Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2013, Síða 78

Skessuhorn - 18.12.2013, Síða 78
78 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2013 Fyrir tæpum tveimur árum tók ung kona frá Ólafsvík sig upp og flutti til Noregs. Hún starfaði þá sem fé- lagsráðgjafi á Akureyri. Noregs- förin var þó ekki farin til að vinna við það. Hugurinn stefndi til þess að verða kokkur á veitingastað. Það varð upphafið á ævintýri sem enn sér ekki fyrir endann á. Nú starf- ar hún í Englandi, á veitingastað í eigu Jamie Oliver. Hann er Ís- lendingum að góðu kunnur gegn- um matreiðslubækur og þætti í sjónvarpi. Hún hafði um árabil fylgst með störfum Jamie Oliver og dreymt um að vinna á einhverjum þeirra veitingastaða sem hann rek- ur. Hún átti þó aldrei von á því að draumurinn yrði að veruleika. En í fyrra hófst atburðarás sem varð til þess að nú upplifir hún drauminn. Fanney Dóra Sigurjónsdóttir er fædd og uppalin í Ólafsvík. „Ég tel mig vera hálfan Ólsara og hálfan Grundara. Mamma er úr Grund- arfirði og pabbi úr Ólafsvík. Hann heitir Sigurjón Bjarnason og er raf- virki í Ólafsvík. Móðir mín heitir Björg Bára Halldórsdóttir.“ Sjálflærð í matreiðslufaginu „Ég var í Ólafsvík alveg þar til ég lauk grunnskólanámi. Þá fór ég norður til Akureyrar þar sem ég lauk menntaskólaprófi. Þá lá leið- in aftur heim til Ólafsvíkur þar sem ég vann í tvö ár, og fór í spænsku- skóla á Spáni í nokkra mánuði. Eft- ir það fór ég svo í Háskóla Íslands og lærði þar félagsráðgjöf. Því námi lauk ég árið 2007 og flutti þá til Ak- ureyrar. Þar bjó ég til 2012 en þá flutti ég til Noregs. Fanney Dóra segir að hún sé sjálflærð í matreiðslufaginu, auk þess sem hún hafi fengið mjög góða kennslu og þjálfun hjá hinum ýmsu kokkum. „Ég var að vinna á Friðriki V. á Akureyri í aukavinnu. Áður en ég fór til Noregs hafði ég alltaf haft matreiðsluna sem slíka að aukastarfi með námi og annarri vinnu. Frið- rik Valur Karlsson eigandi á Friðrik V. og Hallgrímur Sigurðarson yfir- kokkur þar kenndu mér mjög mik- ið. Þeir eru mjög klárir og góðir að segja fólki til. Síðan hef ég verið að sanka að mér þekkingu. Matreiðsl- an er mitt helsta áhugamál.“ Margir lesendur kannast sjálfsagt við Hall- grím þar sem hann stýrir nú vinsæl- um matreiðsluþáttum á sjónvarps- stöðinni N4. Stefnan skyndilega sett til Noregs Árið 2012 starfaði Fanney Dóra í athvarfi fyrir fólk með geðrask- anir, sem Rauði krossinn á Akur- eyri rekur. „Það var haft samband við mig og ég spurð hvort ég hefði áhuga á að prófa vinnu yfir mesta ferðamannatímann sem kokkur úti í Noregi. Ég var mjög spennt fyrir því að breyta aðeins til með slíkum hætti en til þess að það yrði hægt varð ég að taka mér launalaust leyfi í nokkra mánuði. Helga Einars- dóttir yfirmaður minn í athvarfinu reyndist mér þá mjög vel. Hún vissi að eitthvað þessu líkt hafði lengi verið draumur hjá mér og studdi að ég fengi slíkt leyfi frá störfum. Ég fór því út og ætlaði bara að vera yfir sumarið.“ Staðurinn í Noregi þar sem Fanney Dóra fékk vinnu er 250 gesta hótel og veitingastaður í litlu þorpi sem heitir Kalvåg. Það stend- ur á eyjunni Fröya sem er und- an vesturströnd Noregs, nokkuð norðan við Sognfjörð. „Þetta er svona blanda af mat- sölustað og strandhóteli sem heit- ir Knutholmen. Hann stendur al- veg niður við höfnina þar sem eru litlar smábátabryggjur. Norðmenn stunda það mjög að sigla á bátum um sumartímann, þeirra smábátar eru eins og tjaldvagnarnir og hús- bílarnir á Íslandi. Gestirnir komu þannig oft siglandi og borðuðu hjá okkur. Þetta gekk mjög vel og var vinsælt. Í fyrrasumar var staðurinn kosinn í annað sæti yfir bestu gesta- hafnir Noregs. Það var mikið af ferðamönnum yfir sumartímann. Á veturna var svo mikið um ráðstefn- ur og fundi þarna, ekki síst hjá fólki sem starfar í olíuiðnaðinum,“ út- skýrir Fanney Dóra. Ein frá Íslandi í litlu sjávarþorpi Aðeins um 350 manns hafa fasta bú- setu allt árið í Kalvåg. Um sumar- tímann koma ferðamennirnir síðan og þá er víða þétt setinn bekkurinn. Fanney Dóra segir að vinnan og dvölin þarna hafi kennt henni mjög mikið. „Stundum borðuðu hátt í þúsund manns hjá okkur á dag. Ég kunni mjög vel við mig. Þetta var mikið ævintýri, góð reynsla og góður skóli. Við vorum mikið með sjávarfang sem hráefni sem ég lærði að vinna með. Við vorum við norð- anverðan Norðursjóinn og fengum afar góðan ferskan fisk og þykk- ar og flottar þorsksteikur sem við fengum úr flökunum. Þetta var fiskur sem var veiddur af bátum á þessu svæði. Síðan vorum við með lifandi humar í kerjum fyrir utan veitingastaðinn. Ef það kom pönt- un um humar þá fórum við bara og háfuðum upp úr kerjunum og mat- reiddum. Ég var mjög heppin að fá þetta tækifæri að kynnast því svona hvernig elda má sjávarrétti. Þarna spillti ekki fyrir að hafa alist upp í íslensku sjávarplássi eins og Ólafs- vík því þannig var ég vön góðum fiski og fersku hráefni. Að koma svo til Noregs þar sem líka er góður fiskur og fá að vinna með hann enn frekar en maður hafði gert heima var afar lærdómsríkt.“ Fanney Dóra var eini Íslending- urinn sem bjó og starfaði á þessari fallegu eyju við vesturströnd Nor- egs. „Hins vegar eru eitthvað um 70 Íslendingar í sjávarútvegsbæn- um Måløy sem er þarna aðeins norðar. Þar af er nokkur hópur ætt- aður úr Ólafsvík og þannig fólk sem ég kannaðist við. Sum þeirra unnu við sjávarútveg, einn rak verslun og annar opnaði nýlega hárgreiðslu- stofu þarna.“ Hún kunni afar vel við sig sem kokkur í Noregi. „Reyndar svo vel að ég ákvað að gera þetta að fram- tíðarstarfsvettvangi mínum, það er að vinna við matreiðslu á veitinga- stöðum.“ Átti átrúnaðargoð í matreiðslunni Fanney Dóra var komin til Nor- egs fyrir hálfgerða tilviljun þó hún vissi að hér með væri hún komin í sitt draumastarf. Hún hafði þó hug á því að stefna hærra. Heima á Ís- landi hafði hún lengi verið mik- ill aðdáandi breska kokksins Jamie Oliver. „Þegar sjónvarpsþættirnir hans Jamie voru sýndir á Íslandi fyrir einum 12-13 árum þá varð ég strax mjög heilluð af hans aðferðum við eldamennsku. Hann strípaði allt niður og leyfði hráefninu að tala. Var ekkert endilega að flækja mat- inn, en lagði áherslu á gott hráefni og tryggði að það væri alvöru bragð af matnum. Ég man að ég horfði á þessa þætti með ömmu minni heit- inni, Mettu Jónsdóttur, sem bjó í Geirakoti í Fróðárhreppi. Ég var svo hrifin af Jamie, mér fannst hann æðislegur. Hann var svona pínu smámæltur og ægilega sjarm- erandi. Ömmu fannst ekkert varið í Jamie því hann notaði puttana í allt. Henni þótti hann voða subbu- legur við þetta allt saman. Síðan á jólunum fékk ég fyrstu matreiðslu- bókina hans Jamie sem kom út á ís- lensku í jólagjöf frá ömmu. Þannig byrjaði ég að safna öllum bókunum hans og fylgdist með því hvað hann var að gera. Hann varð eins konar átrúnaðargoð í eldamennskunni.Ég hitti svo Jamie Oliver í eigin pers- ónu á Íslandi fyrir nokkrum árum. Þá kom hann til landsins og eldaði uppi á Vatnajökli fyrir breskt mat- reiðslutímarit. Ég mætti honum eiginlega á förnum vegi í Reykja- vík og við töluðum saman um mat í einn og hálfan tíma.“ Hafði Jamie Oliver ávallt í huga Örlögin höguðu því svo til að Fann- ey Dóra gleymdi aldrei Jamie Oliver og matargerðarlist hans. „Ég man að ég fór í heimsókn til Brighton á suðurströnd Englands fyrir nokkr- um árum sem fararstjóri með hóp af fólki með geðröskun. Þá varð ég mjög hrifin af borginni. Við fórum meðal annars út að borða á Jamie‘s Italian veitingastaðnum. Ég man að ég sagði í gríni við vin minn, sem einnig var fararstjóri með mér, að þegar ég flytti til Brighton þá ætlaði ég að vinna á þessum stað. „Þá kem ég og borða hjá þér,“ svaraði hann,“ segir Fanney Dóra og hlær við. „Síðan fylgdist ég öðru hvoru með heimasíðu Jamie Oliver, bæði á meðan ég bjó á Íslandi en líka og kannski ekki síst eftir að ég kom til Noregs. Þar skoðaði ég meðal ann- ars hvort einhver störf væru laus, bara fyrir forvitnissakir. Núna í maí Fanney Dóra Sigurjónsdóttir frá Ólafsvík: Félagsráðgjafinn sem fékk draumastarfið sem kokkur hjá Jamie Oliver Þessi mynd var tekin þegar Fanney Dóra hitti Jamie Oliver þegar hann var staddur hér á landi í ágúst 2004. „Ég hef þó ekki séð hann eftir að ég kom hingað til Brighton og ég steingleymdi að minnast á þetta þegar ég sótti um starfið. Reyndi bara að koma mér áfram á hæfileikunum og getunni. Kannski ég noti þetta til að koma mér aðeins ofar,“ segir Fanney Dóra brosandi þegar hún rifjar þetta upp. Fanney Dóra í Modalnum í Noregi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.