Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.11.2013, Qupperneq 118

Fréttablaðið - 30.11.2013, Qupperneq 118
30. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN KRAKKAR | 78 Bragi Halldórsson 72 SVAR: 7 sinnum. „Jæja, strákar,“ sagði Kata kotroskin. „Ég var að lesa nokkuð ansi skemmtilegt í bók.“ Konráð horfði á hana spyrjandi. Kata snéri upp á sig. „Heldur þú að ég lesi aldrei?“ sagði hún reið. “ Að ég sé bara alltaf í fótbolta?“ „Nei, nei,“ sagði Konráð. „Ég er bara forvitinn um hvað þú last.“ „Jæja,“ sagði Kata og var orðin rólegri. „Vitið þið hversu oft er hægt að brjóta saman blað í miðju?“ Róbert klóraði sér í hausnum. „Hvað meinar þú?“ sagði hann. „Jú,“ sagði Kata. „Brjóta það saman einu sinni, svo aftur og aftur, þangað til að það er ekki hægt að brjóta það saman oftar.“ Konráð hugsaði sig um. „Það hlýtur að fara eftir því hvað blaðið er stórt,“ sagði hann. „Nei,“ sagði Kata. „Það er nefnilega það skrítna við það, það er alveg sama hvað blaðið er stórt, það er bara hægt að brjóta hvaða blað sem er visst Prófað þú að brjóta saman blað og vittu hve oft þú getur brotið það saman. Hvenær komið þið jólasvein- arnir til byggða? Við, Hurða- skellir og Stúfur, komum alltaf í nóvember til að pakka því inn sem við setjum í skóna og til að kaupa kartöflur í skóinn handa þeim börnum sem eru óþekk. Magnús Ólafsson leikari og Þor- geir Ástvaldsson útvarpsmaður taka alltaf á móti okkur og við gistum hjá þeim. Rífist þið bræðurnir stund- um? Já, við erum stundum orðnir svo óþolinmóðir þegar jólin nálgast og rífumst um það hverjir eiga að fara fyrstir til byggða, en Grýla og Leppalúði, foreldrar okkar, ráða þessu og segja okkur að hætta að rífast. Hvað hefurðu gefið margar kartöflur í skóinn í gegnum tíðina? Við erum nú orðnir svo gamlir, ég og Stúfur, eða um 700 ára, að við erum búnir að setja í það heila einn fjörutíu feta gám af kartöflum í skó landsmanna. Börnin eru nú alltaf að verða betri og betri svo þetta fer minnkandi, sem betur fer. Hvert er uppáhaldsjólalagið þitt? Það er lagið sem hann Stúfur samdi og heitir Í bæinn við brunum, Stúfur og Hurða- skellir og var á einni af jólaplöt- unum okkar. Hefurðu skellt hurð svo fast að hún hefur brotnað? Já, einu sinni skellti ég svo hressilega að húsið hrundi! Hvort er skemmtilegra að hræða börn eða skemmta þeim? Við látum Grýlu og Leppalúða um að hræða börn- in, en við gleðjum þau með söng, gríni og gleði og Stúfur spilar undir á harmóníkuna. Hver er besti vinur þinn og af hverju? Við Stúfur erum bestu vinir, enda erum við bræður og okkur þykir ofboðslega vænt um öll íslensk börn. Langar þig stundum til að eignast systur? Já, við bræð- urnir erum alltaf að biðja Grýlu og Leppalúða um systur, en þau eru bara orðin svo gömul og komin úr barneign. Þau eru að tala um að ættleiða eina systur frá Kína. Festist maturinn nokkurn tíma í skegginu þínu? Já, eftir allar jólakræsingarnar erum við að borða úr skegginu á okkur fram að næstu jólum! Hver er jólagjöfin í ár? Ást og umhyggja, og að hjálpa þeim sem minna mega sín svo að allir eigi gleðileg jól. Rífumst um hverjir fara fyrstir til byggða Krakkasíðan náði tali af Hurðaskelli sem er staddur í bænum til að undirbúa jólin ásamt Stúfi bróður sínum. Hurðaskellir segir þá bræður hafa gefi ð íslensk- um börnum heilan fj örutíu feta gám af kartöfl um í skóinn í gegnum tíðina. BRÆÐUR OG BESTU VINIR Hurðaskellir og Stúfur biðja foreldra sína oft um systur. Brandarar Þrír ánamaðkar komu upp úr moldinni eftir rigningu og einn sagði við annan: „Þú ert svo sætur! Ég elska þig!“ Þá sagði sá þriðji: „Ertu eitthvað ruglaður? Þú ert að tala við afturend- ann á þér!“ Einu sinni voru tvö bláber sem voru hjón. Karlinn sagði: „Mér er kalt.“ „Já, auðvitað,“ sagði konan þá. „Þú ert ber!“ Hver er munurinn á lauk og fiðlu? Það grætur enginn þegar fiðlan er skorin. Það er öruggt að á barnabóka- deildinni á þínu bókasafni eru bækur eftir rithöfund að nafni Enid Blyton í röðum. Bækurnar hennar heita spennandi nöfn- um. Til dæmis Ævintýrabæk- urnar, sem fjalla um fjögur börn og páfagaukinn Kíki sem lenda í spennandi svaðilförum. Og Fimmbækurnar sem eru 21 tals- ins og fjalla líka um fjögur börn og hundinn þeirra sem rann- saka dularfull mál. Svo má ekki gleyma bókunum Leynifélagið sjö saman og Ráðgátubókunum. Sumir halda að Enid Blyton sé karlmannsnafn en svo er ekki. Enid Mary Blyton er kona sem fæddist árið 1897 í Bretlandi og var einn vinsælasti barnabóka- rithöfundur 20. aldari. Bækurnar hennar hafa selst í mörg hundruð milljónum eintaka. Flestar hafa verið þýddar á íslensku og notið mikilla vinsælda hér á landi. Mörgum finnst reyndar þau viðhorf sem koma fram í bókum Enid Blyton heldur gamaldags. Vondu karlarnir eru oftast af lægri stéttum eða útlendingar. Og ósjaldan líta stúlkurnar til drengjanna með aðdá- unarglampa í augum. Útgefendur hafa stundum brey t t textanum í bókum hennar til að gera hann nútímalegri. Enid Blyton er engu að síður skyldulesning fyrir alla fróð- leiksfúsa krakka sem dreymir um að lenda í ævintýrum eða leysa ráð- gátur– eða vilja bara njóta þess að lesa spennandi bók á dimmum vetrardegi. Dularfullar ráðgátur og ævintýri Enid Blyton er einn frægasti barnabókahöfundur allra tíma. ENID BLYTON RITHÖFUNDUR Hefur notið ótrúlegra vinsælda um allan heim. SKEMMTILEG ÆVINTÝRI Hægt er að nálgast bækur Enid Blyton á öllum bókasöfnum. GULLFALLEG OG BRÁÐSKEMMTILEG SAGA! Geisladiskur með upplest ri á sögunni fylg ir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.