Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2013, Blaðsíða 42

Skessuhorn - 18.12.2013, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2013 Krossgáta barnanna 2013 Oft hefur verið sagt að jólin séu há- tíð barnanna. Langflest börn eru jólabörn og hlakka mikið til hátíð- arinnar sem senn gengur í garð. Að- ventan er oft lengi að líða að þeirra mati og þá sérstaklega aðfangadag- ur sjálfur. Blaðamaður Skessuhorns fór á stúfana og hitti nokkur börn á Akranesi og spurði þau að því hvað það væri helst sem þau hlökkuðu til fyrir jólin. Það vildi svo skemmti- lega til að nokkur þeirra eru sann- kölluð jólabörn og eiga afmæli al- veg í kringum jólahátíðina. Spenn- an er því í hámarki á þeirra heimil- um í kringum jólin. Andri Páll Einarsson, 10 ára. „Ég hlakka mest til að fá gjafirnar og borða jólamat. Ég hlakka líka til að fá eitthvað í afmælisgjöf en ég á afmæli 21. desember. Á aðfangadag finnst mér gaman að fara í flottu fötin og segja gleðileg jól við alla. Svo er líka skemmtilegt að gefa gjafir því þá verða hinir svo glaðir sem opna þær.“ Kristín Vala Jónsdóttir, 9 ára „Ég hlakka mest til að opna pakk- ana. Ég hlakka líka til að gefa litla bróður mínum pakka, hann verð- ur örugglega mjög glaður. Ég fæ að hjálpa til við að velja gjöf handa honum.“ Björk Davíðsdóttir, 8 ára. „Ég hlakka mest til að fá pakkana. Ég á litla systur sem er tveggja ára og ég hlakka líka til að gefa henni bangsa, sem ég er að sauma alveg sjálf, í jólagjöf. Bangsinn er með vasa framan á til að geyma eitthvað í og ég byrjaði á að sauma vasann.“ Óli Rafn Óskarsson, 6 ára. „Ég hlakka mest til að opna gjaf- irnar og til að hafa snjó úti um jól- in. Vonandi kemur ekki rigning á morgun!“ Sigurður Andri Óskars- son, 10 ára. „Ég hlakka mest til að eiga afmæli en ég á afmæli á aðfangadag. Og svo hlakka ég líka til að opna gjaf- irnar, bæði afmælis- og jólagjafirn- ar. Ég fæ afmælisgjafirnar fyrst en opna jólagjafirnar seinna.“ Freyja Sif Eiríksdóttir, 5 ára (verður 6 ára 27. desember). „Að baka og halda upp á afmælið mitt. Og opna pakkana, það er svo gaman.“ Aþena Ósk Eiríksdóttir, 12 ára. „Ég hlakka mest til að komast í jólafrí. En líka til að opna gjafir– nar og til að baka kökur.“ „Ég hlakka svo til...“ Síðastliðinn fimmtudag tóku starfs- menn Ríkissjónvarpsins upp jóla- messu í Hvanneyrarkirkju í Borg- arfirði. Messan verður sýnd á RUV að kvöldi aðfangadags jóla. Ákveðið hafði verið að messan yrði að þessu sinni tekin upp úti á landi og bár- ust böndin fljótt að Hvanneyri og er sú staðsetningin ekki tilviljun. Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sig- urðardóttir, hóf prestskap sinn á Hvanneyri og þjónaði þar frá 1986 til 1994. Eins og kom fram í viðtali við séra Agnesi í Skessuhorni eftir að hún tók við starfi biskups, þá ber hún afar sterkar taugar til Hvann- eyrar. Þar átti hún góð ár, bæði sem prestur og þar uxu börn hennar úr grasi. Meðfylgjandi myndir tók Ás- kell Þórisson þegar hátíðarguðs- þjónustan var tekin upp. mm Jólamessan sungin í Hvanneyrarkirkju Líkt og við bjóðum upp á krossgátu fyrir fullorðna, til að spreyta sig á yfir jólin, geta börnin reynt fyrir sér líka. Hægt er að senda inn réttar lausnir og verður einn heppinn vinningshafi dreginn út. Hlýtur sá að launum Vísindabók Villa, eina vinsælustu bókina fyrir þessi jól. Réttar lausnir sendist Skessuhorni, merkt; Skessu- horn, “Krossgáta barnanna,“ Kirkjubraut 54, 300 Akra- nesi. Nauðsynlegt er að póstleggja lausnina í síðasta lagi fimmtudaginn 9. janúar nk. Tilkynnt verður um vinningshafann í þriðja tölublaði nýs árs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.