Skessuhorn - 18.12.2013, Qupperneq 22
22 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2013
Óskum viðskiptavinum okkar
gleði legrar hát íðar og þökkum
viðskipt in á ár inu.
Reyk jav í k ı Ak ranes ı Í sa f jö rðu r ı B lönduós ı Sauðá rk róku r
Aku rey r i ı Eg i l s s tað i r ı Reyða r f jö rðu r ı Se l foss ı Ves tmannaey ja r
Jón Haukur Hauksson hdl.
jonhaukur@pacta.is
K i r k jub rau t 12 ı 300 Ak ranes ı s ím i 440 7900 ı www.pac ta . i s
Síðustu vikurnar hefur þeim farið
fjölgandi fyrirtækjunum sem hafa
áhuga á athafnasvæðum á Grund-
artanga. Frá haustinu hafa bæst við
tvö fyrirtæki sem óska eftir lóð til
starfsemi á Grundartanga, að sögn
Gísla Gíslasonar hafnarstjóra Faxa-
flóahafna. Það er fyrirtæki sem
framleiðir sólarkísil en áður hafði
dótturfyrirtæki Elkem sýnt þeirri
framleiðslu áhuga. Þá hafa for-
svarsmenn fyrirtækis sem hyggja
á framleiðslu álvíra sett sig í sam-
band, að sögn Gísla. Þessa dagana
er verið að skipa upp stálþili vegna
stækkunar hafnarinnar á næsta ári
og lengingu viðlegukants um 120
metra.
Fyrr á árinu voru það félög og
fyrirtæki sem sýndu m.a. áhuga á
framleiðslu eldsneytis úr timbri og
trjákurli og framleiðslu lífdísils sem
óskuðu eftir afhafnasvæði. Gísli
segir að vegna áhuga fyrirtækja á
athafnarými á Grundartanga séu
Faxaflóahafnir í samningaviðræð-
um um stækkun athafna- og iðn-
aðarsvæðisins í Katastaðalandi sem
er í eigu Faxaflóahafna. Hann segir
að þau verkefni sem áhugaverð eru
í þessu sambandi séu öll þess eðl-
is að um þau gætu orðið í góðri sátt
út frá umhverfissjónarmiðum. Gísli
segir fyrirspurnir frá mörgum að-
ilum um athafnasvæði á Grund-
artanga sýni að ýmsir horfi hýru
auga á Tangann sem ákjósanleg-
an stað fyrir hafnsækna starfsemi.
„Við verðum að taka mið af þessu
þó ljóst sé að ekki verða allar hug-
myndir af veruleika,“ segir Gísli.
þá
Á fundi sveitarstjórnar Borgar-
byggðar 12. desember sl. var eftir-
farandi bókun samþykkt samhljóða:
„Sveitarstjórn Borgarbyggðar ítrek-
ar enn mikilvægi þess að Landbún-
aðarháskóli Íslands haldi sjálfstæði
sínu og að skólanum verði tryggðar
fjárveitingar til að geta sinnt hlut-
verki sínu áfram sem sjálfstæður
skóli. Sveitarstjórn Borgarbyggðar
leggst alfarið gegn þeim hugmynd-
um að Landbúnaðarháskólinn fari
undir stjórn Háskóla Íslands og
óttast að með því dragi verulega úr
umfangi starfseminnar á Hvann-
eyri og þar með væri vegið að at-
vinnulífi í Borgarbyggð og mennt-
unarmöguleikum þjóðarinnar. Ný-
leg gæðaúttekt sýnir óyggjandi að
gæði námsins á Hvanneyri standist
alla staðla og því falla þau rök sem
hafa verið nefnd að fagmennsku
skorti. Einnig hefur verið sýnt fram
á að fjárhagslegur ávinningur er
enginn, frekar að það komi til við-
bótarkostnaðar. Því hafnar sveit-
arstjórn alfarið hugmyndum um
sameiningu LBHÍ og HÍ og hvet-
ur mennta- og menningarmálaráð-
herra til að hlusta á þau fjölmörgu
rök sem fram hafa komið og endur-
skoða afstöðu sína.“
mm
Í nýju frumvarpi Hönnu Birnu
Kristjánsdóttur innanríkisráðherra
er lagt til að sýslumannsembætt-
um verður fækkað úr tuttugu
og fjórum í níu og lög-
reglustjóraemb-
ættum úr fimmtán
í átta. Í frumvarp-
inu er gert ráð fyr-
ir að taka bæði lög-
gæslu og ákæruvald
frá sýslumönnum.
Ekki liggur fyrir að
svo stöddu hvern-
ig sameiningunum
verður háttað, en það
er ekki útlistað í frumvarp-
inu. Hanna Birna Kristjánsdóttir
innanríkisráðherra hefur í samtöl-
um í fjölmiðlum sagt að hún búist
ekki við að til uppsagna komi til að
byrja með. Starfssvið sýslumanna
muni taka miklum breytingum og
stefnt er að hagræðingu. Ráð-
herra segir að embættin þurfi
að efla og nauðsynlegt
að stækka þau til að
það markmið ná-
ist. Með tillögum í
framvarpinu sé tek-
ið mið af þeim breyt-
ingum sem orðið
hafa í landinu síð-
ustu árin, bættum
samgöngum, meiri
tölutækni og fleiru
sem auðveldi samskipti
á stærri svæðum. Kjörað-
stæður séu til að fara í þessi stærri
verkefni segir Hanna Birna og tel-
ur starfssvæði sýslumanna meðal
þeirra. þá
Jóladægurlögin sem allir þekkja,
saman komin á glæsilegum jólatón-
leikum þar sem andi Frank Sinatra
og Bing Crosby svífur yfir vötnum
verður á dagskrá jólahátíðar Kal-
mans listafélags. Hinn stórgóði
söngvari, Þór Breiðfjörð verður að-
algestur listafélagsins og með hon-
um koma þeir Kjartan Valdemarsson
píanóleikari og Jón Rafnsson kontra-
bassaleikari. Kór Kalmans verður í
stóru hlutverki og fleiri góðir gestir
koma í heimsókn. Ingþór Bergmann
Þórhallsson verður kynnir og spjall-
stjórnandi kvöldsins enda er hann
einstaklega viðræðugóður eins og
Þór Breiðfjörð.
Hólmarinn Þór Breiðfjörð er einn
af þessum gullbörkum sem við Ís-
lendingar eigum. Hann var valinn
söngvari ársins árið 2012 fyrir hlut-
verk sitt í Vesalingunum og nú ný-
verið kom út geisladiskur með hon-
um sem nefnist Á ljúfu kvöldi.
Tónleikarnir fara fram í Bíóhöll-
inni á Akranesi laugardaginn 28.
desember og hefjast klukkan 17:00.
Aðgangseyrir er kr. 2.500 en Kal-
mansvinir greiða 2.000 kr. Forsala
er hafin í versluninni Bjargi við Still-
holt og í Vinaminni. Einnig er hægt
að panta miða með því að senda
tölvupóst á kalmanlistafelag@gma-
il.com. Kalman bendir á að þetta er
alveg tilvalin jólagjöf. Gefðu jólagjöf
sem gleður! -fréttatilkynning
Kalman listafélag heldur jólahátíð
í Bíóhöllinni 28. desember
Í undirbúningi að fækka embætt-
um sýslumanns og lögreglustjóra
Fjárhagslegur ávinningur
enginn af sameiningu
Frá Grundartanga. Ljósm. Áskell Þórisson.
Aukin spurn eftir athafnasvæðum
á Grundartanga