Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2013, Qupperneq 57

Skessuhorn - 18.12.2013, Qupperneq 57
57MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2013 Gleðileg jól, gott og farsælt komandi ár Þökkum samskiptin á árinu skipulagningu á henni. Ég hef ver- ið í þessu af og til á þessu ári. Ég er því ekki alveg hætt þó ég fari ekki lengur niður á sjúkrahús. Kannski veit ég ekki enn hvernig það er að vera hætt að vinna,“ segir Stein- unn og skellir upp úr. Hún bætir því líka við að hún eigi þrjú ömmu- börn. Eitt í Noregi og tvö í Reykja- vík. Síðan hafi hún lesið heil ókjör af bókum eftir hún gat ráðið tíma sínum sjálf. Þetta tæpa ár sem lið- ið er frá starfslokum er því búið að vera gefandi á ótal vegu. „Ef maður er sprækur og hefur frumkvæði þá er nóg að gera.“ Steinunn segir að það sé góð til- finning að finna að það sé eftirspurn eftir því að nýta þá reynslu sem hún hafi aflað sér. „Núna hef ég frelsi til að velja og hafna ef mér býðst að taka að mér einhver viðfangs- efni. Ég hef hafnað verkefnum sem snúa að daglegri stjórnun, vil frem- ur sinna ráðgjafaverkefnum. Ég ræð mínum tíma sjálf. Hef sjálfsvald um að velja mér verkefni þar sem mér finnst ég hafa eitthvað uppbyggi- legt til málanna að leggja og ég tel að hægt sé að ná árangri.“ Bylting í skilvirkni heilbrigðiskerfisins Það er mjög fróðlegt að tala um heilbrigðismál við Steinunni Sig- urðardóttur. Reynsla hennar og þekking leynir sér ekki. Hún vill vekja athygli á þeirri þróun sem hafi átt sér stað á síðustu áratug- um. Þegar hún hóf störf við SHA árið 1972 voru þar alls 65 sjúkra- rúm. „Þeim fjölgaði í 96 árið 1977. Nýtingin var þó mikil, hátt í hundr- að prósent. Síðan varð fækkun um 1994 þegar kreppa reið yfir þjóðfé- lagið með tilheyrandi niðurskurði. Í dag er staðan svo sú að fjöldi sjúkra- rúma á Akranesi er helmingi færri en þau voru um 1980.“ Framfarir í læknavísindum, hjúkrunarfræði og reyndar öll- um stoðgreinum þeirra skýra að verulegu leyti þessa miklu fækk- un sjúkrarúma. Steinunn nefn- ir dæmi. „Hér áður fyrr lágu kon- ur sem komu inn í æðahnútaað- gerðir að jafnaði í sjö til tíu daga á sjúkrahúsinu. Í dag koma þær inn að morgni og fara heim að kvöldi. Síða vorum við kannski með hjarta- sjúklinga sem lágu í fleiri vikur þar sem þeir fengu ekki að hreyfa sig vegna ótta við að þeir fengju blóð- tappa. Nú er fólk bara sent í þræð- ingu og það fer heim daginn eft- ir. Fæðingarnar eru enn eitt dæmi. Konur lágu kannski inni í sjö sól- arhringa eftir að þær áttu börn. Nú fara þær kannski heim innan sólarhrings.“ Til skýringar rifjar hún einnig upp að hér áður var við lýði eins konar leguhvetjandi kerfi í heil- brigðisþjónustunni. Sjúkrahúsin fengu greitt frá ríkinu fyrir hvern legusólarhring sjúklinga. „Það borgaði sig ekki fyrir þau að vera með laus rúm og útskrifa fólk of snemma. Hugsunarhátturinn var því allt annar en í dag.“ Steinunn segir að þessi þróun gleymist oft í umræðunni um heil- brigðiskerfið. „Á mínum 40 ára ferli sem hjúkrunarfræðingur upp- lifði ég alveg ótrúlegar breytingar. Í umræðunni er sjaldan tekið til- lit til þeirrar staðreyndar að fram- leiðni heilbrigðisstofnana hefur margfaldast.“ Alvarlegur læknaskort- ur og hagræðingar- aðgerðir Að mati Steinunnar þá stend- ur heilbrigðiskerfið frammi fyrir tvenns konar vanda í dag. Allir viti um fjárhagsvandann vegna krepp- unnar. Minna sé hins vegar rætt um læknaskortinn. „Við verðum að opna augun. Það vantar lækna í landið í stórum stíl. Þetta er orðið mjög alvarlegt mál. Alltof margir læknar fara er- lendis. Of fáir sem vilja síðan fara út á land og vinna þar. Skorturinn til að mynda á heilsugæslustöðv- unum er mikill.“ Sem fyrrverandi hjúkrunarfor- stjóri með sæti í framkvæmda- stjórn síns spítala þá þekkir Stein- unn mjög vel til hagræðingarað- gerða undanfarinna ára. „Það á að fækka heilbrigðisstofnunum. Hafa þær stærri og með sterka stjórn. Það hefur verið umræða um að stjórnun þessara stofnana eigi að vera á forræði sveitarfélaganna sem skipi þá í stjórnir þeirra. Í dag eru framkvæmdastjórnir þar sem for- stjórarnir heyra beint undir ráðu- neytið. Að mínu mati þá á þetta að vera svona áfram. Það er farsæl- ast og skilvirkast. Það er ríkið sem rekur heilbrigðisstofnanirnar. Því er óeðlilegt að sveitarstjórnir nar skipi í stjórnir þeirra. Öðru máli gegndi ef sveitarstjórnirnar væru með reksturinn.“ „Í vinnunni varð ég sinna verk- efnum sem ég forðast ef ég hefði átt val. Ég dreg ekki dul á að síð- asta árið mitt sem hjúkrunarfor- stjóri var mér mjög erfitt. Við þurftum að loka heilli deild á Akranesi og segja upp 30 manns. Mín framtíðarsýn þegar ég var að hætta í fyrra var sú að árið 2012 yrði síðasta árið með niðurskurði. Eftir það gætum við hafið upp- byggingu, horft til nýrrar fram- tíðar og skipulags. Mér fannst ég geta hætt á þessum tímapunkti. Það væri búið að sameina stofn- anirnar og skapa HVE. Við vær- um komin með framtíðarsýn. Ný persóna gæti tekið við keflinu sem hjúkrunarforstjóri og hafið upp- bygginguna. Það urðu mér mik- il vonbrigði að sjá niðurskurð- arkröfu upp á 43 milljónir í fjár- lagafrumvarpinu fyrir 2014. Ég átti ekki von á því. Vonandi verður hún þó ekki svo mikil þegar þingið afgreiðir fjárlögin endanlega. Það er búið að skera alla fitu utan af HVE. Það er ekki hægt að ganga lengra nema fara í mjög róttækar aðgerðir.“ Ætla að stofna Holl- vinasamtök HVE „Heilbrigðismálin eru mitt hjart- ans mál. Ég hef mikinn áhuga á öllu sem lýtur að skipulagi þeirra til framtíðar. Ég saknaði þess alltaf þegar ég var stjórnandi innan SHA og síðar HVE að það væru eng- ir utanaðkomandi leikmenn sem gengju fram fyrir skjöldu og tækju frumkvæði að því að stofna holl- vinasamtök. Þetta væri góð stofn- un sem standa bæri vörð um. Mér fannst það ekki mitt hlutverk þeg- ar ég var stjórnandi að gera þetta. Nú þegar ég er hætt að vinna þá vil ég hins vegar fara í þetta. Ég fékk Gísla Gíslason, Sigríði Eiríksdótt- ur og Sævar Þráinsson með mér og við erum nú að undirbúa stofnun samtakanna. Við erum komin með drög að lögum en erum að velta fyrir okkur stærð svæðisins sem þau myndu ná yfir. Það eru þeg- ar fyrir hendi hollvinasamtök um heilbrigðisþjónustuna á ákveðnum stöðum sem starfsemi HVE nær yfir. Spurningin er hvort við ætt- um að stofna hollvinasamtök fyr- ir allt svæðið og fá hina til liðs við okkur, eða hvort menn vilji vera útaf fyrir sig á hverjum stað.“ Steinunn segir að stefnt sé að því að halda stofnfund í janú- ar. „Ég fæ alls staðar mjög mikl- ar og sterkar undirtektir þar sem ég hef rætt þetta. Ótrúlega stór hópur fólks hefur notið þjónustu á HVE, bæði sjúklingar og aðstand- endur. Stofnunin nýtur mikils vel- vilja. Þetta yrðu vonandi regnhlíf- arstamtök einstaklinga, félagasam- taka og fyrirtækja. Við sjáum fyrir okkur að hollvinasamtökin gætu aðstoðað stofnunina á ýmsan hátt svo sem í kaupum á stærri tækj- um. Ugglaust gætu svona samtök líka látið í sér heyra ef þeim þætti gengið nærri stofnuninni.“ Eins og sjá má á þessu viðtali er fráleitt að Steinunn Sigurðardótt- ir hafi lagt árar í bát þó hún hafi farið á eftirlaun. „Mér leiðist ekki neitt. Ef maður getur þá á maður alltaf að reyna að vera forgöngu- maður en ekki sporgöngumaður.“ mþh Steinunn þegar hún útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur árið 1972.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.