Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.11.2013, Qupperneq 140

Fréttablaðið - 30.11.2013, Qupperneq 140
30. nóvember 2013 LAUGARDAGUR | MENNING | 100 KÆRLEIKSKÚLUR Í GEGNUM ÁRIN Kærleikskúlan 2013 var afh júpuð við hátíðlega athöfn í Listasafni Reykja víkur á miðvikudagsmorgun. Þetta er í elleft a sinn sem Styrktar- félag lamaðra og fatlaðra gefur út Kærleikskúlu en tilgangurinn með sölu hennar er að auðga líf fatlaðra barna og ungmenna, með því að efl a starfsemi Reykjadals. Ragnar Kjartansson er listamaður Kærleikskúlu ársins 2013. Hér að neðan má líta allar kærleikskúlur frá árinu 2003, þegar átakið hóf göngu sína með fyrstu Kærleikskúlunni frá listamanninum Erró. „Lokkandi er rómantískur óður til líkama og sálar, minnisvarði minninga. Innan um skilningarvitin laumast allt og dvelur inni í flóknu landslagi holds og hugar einsog ilmurinn úr eldhúsinu. Hárflækjan, ímyndað landslag tilfinninga og taugaboða sem lokka okkur inn í króka og kima hugans, er samofin öllu– ein- stök og endalaus.“ „Við erum í sífellu að snerta hluti sem á vegi okkar verða. Manneskjan skilur eftir sig slóð af fingraförum í gegnum lífið. Við snertum fólk og það okkur. Snerting er notuð í lækninga- og líknarskyni. Við tökum upp hluti, réttum þá öðrum, búum til hluti, breytum hlutum. Immanuel Kant sagði að hendurnar væru hinn ytri heili mannsins.“ „Fyrir Ísland með ástarkveðju: Teiknaðu ímyndað kort á svarthvítan hnött. Kastaðu vængjaðri pílu á handahófskenndan stað á hnettinum. Litaðu svæðið þar sem pílan lendir með lit að eigin vali. Kastaðu pílunni aftur og sjáðu hvar hún lendir. Litaðu svæðið þar sem hún lenti að þinni egin ósk. Haltu áfram að lita svæðið þar sem pílan lendir. Haltu áfram að lita þar til heimurinn er allur í lit.“ „Uppspretta verksins er augað. Augun eru stórkostlegt verkfæri, þau eru farvegur fyrir samskipti, þau hafa áhrif á skilning okkar og skoðanir á okkur sjálfum, öðrum, umhverfinu– heiminum! Ég hef mikla ánægju af því að leika mér með eitthvað sem mér þykir fallegt. Fegurð er varasamt orð vegna þess að það er búið að staðla það og gera að einhverri klisju. Því ættum við kannski að tala um fagurfræði frekar en fegurð. Oft getur eitthvað sem er mjög ljótt við ákveðnar aðstæður orðið ótrúlega fallegt við aðrar. Svo fegurð er ekki einangrað fyrirbæri, hún er frekar spurning um eitthvað sem er einhvers virði og virði má alltaf semja um.” „Þegar ég horfði inn í kúluna í fyrstu, þá sá ég fyrir mér þekkt minni; lítinn heim innan í kúlunni og endamörk hans, glerið sjálft eins og sjóndeildarhring þess sem horfir innan úr miðju hans. Kúlan er alheimur í sjálfum sér, en í hönd manns er þessi litla veröld bara ögn í stærri alheimi– sem kannski er líka ögn í enn stærri alheimi, lítill viðkvæmur hlutur í hönd einhvers sem starir innan í hann. Fjöllin sem prentuð eru á kúluna eru dregin upp af ljósmyndum sem ég tók eða safnaði af íslenskum fjöllum á árinu 2010.“ „ Kærleikskúlan er blásin upp af því dýrmætasta sem hverri lifandi mann- eskju er gefið, andardrætti. Andinn í kúlunni er táknrænn fyrir hið ósnert- anlega og andlega, langanir og þrár. Kúlan er kysst þremur kossum sem fela í sér tjáningu ástar, vináttu og þakklætis. Kyssum hvert annað.“ „Óteljandi agnir mynda landslag sem breiðir úr sér og þekur jörðina. Þar vaxa áferðarmiklir og kynlegir kvistir. Landslag sem mótar og nærir hin margvíslegu lífsform og andann sem innan og utan þess býr. Það er lífsvilji sálarinnar og vonin sem mynda samfélög heims ins. Að viðurkenna, varðveita og virða hið skapandi afl marg- breytileikans er krydd lífsins– SALT JARÐAR.“ Verkið heitir „2 málarar“ og er úr röð verka sem Erró gerði árið 1984. Það er eins og flest verka hans byggð á tilvísunum í myndir annarra, að þessu sinni eru það verk meistaranna Picasso og Léger. Orðin þrjú „PAIX - LIBERTÉ - SOLIDARITÉ“ eru boðskapur myndarinnar. „Eftir vetur kemur vor, síðan sumar, haust og aftur vetur. Af gróðrinum lesum við framrás tímans. Sortulyngið ber blóm að vori. Blómið verður að beri sem þroskast yfir sumar- tímann og um haustið er berið orðið skærrautt. Lyngið dvelur undir snjónum og birtist aftur vorgrænt og blómgast á ný. Fræin skjóta rótum.Lífskeðjan er óslitinn hringur.“ „Það var jólanótt árið 1998 og ég sat niðri í stofu með föður mínum. Aðrir voru farnir í háttinn, kertin voru að brenna upp og það rigndi ofan í jólasnjóinn. Faðir minn verður yfirleitt svolítið drukkinn á jólunum og honum finnst mikilvægt að nota hátíðleikann til að lesa syni sínum lífsreglurnar. Þessi jól var hann í sérstaklega miklu stuði. Við reyktum vindla og hann var með koníaksglas í hendinni. Skyndilega sagði hann með þungum andardrætti: „Ragnar, ég þarf að segja þér eitthvað það mikilvægasta sem ég mun nokkurn tíma segja þér.“ Hann lokaði augunum og það var löng þögn. Svo sagði hann: „Það er fallegt en sorglegt að vera manneskja“. Þetta hafði djúp- stæð áhrif á mig. Nú prýðir þessi sanna mótsögn Kærleikskúluna. Það er einmitt mótsögnin sem alltaf situr í mér, sérstaklega á jólunum þegar við hlustum á prestinn tala í útvarpinu, poppararnir syngja um kærleik og frið og við hugsum um stóra hluti. En lífið er aldrei „annaðhvort eða“– aldrei annaðhvort harmþrungið eða gleði- legt, aldrei svart eða hvítt. Við lifum og deyjum á gráa svæðinu. Þar byggjum við okkar bústað. Hlutskipti okkar, hvers og eins, er bæði sorglegt og fallegt.“ „Orðin vísa til þess að kærleikurinn á sér hvorki upphaf né endi. Hann er óskilyrtur– óendanlegur – hann er. Eins er með fossinn– hann rennur án afláts– hann er. Jörðin er ein samfelld heild. Einn af hinum máttugu fossum landsins birtist í brothættu, svífandi listaverkinu, sem örsmáum heimi, sem aftur kallast á við og speglar alheim þar sem jörðin svífur um í ómælisgeimi.” 2013 HUGVEKJA RAGNAR KJARTANSSON 2012 LOKKANDI HRAFNHILDUR ARNARDÓTTIR 2011 SKAPAÐU ÞINN HEIM YOKO ONO 2010 FJARLÆGÐ KATRÍN SIGURÐARDÓTTIR 2008 ALLT SEM ANDANN DREGUR GJÖRNINGA- KLÚBBURINN 2007 HRINGUR EGGERT PÉTURSSON 2006 SALT JARÐAR GABRÍELA FRIÐRIKSDÓTTIR 2009 SNERTING HREINN FRIÐFINNSON 2005 ÁN UPPHAFS– ÁN ENDIS RÚRÍ 2004 AUGAÐ ÓLAFUR ELÍASSON 2003 2 MÁLARAR ERRÓ Frá 18. nóvember Tapas barsins Hefst með Faustino freyðivíni í fordrykk 7 gómsætir jólatapas fylgja síðan í kjölfarið Tvíreykt hangikjöts tartar með balsamik vinaigrette Rauðrófu- og piparrótargrafinn lax Spænsk marineruð síld með koriander og mangó Léttreykt andabringa með malt- og appelsínsósu Kalkúnabringa með spænskri „stuffing“ og calvados villisveppasósu Steiktur saltfiskur með sætri kartöflumús Hægelduð grísasíða með heimatilbúnu rauðkáli, fíkjum og fjallagrasasósu Og í lokin tveir ljúfir eftirréttir Rise a la mande með berjasaft Ekta súkkulaðiterta Vesturgata 3B | 101 Reykjavík | Sími 551 2344 | www.tapas.is RESTAURANT- BAR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.