Fréttablaðið - 30.11.2013, Síða 130

Fréttablaðið - 30.11.2013, Síða 130
30. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 90 Listakonan Ásdís Sif Gunnarsdótt- ir mun á laugardagskvöld breyta umhverfi Skaftfells og húsum í kring á Seyðisfirði í listaverk. Hún sýnir stóra myndbandsinn- setningu utandyra en hún hefur á síðustu vikum unnið að draum- kenndum myndbandsverkum sem hún hyggst varpa á snjóinn. Reyndar kom smábabb í bátinn þegar snjóa leysti óvænt í lok vik- unnar. „Já, það er enginn snjór,“ segir Ásdís hlæjandi. „Svo þetta verð- ur aðeins öðruvísi en ég planaði. Maður verður bara að hugsa í lausnum!“ Verk Ásdísar er byggt á ljóðum sem hún hefur samið síðustu vikur í Skaftfelli en þar geta listamenn sótt um vinnustofur. „Þessi ljóð byggjast í raun bara á mínum eigin tilfinningum. Hvernig mér líður á daginn eða hvernig birtan er. Ég kann því vel að spinna af fingrum fram,“ segir Ásdís. Ásdís notast við skjávarpa og varpar myndefni út um glugga í Skaftfelli á umhverfið. Innsetn- ingin, eða gjörningurinn, verður svo send út beint á netinu. „Þetta verður um kortérs útsending og ég vona bara að það verði þúsundir sem fylgjast með. Það er mikil stemning hér á Seyð- isfirði og ýmislegt að gerast þetta kvöld, ljóðaupplestur og fleira.“ Ásdís hefur töluvert unnið með kvikmyndamiðilinn í verkum sínum. Hún hefur unnið fjölda stórra innsetninga og framið gjörninga auk þess að flytja ljóð og sýna ljósmyndir. Vídeó-gjörningur Ásdísar nefn- ist „Varanleg“ og hefst klukkan 17 á Seyðisfirði og verður sendur út á „livestream“ klukkan 18. simon@frettabladid.is Snjórinn gufaði upp Listakonan Ásdís Sif fl ytur vídeó-gjörning í beinni útsendingu á netinu. ÁSDÍS SIF GUNNARSDÓTTIR Myndlistarkonan bjó til óvenjulegt listaverk í Skaft- felli sem flutt verður á laugardaginn. „Við ætlum að flytja nokkurn veginn þá efnis- skrá sem er á nýju plötunni okkar. Það eru glæný aðventu- og jólalög sem lítið eða ekkert hafa heyrst, í bland við vel þekkt lög sem eru kannski í öðruvísi útsetningum og með öðruvísi undirspili en venju- lega,“ segir Eyþór Ingi Jónsson, stjórnandi kamm- erkórsins Hymnodiu, um jólatónleika kórsins í Háteigskirkju í dag. Hann segir kórinn og hljóð- færaleikarana spinna milli atriða, því verði aldrei þögn heldur sé flutningurinn ein heild. Auk þess sé lýsingu haldið í lágmarki. „Við ætlum að koma tónleikagestum í hátíðarskap og ekki vera alltof skrítin,“ lofar hann. Hymnodia hefur verið að syngja með Skálmöld og Sinfóníuhljómsveit Íslands dag eftir dag á risa- tónleikum í Hörpu síðustu daga. „Þetta er kór sem reynir að fara frumlegar leiðir í efnisvali og fram- komu,“ segir Eyþór Ingi. „Við gerum mikið að því að flytja nýja músík og spinna, tökum að okkur nýstár- leg hlutverk eins og nú með Skálmöld og sinfóníunni en hápunkturinn á ferlinum var að flytja stjórnar- skrána á Feneyjatvíæringnum á síðasta ári.“ Jólatónleikar í Akureyrarkirkju rétt fyrir jólin, ásamt völdum hljóðfæraleikurum, hafa verið fast- ur punktur í starfsemi kórsins síðustu ár. Sú hefð verður ekki rofin á þessari aðventu heldur bresta þeir á 21. desember, að sögn Eyþórs Inga sem auk þess að vera kórstjóri er organisti Akureyrarkirkju. Tíu ár eru liðin frá því að Hymnodia var stofnuð og hélt hún upp á tímamótin með því að halda tíu hálftíma tónleika á tíu tímum í tíu kirkjum í Eyja- firði. Segja má að hinn nýútkomni diskur, Það ljós inn skein, tengist tíu ára afmælinu líka og tónleik- arnir í framhaldi af honum. gun@frettabladid.is Ekki alltof skrítin Jólatónleikar kammerkórsins Hymnodiu í Háteigskirkju í dag mynda klukku- stundar langa spuna- og draumkennda heild með nýjum lögum í bland við þekkt. HYMNODIA „Þetta er kór sem reynir að fara frumlegar leiðir í efnisvali og framkomu,“ segir stjórnandinn Eyþór Ingi Jónsson. Sól í Tógó stendur fyrir myndverkauppboði í dag klukk- an 14 í salnum í Hannesarholti. Meðal þeirra listamanna sem gefa verk á uppboðið eru margar af helstu stórkanónum íslenskrar myndlistar: Ólafur Elíasson, Eggert Pétursson og Ragnar Kjartans- son, Gjörningaklúbburinn, Elín Hansdóttir og Gabríela Friðriksdóttir. Uppboðið er því mikill viðburður og þarft og brýnt verkefni. Alþingismaðurinn Óttarr Proppé stýrir uppboðinu. Ágóðinn rennur til bygg- ingar heimilis fyrir munaðarlaus börn í Anehó í Tógó. STJÓRNANDINN Alþingismaðurinn Óttarr Proppé stýrir uppboðinu. Listamenn styrkja Sól í Tógó Uppboð á myndverkum í Hannesarholti. www.tjarnarbio.isMiðasalan er opin frá kl. 15:00-18:00 þri-fösmidasala@tjarnarbio.is / 527-2100 / midi.is MENNING
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.