleyma. Það er okkar stefna og við erum stöðugt vakandi fyrir því,“ segir Gunnar Gunnarsson, organisti Frí- kirkjunnar í Reykjavík. Gunnar segir nútíma- lega kirkju þurfa að vera í takt við tíðarandann. „Fríkirkjan leggur áherslu á víðsýni og um- burðarlyndi og tónlistin þarf að endurspegla viðhorf kirkjunnar. Um árabil hefur stefna Frí- kirkjunnar verið að opna kirkjuna fyrir ólíkum straumum, andlegum og tónlistarlegum og því gengur ekki að tónlistin sé íhaldssöm eða loki augum fyrir nýrri straumum og stefnum.“ Gunnar hefur á undanförnum árum útsett sálma fyrir litlar djasshljómsveitir og fengið kirkjukórum nýtt hlutverk við óhefðbundinn kirkjusöng. „Í Fríkirkjunni er stórt orgel sem smíðað var 1926 og er með elstu orgelum landsins. Orgel- ið er síðrómantískt, fagurt og hljómar ekki eins og neitt annað. Við höfum verið óhrædd við að gefa þessu gamla hljóðfæri kost á að hljóma með öðrum, óhefðbundnum hljóðfærum, eins og rafmagnsgítar og saxófón, og á gamlárs- kvöld ætlum við að búa til fallega stemningu með djassmunnhörpuleikara í kringum þetta stórkostlega orgel. Við höldum því í hefðirn- ar en látum þetta springa út á nýjan hátt,“ segir Gunnar. Í Fríkirkjunni er einnig fimmtíu ára gamalt Hammond-orgel, f lygill og Rhodes-píanó sem gefur fjölbreyti leikanum byr undir báða vængi. „Með breyttum tíðaranda og breyttu helgi- haldi kirkna hefur starf organistans breyst. Í sumum kirkjum er farið að kalla þá tónlistar- stjóra vegna þess að starf þeirra hefur útvíkk- ast mikið. Organistinn útsetur messurnar með nýju sniði og allt frá því séra Hjörtur Magni Jó- hannsson kom til starfa sem prestur hefur hann opnað Fríkirkjuna fyrir alls konar tónlist, enda á kirkjan að vera opin og lifandi.“ Annað sunnudagskvöld í mánuði eru haldn- ar sérstakar djassmessur í Fríkirkjunni. „Kvöldmessur með djasshljómsveit er hug- mynd sem hefur fylgt mér um árabil og er skemmtileg viðbót við starf organistans að út- setja gamla og nýja sálma fyrir f leiri hljóðfæri. Jazzhátíð Reykjavíkur hefur nýtt sér Fríkirkj- una undir tónleikahald og hafa djasstónlistar- menn sagt að í kirkjunni sé einstakur hljómur fyrir djasstónlist,“ segir Gunnar. Í Fríkirkjunni starfar lítill og einstakur kirkjukór. „Kórinn samanstendur af ungu fólki sem er allt tónlistarmenntað og sumir eru sjálf- stætt starfandi tónlistarmenn. Hann stendur með mér vaktina og setur ferskan blæ á nýjar sálmaútsetningar sem ég hef gert fyrir nán- ast hvern sunnudag síðan ég byrjaði hér,“ segir Gunnar. Í Fríkirkjunni er ekki sunginn hefðbundinn messusöngur eða messutón. „Okkur þykir hann oft skrýtinn og hamlandi og kirkjan þarf ekki á slíku að halda. Hún á að vera nútímaleg og síung.“ Stefnumót Guðs og manns Fríkirkjan í Reykjavík er síung og nútímaleg þótt hún standi á gömlum merg. Söfnuðurinn var stofnaður 1899 og kirkjan byggð 1902. Í Fríkirkjunni er síðrómantískt orgel frá árinu 1926 sem í höndum organistans Gunnars Gunnarssonar fær að hljóma í nýjum sálmaútfærslum, djassi, rokki og poppi. Séra Hjörtur Magni Jóhannsson og Gunnar Gunnarsson organisti við síðrómantískt og ein- stakt orgel Fríkirkjunnar í Reykjavík. Þess má geta að líf- legur barnakór er starfandi við Fríkirkjuna undir stjórn Álfheiðar Björgvins- dóttur á fimmtudögum og starf KFUM- og K er í kirkjunni á mánudögum. MYND/GVA Á fyrri hluta síðustu aldar tilheyrði hátt í helm- ingur Reykvíkinga Fríkirkjunni við Tjörnina. Þús- undir voru síðan teknar af skrá Fríkirkjunnar og skráðar inn í þjóðkirkjuna án vitundar eða sam- þykkis fólksins. Það var lítil reglugerð hins opin- bera sem olli þessum straumhvörfum án þess að fólk tæki eftir. Þegar fríkirkjufólk færði lögheimili sitt var það sjálfkrafa skráð í þjóðkirkjuna og þangað runnu síðan trúfélagsgjöldin. Athugið með trúfélagaskráningu ykkar! Frí- kirkjan vill stuðla að trúverðugri og lýðræðislegri umgjörð trúmála og lífsskoðana í landinu. ■ 62. gr. Stjórnarskrárinnar um hina evangelísk- lútersku kirkju fjallar um Fríkirkjuna í Reykjavík! ■ Fríkirkjan er frjást, lúterskt trúfélag og var á sínum tíma samofin sjálfstæðisbaráttu lands- manna. ■ Fríkirkjan hefur leitast við að hafa víðsýni, um- burðarlyndi og frjálslyndi að leiðarljósi. ■ Fríkirkjan metur mannréttindi ofar trúarlegum kreddum. ■ Geymið þessa síðu! Fríkirkjan í Reykjavík er á Fríkirkjuvegi 5. Sjá nánar á www.frikirkjan.is og á Facebook. Netfang: frikirkjan@frikirkjan.is Fríkirkjan í Reykjavík í örum vexti ■ 1. desember kl. 14. Guðþjónusta á fyrsta sunnudegi í aðventu. ■ 1. desember kl. 20. Tónleikar með Mark Lanegan. ■ 2. desember kl. 20. Tónleikar Kórs Kvennaskólans í Reykja- vík. ■ 4. desember kl. 20. Hádegistónleikar, Ljáðu okkur eyra. ■ 8. desember kl. 14. Aðventutónleikar Suzuki. ■ 8. desember kl. 20. Aðventukvöld, fjölbreytt og glæsilegt tón- listarkvöld. Ræðumenn kvöldsins verða rithöfundurinn Jón- ína Leósdóttir og séra Hjörtur Magni. Söngvarar: Bjarni Arason, Svavar Knútur, Kristjana Stefánsdóttir, Ragnheið- ur Gröndal, Sönghópur Fríkirkjunnar og Barnakór Fríkirkj- unnar undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur. Tónlist er f lutt af Gunnari Gunnarssyni, Tómasi R. Einarssyni og Matthíasi Hemstock. ■ 15. desember kl. 14. Guðþjónusta á þriðja sunnudegi í að- ventu. ■ 15. desember kl. 20. Tónleikar, Reykjavík 5. ■ 16. desember kl. 20.30. Tónleikar, Ester Jökulsdóttir syngur lög Mahaliu Jackson. ■ 18. desember kl. 20. Útgáfutónleikar Sigríðar Thorlacius. ■ 22. desember kl. 14. Jólatrésskemmtun Fríkirkjunnar í Reykjavík. Hefst með jólastund í kirkjunni, síðan er sungið og dansað í kringum jólatré með jólasveini í safnaðarheim- ilinu. Kaffi og meðlæti fyrir alla. ■ 22. desember kl. 17. Heilunarguðþjónusta á vegum Sálar- rannsóknarfélags Íslands. ■ 22. desember kl. 20. Jólatónleikar Blásarakvintetts Reykja- víkur. ■ 23. desember kl. 21. Jólatónleikar Árstíða. ■ 24. desember kl. 18. Aftansöngur á aðfangadagskvöldi. Söng- hópur Fríkirkjunnar syngur jólin inn og leiðir safnaðarsöng undir stjórn Gunnars Gunnarssonar. Séra Hjörtur Magni þjónar. ■ 24. desember kl. 23. Miðnætursamvera á jólanótt. Páll Óskar og Monika Abendroth ásamt strengjasveit. Sr. Hjörtur Magni talar til viðstaddra. Sönghópur Fríkirkjunnar ásamt Gunnari Gunnarssyni. Mætið tímanlega til að fá góð sæti! ■ 25. desember kl. 14. Hátíðarguðþjónusta á jóladag. Ljósanna hátíð fagnað með rísandi sól. Egill Ólafsson syngur og spjall- ar um tónlistarval sitt. Sr. Hjörtur Magni. Sönghópur Frí- kirkjunnar ásamt Gunnari Gunnarssyni. ■ 31. desember kl. 14. Hátíðarguðþjónusta á dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Grund. ■ 31. desember kl. 17. Aftansöngur á gamlárskvöldi. Sérstakur gestur Þorleifur Gaukur Davíðsson munnhörpuleikari. Dagskrá á jólum og aðventu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.