Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2013, Síða 4

Skessuhorn - 18.12.2013, Síða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2013 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.480 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.150. Verð í lausasölu er 600 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Þórhallur Ásmundsson, blaðamaður th@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir, blaðamaður gudny@skessuhorn.is Heiðar Lind Hansson, blaðamaður hlh@skessuhorn.is Magnús Þór Hafsteinsson, blaðamaður mth@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Pálína Alfreðsdóttir palina@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Umbrot: Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Tyllt sér á jötubandið Leiðari Tími ljóss og friðar gengur nú í garð. Helgasti tími ársins þegar kristnir menn minnast fæðingu frelsarans og fjölskyldur verja meiri tíma sam- an en ella. Hvort sem fólk er kristinnar trúar eða ekki, hygg ég að flestir njóti hátíðarinnar. Hinir vantrúuðu velja einfaldlega það úr sem þeir kjósa, fara kannski ekki til messu, en borða örugglega góðan mat, eiga notalegar stundir með sínum nánustu, lesa í góðri bók, nú eða bara sofa út þegar hlé verður á annríki hversdagsins. Ég ætla að njóta jólanna og ég ætla líka að njóta þeirra daga sem í hönd fara fram að þeim. Jólin æra nefnilega upp í mér barnið – og skammast ég mín ekkert fyrir það. Maður rifjar ómeðvitað upp bernskunnar jól. Hugs- ar til genginna forfeðra og góðra stunda með þeim með því að vitja leiða þeirra. Í mínum uppvexti voru jólin og undirbúningur þeirra sérstök há- tíðarstund eins og ég hygg að flestir minnist þeirra. Í aðdraganda jóla var til dæmis búið að fara ferð í skóggirðinguna ofan við bæinn og velja lítið grenitré úr trjálundi sem gjarnan þurfti að grisja til að gefa öðrum trjám aukið rými. Það var allt í lagi þótt greinar vantaði á eina hlið að hluta, tréð var hvort sem er haft úti í horni svo það kom sér vel. Hluti af jólaundir- búningnum á mínu heimili var einnig árleg ferð í kirkjuna þar sem móð- ir mín skreytti kertastjaka sem þar voru til skrauts. Hafði hún reyndar haft það hlutverk í árafjöld löngu áður en ég kom til sögunnar. Strákurinn fékk að dittlast með í þessar ferðir og hlusta á kórinn æfa sálmana. Þar sem ég ólst upp í sveit fannst mér sem barni sérstaklega hátíðlegt að ganga til gegninga á aðfangadag. Það var eins og ákveðin en óútskýrð kyrrð færðist yfir kýrnar í fjósinu og að þær skynjuðu að dagurinn væri ekki eins og allir hinir. Auðvitað fengu þær besta heyið úr stabbanum þennan dag og kannski sérstakan aukaskammt af fóðurbæti. Í fjárhúsunum kvað aðeins við annan tón. Þá fylgdi þessum árstíma jú að hrútarnir voru nýlega farnir að fá leyfi til að líta til ánna. Á góðum aðfangadegi gat því verið býsna mik- il hopp og hí og trallala áður en kvöldmatartíminn hófst. En eftir að hrút- arnir höfðu sinnt skylduverkum sínum færðist smám saman ró yfir hóp- inn. Ærnar fengu að sjálfsögðu líkt og kýrnar besta heyið sem í boði var og blöndu af fiski- og maísmjöli að auki til að frjósemin yrði betri. Sællar minningar settist maður á jötubandið eftir að gjöfinni á aðfangadagskvöldi lauk og naut þess að hlusta á ærnar éta sitt hey, það heyrðist sérstakt áthljóð sem þeir þekkja sem heyrt hafa. Þær þögðu á meðan enda kannski sælli og glaðari en flesta aðra daga. Kannski var þessi nálægð við jötuna og dýrin, líkt og þar sem frelsarinn var forðum lagður, þessi tenging sem kom í veg fyrir að maður yrði efasemdarmaður í trúnni, hver veit. Það góða við gegningar á helgum dögum var svo hin undurgóða matar- lyst sem þeim fylgdi eftir að inn var komið að kveldi. Hlustað var á mess- una í útvarpinu og farið í jólabaðið svo að hægt væri að taka fram alspari- fötin. Þegar ég var ungur var svínakjöt hátíðarmatur. Matur, sem í dag er í röðum þess ódýrasta í stórmörkuðunum, var hátíðarmatur í minni bernsku enda svínarækt ekki stundum í stórum stíl. Þverhandarþykkar sneiðar af nýju svínakjöti voru steiktar eftir kúnstarinnar reglum með eggi og raspi í smjöri, kryddað og sett í ofninn. Með þessu var borið fram allskyns með- læti. Í eftirrétt var síðan rjómalagaður hrísgrjónagrautur með karamellu- sósu sem gerð var úr heimalöguðu sýrópi. Hvílíkt hnossgæti! En það þýddi ekkert að slá slöku við og dvelja við hlutina. Uppvaskið skyldi klára áður en pakkarnir voru snertir. Allt snerist um að ljúka þurfti þessum verkum öll- um áður en haldið yrði til aftansöngs í Reykholtskirkju. Þar söng kórinn við raust: „Í dag er glatt í döprum hjörtum, því Drottins ljóma jól...“ Þá fannst mér jólin vera komin. Ég vil að endingu óska lesendum Skessuhorns og velvildarfólki blaðsins gleðilegrar hátíðar, ljóss og friðar. Hafið öll kæra þökk fyrir árið sem brátt kveður. Njótum þess að vera til og verum góð við náungann. Magnús Magnússon. Hjá Akraneskaupstað verða engar gjaldskrárhækkanir árið 2014 nema hækkun á sorphirðugjöldum. Þann- ig verður gjald í leikskólum, fæðis- gjald í skólum, frístundaheimilum, gjaldskrá tónlistarskóla, bókasafns, heimaþjón- ustu, íþróttamannvirkja og fleira óbreytt á milli ára. Að sögn Regínu Ásvalds- dóttur bæjarstjóra þýð- ir þetta rúmlega átta millj- óna króna tekjuskerðingu sveitarfélagsins, miðað við áætlaða hækkun sam- kvæmt neysluverðsvísitölu sem er 3%. Fjárhagsáætl- un fyrir árið 2014 var sam- þykkt á fundi bæjarstjórnar Akraness í gær. Ennfrem- ur var þriggja ára áætlun vegna ár- anna 2015 til 2017 samþykkt. Mið- að við fjárhagsáætlunina fyrir næsta ár mun þjónustustig Akraneskaup- staðar haldast óbreytt. Til niður- greiðslu lána verður varið 297,2 milljónum á næsta ári. Gert er ráð fyrir 290 milljónum króna til fram- kvæmda. Áætlunin gerir ráð fyr- ir rekstrarafgangi hjá A og B hluta samstæðunnar upp á 46,5 milljón- ir og að handbært fé í árslok 2014 verði 291,5 milljónir króna. Reg- ína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri seg- ir stöðu Akraneskaupstaðar góða, skuldahlutfall er 89,11% og veltu- fé frá rekstri 11,31%. Það skal tekið fram að skuldahlut- fall Akraneskaupstaðar er í fjár- hagsáætlunr reiknað með sama hætti og gert var við fjár- hagsáætlunargerð fyrir árin 2013 til 2016, en þar var skuldahlutfallið reiknað samkvæmt 14. grein reglu- gerðar nr. 502/2012. Fyrir lesendur kann það að vera villandi að tvær aðferðir eru í gangi við mat á heildar- skuldum sveitarfélaga. Hin aðferðin byggir á að allar lífeyrisskuldbindingar eru reiknaðar til skulda. Í 14. grein, sem Akraneskaup- staður styðst við, þá eru líf- eyrisskuldbindingar eftir 15 ár ekki reiknaðar með. Sé þeim hins vegar bætt við væri skuldahlutfall Akra- neskaupstaðar 130%. þá/mm Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2014 var samþykkt eftir aðra umræðu á fundi sveitarstjórn- ar sl. fimmtudag. Þar kemur fram að rekstarniðurstaða verður já- kvæð, skuldir halda áfram að lækka og sköttum og þjónustugjöldum er að mestu haldið óbreyttum. Álagn- ingaprósenta fasteignaskatts og lóðaleigu er óbreytt, sömuleiðis öll gjöld er tengjast félagsþjónustu, grunn-, leik- og tónlistarskólum sem og æskulýðs- og tómstunda- málum. Auknu fjármagni verður varið til viðhalds eigna, gatna og gangstétta og áætlað er að verja um 150 milljónum í nýjar framkvæmd- ir og fjárfestingar. Þær verða fjár- magnaðar með handbæru fé og langtímaláni að upphæð 70 millj- ónir kr. Eignir sveitarfélagsins eru áætlaðar í árslok 2014 að andvirði 6.094 milljónir króna. Heildartekjur sveitarsjóðs Borg- arbyggðar og B-hluta fyrirtækja eru áætlaðar 2.967 milljónir króna á árinu 2014 en rekstrarútgjöld án fjármagnsliða 2.716 milljónir kr. Framlegð sveitarfélagsins verði því um 13%. Fjármagnsgjöld er áætluð 242 milljónir kr. Saman- tekin rekst rarniðurstaða Borgar- byggðar á árinu 2013 verður sam- kvæmt fjárhagsáætluninni jákvæð um níu milljónir króna. Skuldavið- mið Borgarbyggðar verður sam- kvæmt áætlun 128% í árslok 2014. Heildarskuldir og skuldbindingar eru áætlaðar 4.559 milljónir í árs- lok 2014. Afborganir langtímalána nema 225 milljónum og skuldir lækka um 63 milljónir á milli ára. Eigið fé sveitarfélagsins verður 1.532 milljónir kr. eða 25%. Á fundinum var samþykkt lang- tímaáætlun fyrir árin 2015-2017. Jafnvægi verður í rekstri sveit- arfélagsins samkvæmt langtíma- áætlun og óverulegar breytingar á skuldastöðu þrátt fyrir að Borgar- byggð muni verja 400 milljónum til að endurbæta og byggja við hús- næði Grunnskólans í Borgarnesi. þá S K E S S U H O R N 2 01 3 Heilslukoddar Dúnsængur Rúmföt og lök Í mjúka jóla- pakkann Stefnt að áframhaldandi traustum rekstri Borgarbyggðar Akraneskaupstaður hækkar einungis sorphirðugjöldin
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.