Fréttablaðið - 30.11.2013, Side 122

Fréttablaðið - 30.11.2013, Side 122
30. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| TÍMAMÓT | 82TÍMAMÓT Leiðir hljómsveitarmeðlima lágu saman árið 2006 þegar þeir voru ungir strákar á myndlistarbraut í Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti. Ákafir og með með stóra drauma ákváðu þeir að stofna hljómsveitina Sudden Weather Change. Í upphafi voru hljómsveitar- meðlimir fimm talsins. Það voru þeir Loji Höskuldsson, Magnús Dagur Sæv- arsson, Oddur Guðmundsson, Benja- mín Maark Stacey og Bergur Thomas Anderson. „Við vorum byrjaðir að spila áður en Bergur kom í bandið og við vorum svo lélegir að ég meira að segja grét eitt sinn eftir tónleika,“ segir Loji Höskuldsson, söngvari og gítarleikari. Hann segir að hljómsveitin hafi orðið heil þegar Bergur Thomas Anderson byrjaði í bandinu. Á sjö ára ferli hefur hljómsveitin gefið út sex plötur en árið 2010 vann hún til verðlaunanna Bjart- asta vonin á Íslensku tónlistarverðlaun- unum. „Í heilt ár á eftir tók ég upp efni og gerði heimildarmynd sem fjallar um það hvernig það er að vera Bjartasta vonin. Myndin var kaldhæðnisleg og sýnir hve eðlilegir við vorum þar sem við vorum engar stórstjörnur,“ segir Loji. Hann lýsir tónlist þeirra félaga sem melódísku hávaðarokki þar sem lögin fjalla ekki endilega um neitt sér- stakt heldur séu blanda af sérvöldum góðum orðum. Band öfganna Hljómsveitarmeðlimir hafa verið þekktir fyrir líflega og kröftuga sviðsframkomu og segir Loji að það hafi alltaf verið tryllt stemning á tón- leikum þeirra. Loji segir að tónlist- arlífið hafi verið spennandi og eitt sumarið pökkuðu þeir saman í rútu ásamt FM Belfast og fleiri böndum og fóru í tónleikaferðalag um landið. „Allar sögusagnir sem maður hefur heyrt um rokkbönd rættust þá. Einn meðlimurinn í bandinu þurfti meira að segja að hætta að drekka í hálft ár því hann var nánast búinn að eyðileggja í sér lifrina. Þetta var brjálaður tími.“ Sudden Weather Change spilaði á Airwaves í nokkur skipti og áfram héldu liðsmenn í vonina að þeir myndu verða uppgötvaðir erlendis. „Við vonuðum að eitthvað kæmi upp í hendurnar á okkur en við erum alveg ömurlegir þegar kemur að svona pappírsvinnu, þá erum alveg með tíu þumalputta,“ segir Loji hlæjandi. Árið 2011 voru þeir komnir á góðan stað og hófu samstarf með ástralska tónlistarmanninum Ben Frost. Þeir voru þá allir í námi í Listaháskól- anum. Mitt á milli þess að hrærast í myndlist og lestri í listabókum tóku þeir upp plötuna Varrior. Draumurinn um útrás varð þó að veruleika fyrr en varði þegar þeir kynntust umboðs- manninum Megan. Hún útvegaði þeim gigg í Bandaríkjunum og þeir ferðuð- ust meðal annars til Los Angeles, San Fransisco og New York. Þegar þeir komu til baka var ævintýrið úti og þeir ákváðu að hætta að spila saman. „Það var orðið skrítið andrúmsloft og við skildum í fýlu. Tíminn læknar þó flest sár og því höfum við ákveð- ið að spila í síðasta sinn í kvöld og kveðja þannig vini, ættingja og alla sem hafa stutt okkur í gegnum tíðina og ljúka þessu sáttir með allt á góðu nótunum.“ Tónleikarnir verða á Gamla Gauk og verður húsið opnað kl. 22. Aðgangseyrir er þúsund krónur. VirðingReynsla & Þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 · 82o 3939 svafar · 82o 3938 hermann www.kvedja.is Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, sonur og afi, ÞORBJÖRN RÚNAR SIGURÐSSON tannsmiður Tungubakka 24, Reykjavík, lést laugardaginn 23. nóvember. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 3. desember kl. 13.00. Kristrún Haraldsdóttir Haraldur Þorbjörnsson Kristín Hrönn Þráinsdóttir Daði Þorbjörnsson Eydís Salome Eiríksdóttir Svanbjörg Sigurjónsdóttir Sigurður Jóhann Þorbjörnsson Björk, Rúnar, Baldur, Brynjar og Arnaldur Þökkum þeim sem sýndu okkur samúð og styrktu góð málefni vegna andláts ÖNNU RÖGNU LEIFSDÓTTUR frá Þingeyri við Dýrafjörð, síðast til heimilis að Gautlandi 15. Þökkum sérstaklega starfsfólki í Múlabæ fyrir góða umönnun svo og öðrum sem aðstoðuðu hana heima fyrir og annars staðar. Álfheiður Erla Sigurðardóttir Guðbrandur G. Björnsson Sigurður F. Guðbrandsson Katja Dinse Ásta G. Guðbrandsdóttir Gunnlaugur Vésteinsson Ragna B. Guðbrandsdóttir Manuel Plasencia Gutierrez og barnabarnabörn. Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og allan hlýhug við fráfall elskulegrar systur minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Kristbjargar Bjarnadóttur frá Víðistöðum, Hvassaleiti 18 og Eir í Reykjavík, sem lést hinn 18. október sl. Sérstakar þakkir til starfsfólks á 2. hæð suður á Eir fyrir alla alúð og góða umönnun. S. Kristín Bjarnadóttir Bjarni Guðmundsson Magnús Guðmundsson Helga Jónsdóttir Guðmundur Ó. Bjarnason Guðrún María Bjarnadóttir Telma Kristín Bjarnadóttir Jón Bjarni Magnússon Erla Sigríður Hallgrímsdóttir Árni Magnússon Thelma Dögg Haraldsdóttir Helga Júlíana Jónsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, tengdasonur og afi, EINAR SIGURÐSSON matreiðslumeistari, Svöluási 1a, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 3. desember kl. 13.00. Fanney Ottósdóttir Halldóra Einarsdóttir Hólmar Egilsson Einar Einarsson Björg Össurardóttir Helgi Einarsson Helga Íris Ingólfsdóttir Halldóra M. Sæmundsdóttir og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, RICHARD HAUKUR ÓLSEN FELIXSON bifreiðarstjóri, Hábergi 30, andaðist 20. nóvember sl. á hjúkrunarheimilinu Eir. Útför fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug. Sérstakar þakkir fyrir góða umönnun fá heimahjúkrun og hjúkrunarheimilið Eir. Fyrir hönd aðstandenda, Erna Petrea Þórarinsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, SIGURÐAR INGÓLFSSONAR Háeyrarvöllum 34, Eyrarbakka. Alúðarþakkir færum við þeim sem önnuðust hann, veittu hjálparhönd og umhyggju í veikindum hans. Ingunn Hinriksdóttir Sævar Sigurðsson Sigríður Guðlaug Björnsdóttir Jón Birgir Kristjánsson Halldór Björnsson Hafdís Edda Sigfúsdóttir og afabörnin. MERKISATBURÐIR 1700 Sænskur 8.500 manna her sigrar fjórum sinnum stærri her Rússa í orrustunni við Narva. 1878 Þjóðsöngur Ástralíu, Ad- vance Australia Fair, er fyrst fluttur í Sydney. 1835 bandaríski rithöfundurinn Mark Twain fæðist. 1886 Tvö skip frá Reykjavík farast í ofsaveðri og þrettán drukkna. 1916 Goðafoss strandar í hríð- arveðri við Straumnes fyrir norðan Aðalvík á Hornströnd- um. Mannbjörg verður. 1939 Vetrarstríðið hefst með því að Sovétríkin gera innrás í Finnland. 1960 Ungmennafélagið Stjarnan er stofnað í Garðabæ. 1995 Javier Solana er skipaður yfirmaður NATO. 2005 Skurðlæknar í Frakklandi græða nýtt andlit á manneskju í fyrsta sinn í sögunni. 2007 Kárahnjúkavirkjun er gangsett við formlega athöfn. Við ljúkum þessu á góðu nótunum Rokkhljómsveitin Sudden Weather Change heldur sína allra síðustu tónleika á Gamla Gauknum í kvöld. Strákarnir hafa spilað saman síðan í FB árið 2006. SUDDEN WEATHER CHANGE Spileríið hófst í Fjölbraut í Breiðholti fyrir sjö árum og þeir eru enn að. Það var orðið skrítið andrúmsloft og við skildum í fýlu. Tíminn læknar þó flest sár og því höfum við ákveðið að spila í síðasta sinn í kvöld og kveðja þannig vini, ættingja og alla sem hafa stutt okkur í gegnum tíðina.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.