Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2013, Síða 14

Skessuhorn - 18.12.2013, Síða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2013 Nemendur við Háskólann á Bif- röst stofnuðu á dögunum femín- istafélag sem ætlað er að stuðla að auknu jafnrétti innan skólans og samfélagins. Félagið heitir „Femín- istafélag Bifrastar“ og er stjórn þess skipuð eftirfarandi einstaklingum: Gauti Skúlason er formaður, Stella Sif Jónsdóttir varaformaður, Ása María Guðmundsdóttir gjaldkeri, Jón Steinar Guðmundsson og Þór- dís Halla Guðmundsdóttir með- stjórnendur. Aðspurður um mark- mið félagsins sagði Gauta Skúlason formaður félagsins þetta: „Mark- mið félagsins er að auka jafnrétti og bæta þekkingu Bifrestinga á fem- inisma með því að halda málfundi og pallborðsumræður um hin ýmsu mál er fjalla um jafnrétti kynjanna.“ Félagið hefur stofnað hóp á Fa- cebook undir heitinu Femínista- félag Bifrastar og býður það alla velkomna að gerast aðilar að hópn- um og fylgjast þannig með starfi þess og einnig til þess að hafa áhrif innan þess. En fram kemur að fé- lagið er almennt og óháð félag sem starfar á lýðræðislegum grunni með það að leiðarljósi að allir félagar hafi jafnan rétt til áhrifa. mm Finnur Árnason rekstrarhagfræð- ingur hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri Þörungaverksmiðj- unnar á Reykhólum og hefur hann þegar tekið til starfa. Finnur er fæddur árið 1958. Hann er stúdent frá Menntaskólanum við Hamra- hlíð og búfræðingur frá Land- búnaðarháskólanum á Hvanneyri. Hann lauk B.Sc. námi í efnafræði við Háskóla Íslands árið 1985 og Fil. Cand. prófi í rekstrarhagfræði frá Háskólanum í Gautaborg árið 1988. Finnur hefur unnið fjölbreytt störf til sjávar og sveita og komið víða að stjórn og rekstri fyrirtækja, svo sem í sútun og harðviðarþurrk- un auk þess sem hann var um árabil framleiðslustjóri hjá Slippfélaginu, málningarverksmiðju. Finnur starfaði um þrettán ára skeið sem fjárfestingarstjóri hjá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins og sat í stjórnum fjölmargra fyrir- tækja f.h. sjóðsins, s.s. Sjávarleð- urs, Genís, Mentis Cura, Primex og fleiri. Hann hefur undanfar- in misseri starfað við sérfræðiráð- gjöf hjá ráðgjafarfyrirtækinu Kon- takt ehf. í verkefnum er lúta að leit að litlum iðnfyrirtækjum á Norð- urlöndum sem fýsilegt geti verið að kaupa og flytja til Íslands. Finnur er þriggja barna faðir, kvæntur Maríu H. Maack, líffræðingi og umhverf- isstjóra hjá Íslenskri Nýorku. mm Afar mikið verðfall hefur orðið á gráspleppuhrognum á þessu ári. Þau byrjuðu að lækka í verði í lok vertíðar 2012 og menn upplifðu eftir það nánast verðhrun á mörk- uðum með tilheyrandi sölutregðu. Þetta sést glöggt í útflutnings- tölum Hagstofunnar. Fyrstu tíu mánuði þessa árs er verð á söltuð- um grásleppuhrognum 42% lægra en það var á sama tímabili í fyrra. Útflutningsverðmæti hrognanna á tímabilinu janúar til október er 554 milljónir á móti 1,1 milljarði á sama tímabili í fyrra. Það bætir ekki úr skák að magnið hefur dreg- ist saman um eitt þúsund tunnur en það eitt og sér skýrir þó engan veg- inn þetta mikla fall í verðmætum. Megin ástæðan er verðfallið. Margþætt skýring á verðhruni Ýmsar skýringar eru á þessu mikla verðfalli. Snöggar og miklar verð- hækkanir urðu á tímabilinu 2009 til 2010 sem leiddi meðal annars til stóraukinna veiða. Afleiðing- arnar urðu offramboð á hrognum. Markaðurinn tók við sér fram yfir mitt ár 2012, en þá fóru kaupendur að kippa að sér höndum. Það dró verulega úr sölu, verð lækkaði og birgðir söfnuðust upp. Verðlækk- un til sjómanna hefur einnig kom- ið fram í lægra verði á fullunnum grásleppuhrognum til neytenda. Nú virðist hins vegar dæmið vera að snúast við í grásleppukavíarn- um. Landssamband smábátasjó- manna telur að lægra verð til neyt- enda sé nú farið að skila sér í auk- inni sölu. „Vonir standa því til að botninum sé náð og farið að grylla í betri horfur á markaði fyrir grá- sleppuhrogn. Þetta veltur þó allt á að veiði á næstu vertíð verði á hóf- legum nótum og hrognaframleiðsla ekki umfram eftirspurn,“ segir á vef samtakanna. „Verslanir virðast hafa keypt inn meira af kavíar nú fyrir þessi jól en í fyrra. Kavíarinn gæti alveg orðið eins konar tilboðsvara og það þarf í sjálfu sér alls ekki að vera neikvætt. Það myndi minnka birgðir og þannig hjálpa til við að koma betra jafnvægi milli fram- boðs og eftirspurnar,“ segir Örn Pálsson framkvæmdastjóri Lands- sambands smábátaeigenda. Samdráttur í veiðum og vilja hagræða Grásleppuvertíðin var í slakara lagi hjá grásleppusjómönnum á sunn- an- og vestanverðu landinu í vor, bæði hvað varðar verð og afla- brögð. Svipaða sögu var að segja annars staðar á landinu. Íslend- ingar veiddu alls um 8.700 tunn- ur af hrognum á þessari vertíð. Árið 2012 skilaði grásleppuvertíð- in 12.200 tunnum hér á landi. Örn Pálsson segir að Landssamband smábátasjómanna hafi nú lagt fram tillögu við stjórnvöld að mönnum verði heimilað að sameina veiði- leyfi á grásleppu. „Það er í grófum dráttum þannig að menn geti sam- einað tvö leyfi á einn bát. Hvert leyfi þýðir 32 dagar sem menn mega stunda veiðar. Ef veiðileyfi yrðu sameinuð þá kæmi á móti helmings skerðing á dagafjölda seinna leyfisins. Tvö 32 daga leyfi myndu þannig skila einu leyfi sem yrði þá 45 dagar. Með þessu von- um við að hægt verði að ná meiri hagræðingu í greininni. Þó að grá- sleppuveiðin hér á landi hafi dreg- ist saman um 29% á þessu ári mið- að við fyrra ár þá verður hið sama ekki sagt um helsta samkeppnis- aðila Íslands sem er Grænland. „Þeir hafa verið að veiða stöðugt um 9.000 tunnur á ári. Hins vegar hefur nánast engin veiði verið við Nýfundnaland síðustu fimm árin. Það er líka óveruleg veiði við Nor- eg en það skýrist kannski mikið af því að þeir hafa nóg að gera þar núna við að veiða þorskinn,“ seg- ir Örn Pálsson. mþh Heimili og skóli, SAFT og Vímu- laus æska - foreldrahús héldu fræðslufund í sal Fjölbrautaskóla Snæfellinga nýverið. Þar fóru þau Sólveig Karlsdóttir, Björn Rúnar Egilsson og Guðrún Björg Ágústs- dóttir yfir hættur sem leynast í samfélaginu fyrir börn og unglinga. Farið var vel yfir Internetnotkun barna og fleira í þeim dúr. Þessir aðilar eru nú á ferð um landið með þennan ágæta fyrirlestur enda leyn- ast hætturnar víða á uppvaxtarárun- um. tfk Páll S. Brynj- arsson sveitar- stjóri í Borgar- byggð upplýsti hlustendur Út- varps Óðals í Borgarnesi sl. föstudag um að hann hygðist ekki gefa kost á sér til starfa eftir kosningar í vor. Páll hef- ur verið sveit- arstjóri í Borg- arbyggð sam- fleytt í þrjú kjörtímabil. „Mér finnst þetta vera ákveðin tímamót í vor en þá hef ég verið sveitarstjóri í tólf ár. Það gæti verið gott bæði fyrir mig og samfélagið að ég dragi mig út úr þessu starfi. Mér og fjöl- skyldunni hef- ur líkað ágæt- lega hér enda er gott að búa í Borgarbyggð,“ sagði Páll í samtali við S k e s s u h o r n . Hann kvaðst aðspurður ekki hafa gert það upp við sig hvað tæki við hjá hon- um eftir næsta vor. mm Bæjarráð Grundarfjarðar sam- þykkti á fundi sínum nýverið að standa áfram að samstarfssamn- ingi sveitarfélaga á Vesturlandi um menningarmál. Það verði gert á sambærilegum grunni og upp- haflegur samningur frá árinu 2005 kveður á um. Bæjarráð telur að um- sjón með framkvæmd samnings- ins eigi að vera í höndum menn- ingarfulltrúa í 60% starfi, en fjár- málaumsýsla verði hjá skrifstofu SSV. Bæjarráð tekur í ályktun sinni undir niðurstöðu úttektar á fram- kvæmd menningarsamninga árin 2011-2013 sem Capacent vann fyrir mennta- og menningarmála- ráðuneytið. Þar segir að „það sé farsælt að stýra styrkveitingum rík- is og sveitarfélaga til menningar- starfs í einn farveg. Þá telja þeir, út- tektaraðilar, að úthlutun fjármagns heima í héraði á grundvelli stefnu- mörkunar og úthlutunarreglna auki fagmennsku og byggi þannig undir sátt um ráðstöfun fjármuna.“ Einn- ig segir í úttekt Capacent að menn- ingarsamningarnir hafi stuðlað að auknu samstarfi á sviði menningar- mála á svæðunum sjö í landinu, þ.e. innan hvers svæðis. Stuðlað hafi verið að aukinni nýsköpun og fjöl- breytni í menningu og menning- artengdri ferðaþjónustu. Á hverju svæði séu dæmi um verkefni, sem ekki hefði verið mögulegt að fram- kvæma nema með þeim stuðningi sem fékkst fyrir tilstuðlan menn- ingarsamninganna. þá Jóhannes Eyleifsson á Leifa AK frá Akranesi með væna grásleppu. Grásleppusjómenn vonast til að hafa náð uppspyrnu í botni markaðar Björn Rúnar Egilsson flytur erindi sitt. Héldu fyrirlestur um hættur netheima Femínistafélag stofnað á Bifröst Vilja áfram samstarf um menningarmál innan SSV Finnur Árnason ráðinn framkvæmdastjóri Þörunga- verksmiðjunnar Páll hyggst ekki gefa kost á sér eftir næstu kosningar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.