Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2013, Blaðsíða 54

Skessuhorn - 18.12.2013, Blaðsíða 54
54 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2013 Stundum virðast forlögin og hend- ingar ráða því hvar fólk setur sig niður til framtíðar búsetu. Þann- ig virðist það hafa verið með Jón Trausta Markússon rafvirkja í Búð- ardal. Jón ætlaði ekki að fara í raf- virkjun en atvikin höguðu því þann- ig að hann valdi þá námsgrein frekar en aðra sem var í sigtinu. Frá þeim tíma hefur Jón nánast unnið ein- göngu að rafvirkjun á sínu heima- svæði. Jón Trausti hefur starfað af áhuga að sinni iðn alla tíð og á að auki nokkur áhugamál, eða „dell- ur“ eins og hann kallar. Meðal ann- ars er hann forfallinn skákáhuga- maður. Sérstaklega eru í uppáhaldi hjá honum undrabörnin í skák- inni. Hann dýrkaði Fischer og fór í júlí 2008 til að votta honum virð- ingu í Laugardælakirkjugarði í Flóa þar sem skákmeistarinn fékk hinstu hvílu. Sem lítið dæmi um það þegar dellan yfirtekur tímaskynið var dag- inn sem norska undrabarnið Magn- us Carlsen háði úrslitaskákina við þá ríkjandi heimsmeistara, Anand og hafði hann undir. Þá hafði Jón ætlað í níræðisafmæli til Reykja- víkur en komst ekki af stað fyrr en seint og um síðir þrátt fyrir ítrek- aðar ábendingar betri helmingsins um að tíminn stæði ekki í stað. „Ég festist gjörsamlega yfir skákinni og upplifði nú í annað sinn 13. skák Fischers og Spasskys. Mér var ekki rótt undir lok skákarinnar þegar ég taldi Carlsen horfa framhjá þrá- skákarmöguleika sem hefði tryggt honum hálfa vinninginn sem hon- um dugði. En hann vildi greinilega meira og náði jafnteflinu sem hann þurfti,” segir Jón. Var heimavið til tvítugs Jón Trausti fæddist 21. apríl 1942 á Hafrafelli í Reykhólasveit. For- eldrar hans voru Markús G. Guð- mundsson sonur hjónanna á Hafra- felli, Guðrúnar og Guðmundar, og Bjarnveig Þorgerður Sveinsdótt- ir frá Hofsstöðum í Reykhólasveit. Þau áttu auk Jóns Trausta, Viðar Auðunn vélgæslumann í Sandgerði sem er þremur árum yngri. „Ég var heimavið til tvítugs. Barnaskóla- námið var í Reykhólaskóla hjá Jens Guðmundssyni sem var þar kennari og skólastjóri. Starfræktur var líka á Reykhólum unglingaskóli sem þeir beittu sér fyrir sr. Þórarinn Þór, Sveinn Guðmundsson bóndi á Miðhúsum og Sigurður Elíasson tilraunastjóri RALA á Reykhólum, höfundur texta við Litlu fluguna hans Fúsa.“ Jón Trausti segist hafa stundað ýmsa vinnu á heimaslóðum fram til tvítugs, svo sem í tilraunastöðinni á Reykhólum t.d. að sinna hlunn- indanytjum með Sigurði Ólafssyni og síðar Halldóri Kristjánssyni. „Vorið 1958 tók ég ásamt Leif Amo Larsen, dönskum sérfræðingi í út- ungun hænsfugla, þátt í mesta æð- arfugladrápi sem fram hefur far- ið við Breiðafjörð. En þá var gerð tilraun með útungun og eldi æðar- fugls. Útungunin tókst vel en eldið síður og urðu mikil afföll af ungvið- inu. Skapaði þetta mikla vinnu hjá rannsóknaraðilum að finna út hvað hefði farið úrskeiðis. Svo vann ég í nokkurn tíma sem handlangari hjá trésmiðum en á þessum árum var talsvert byggt á svæðinu, einkum á Reykhólum. Síðan fór ég í Iðn- skólann. Tók þrjá fyrstu veturna í Reykjavík en í fjórða bekk var ég á Patreksfirði. Þangað var þá séra Þórarinn Þór kominn og var skóla- stjóri Iðnskólans ásamt því að vera prestur og prófastur.“ Tilviljun að rafvirkjunin varð fyrir valinu Jón Trausti segir að hugurinn hafi stefnt í bifvélavirkjun. „Það var búið að leggja drög að því að ég kæmist á samning í bifvélavirkjun. Föðurbróðir minn starfaði hjá því stóra fyrirtæki, Agli Vilhjálmssyni - „allt á sama stað hf.“ Hann var búinn að undirbúa að ég kæmist á samning þannig að leiðin var greið. En þá gerðist það að Stefán Einar Stefánsson rafvirkjameistari í Búð- ardal bað mig að aðstoða sig í eina til tvær vikur. Það var þá gríðarlega mikið að gera hjá Einari, sem gekk alltaf undir seinna nafni sínu, og hann þurfti að losa um mesta kúf- inn. Þessar tvær vikur urðu að rúm- um 23 árum og fljótlega bauð hann mér að koma á samning. Mér líkaði vel að vinna í rafmagninu og vildi líka gjarnan halda mér hér á heima- slóðum. Þannig að ég ákvað að læra rafvirkjunina. Það dróst nú samt að ég færi í sveinsprófið. Það gerðist ekki fyrr en vorið 1972 þegar ég var búinn að vinna í rafvirkjuninni í tæp tíu ár. Mér gafst síðan kost- ur á að fara á löggildingarnámskeið til að fá meistararéttindi. Á þessum tíma var einmitt meistaraskólinn að byrja, þannig að ég var meðal þeirra síðustu sem fengu meistararéttind- in upp á gamla mátann, án þess að fara í meistaraskóla.“ Gríðarlegur uppbyggingartími Á þessum tíma var byrjuð mik- il uppbygging í Búðardal. Bygging mjólkurstöðvar og heilmiklar fram- kvæmdir á vegum Kaupfélagsins, sláturhús, trésmíðaverkstæði, ein- býlishús fyrir kaupfélagsstjórann og fleira. „Meistari minn var með allar þessar byggingar og miklu fleiri til. Það var mjög mikið að gera í hús- byggingum þegar kom fram á átt- unda áratuginn og fram á þann ní- unda,“ segir Jón Trausti. Á þess- um tíma stækkaði byggðin mikið í Búðardal. Bændur og einstakling- ar réðust mikið í húsbyggingar upp úr 1970 og næstu árin. Þar á með- al byggði Jón yfir fjölskyldu sína við Lækjarhvamm 9. Jón er ein- mitt þessa mánuðina eða misserin að vinna að viðhaldi hússins, með- al annars að skipta um einangrun- arefni. Núna er það steinullin sem á að leysa plastið af hólmi í tréein- ingunum sem húsið var byggt úr frá Húsamiðjunni á sínum tíma. „Það er nauðsynlegt að gefa sér tíma í þetta núna, þannig að ég hef nóg að gera. En það er svo sem ekki þrifa- legt í kringum mann á meðan.“ Var laus við vinnu þegar leið á daginn Jón Trausti segist snemma hafa fengið áhuga fyrir skákinni. Í barn- æsku hafi hann mikið litið upp til Friðriks Ólafssonar og fylgst grannt með öllum mótum þar sem hann var meðal keppenda. „Fischer vakti líka snemma athygli mína. Fimm- tán ára gamall gerðist ég áskrif- andi að Chess Review þar sem stór mynd af Fischer prýddi forsíðuna. Ég passaði upp á þetta blað eins og sjáaldurs augna minna og geymdi það vel. Ég var síðan mjög spenntur þegar kom að heimsmeistaraeinvíg- inu sumarið 1972 milli Fischers og Spasskys. Ég fylgdist vel með en var samt lengi vel ekki að spá í að fara til Reykjavíkur og verða vitni að þessum stórviðburði. Föstudaginn 11. ágúst var ég að leggja rafmagn í hús á Reykhólum, þann dag var 13. skákin tefld og greint var vel frá framvindu hennar í hverjum frétta- tíma og milli dagskrárliða í útvarp- inu. Þetta var gríðarlega spennandi og sviptingamikil skák. Mannfórnir og flókin staða, maraþonviðureign sem endaði með sigri Fischers. Ég var mjög laus við vinnu þegar leið á daginn og sá að nú dygði ekki leng- ur fyrir mig að fylgjast með einvíg- inu heiman frá. Ég dreif mig því til Reykjavíkur þarna um helgina og fylgdist með 14. einvígisskák- inni í Laugardalshöllinni og líka þeirri fimmtándu. Þær voru báðar tilþrifalitlar, sérstaklega sú fyrri og greinilegt að þreyta var í skákköpp- unum eftir maraþon viðureignina í 13. umferð.“ Oft teflt hjá nafna frá Giljalandi Dellurnar eins og Jón Trausti kall- ar áhugamálin eru að minnsta kosti fjórar. Það er skákin, ljósmynd- un, bókasöfnun og gamlir bílar. Aðspurður hvort hann sem bóka- áhugamaður hafi þá verið mikill viðskiptavinur þekkts farandbóksala og poppsöngvara, segist Jón Trausti heldur betur hafa verið það. „Hérna í Búðardal tefldi ég við ýmsa, en engan samt eins mikið eins og ná- granna minn og vin Jón Jóhannes- son frá Giljalandi í Haukadal sem ég kallaði ætíð „Nafna.“ Hann og kona hans Þuríð ur Ólafsdótt- ir, Þura frá Skarði, bjuggu hérna á efri árum en eru nú bæði látin. Það var alltaf gaman að koma til þeirra og tefla og spjalla en bæði voru þau minnug og höfðu frá mörgu að segja. Aldrei brást kaffið og góm- sæta meðlætið hjá Þuru. Einu sinni sem oftar var ég hjá þeim að tefla, þá var bankað og síðan gengið inn. Þar var þá kominn Hebbi, Herbert Var viðþolslaus og fór því suður til að sjá síðustu skákirnar í einvígi aldarinnar Spjallað við rafvirkjann og skákáhugamanninn Jón Trausta Markússon í Búðardal Jón Trausti og kona hans Guðrún Konný. Við leiði meistara Fischers í Laugardælakirkjugarði í Flóa. Jón og Konný í gönguferð. Hluti afkomenda og fjölskyldu þeirra Jóns og Konnýar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.