Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2013, Side 76

Skessuhorn - 18.12.2013, Side 76
76 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2013 Möguleg skrautsylgja Snorra fannst Edda Arinbjarnar á Húsafelli í Hálsasveit fann grunsam- legan hlut á árinu þegar hún var á fjallgöngu ásamt syst- ur sinni á Útfjalli skammt fyrir ofan Húsafellsbæinn seint í haust. Við nánari skoðun reyndist þetta vera aldagöm- ul skrautsylgja og er jafnvel talið að hún sé frá tímabilinu 1250-1400. Skrautsylgja sem þessi var samkvæmt heim- ildum notuð til að halda saman fatnaði eins og skikkju eða utanyfirflík, en einsýnt er að sylgjan hafi verið fag- urlega skrýdd, t.d. með perlum. Bendir það til þess að slíkar sylgjur hafi verið eign þeirra efnameiri í fortíðinni. Sé sylgjan jafn gömul og talið er má leiða að því líkum að þarna sé komin skrautsylgja sjálfs Snorra Sturluson- ar, enda sennilega fáir menn í Borgarfirði sem hefðu haft þann myndugleika að verða sér út um slíkan skrautmun á sínum tíma. Skrautsylgjan er nú í forvörslu hjá Þjóð- minjasafnsins þar sem uppruni hennar er til rannsóknar. Síldin snýr aftur Íslenska sumargotssíldin hóf að bunka sig inn á Breiða- fjörð í haust líkt og fyrri ár. Miðvikudaginn 20. nóvem- ber urðu sjómenn varir við torfur af stórri og fallegri síld inn á Grundarfirði og hófu veiðar. Tveimur dögum síð- ar var síldin loks kominn inn á kunnuglegar slóðir innan brúar í Kolgrafarfirði, mönnum í landi til mikillar óham- ingju. Yfirvöld í landi hófu umleitanir um hvernig hægt væri að fyrirbyggja nýjan síldardauða og ályktaði bæjar- ráð Grundarfjarðarbæjar m.a. að loka firðinum. Ekkert var tekið undir þá tillögu en þess í stað var ýmislegt reynt. Meðal annars að sprengja hvellhettur til að fæla síldina úr firðinum. Svo virðist sem töluvert minna sé af síld í Breiðafirði í haust en í fyrra. Þungir dilkar Ein af skemmtilegum fréttum haustsins var frásögn af þessum þrílembingum í eigu Geira bakara og frístunda- bónda í Borgarnesi. Reyndust þeir samanlegt gríðarþung- ir og látið í veðri vaka að um Íslandsmet væri að ræða. Strax tveimur dögum síðar var það met rækilega afsannað því annar frístundabóndi og ekki ómerkari, Óttar á Hellis- sandi, taldi sig eiga bæði þyngri og fallegri lömb en Geiri. Það er gleðilegt þegar vel gengur í sauðfjárræktinni. Lífleg líffræðikennsla í Stykkishólmi Hólmarar fara óhefðbundnar leiðir í kennsluháttum og var sú áhersla í hávegum höfð í kennslustund í líffræði á haustdögum. Þar lærðu nemendur um líffæri dýra og fengu tækifæri til að skoða ferskan innmat úr sauðfé þeg- ar sláturtíð stóð sem hæst. Hér sjást Hólmararnir Samú- el og Benjamín blása í lungu í tilraunaskyni á meðan Lár- us fylgist með.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.