Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2013, Page 90

Skessuhorn - 18.12.2013, Page 90
90 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2013 Óskum íbúum Hvalfjarðarsveitar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári Þökkum ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða Hvalfjarðarsveit Íþróttabandalag Akraness óskar öllum sjálfboðaliðum, starfsmönnum og velunnurum íþróttahreyfingarinnar gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum fyrir mikið, ánægjulegt og fórnfúst starf og færum velunnurum okkar þakkir fyrir ómetanlegan stuðning. Íþróttabandalag Akraness - www.ia.is Óhætt er að segja að hjónin Guð- mundur Sigurðsson og Jónína Björg Magnúsdóttir á Akranesi hafi haft mörg járn í eldinum undanfar- in ár og áratugi. Gummi og Nína, eins og þau eru gjarnan kölluð, hafa um árabil komið víða við í íþrótta- og menningarmálum á Akranesi og víðar. Hjónin eru frumkvöð lar í uppbyggingu aðstöðu til keilu- iðkunar á Akranesi sem hefur leitt til þess að keiluspilarar á Akranesi eru nú í fremstu röð á landsvísu. Þá er Gummi mikill hagleiks- og hug- sjónarmaður og fékk menningar- verðlaun Akraness 2013. Hann er einna helst þekktur fyrir að vera öfl- ugur eldsmiður og hefur verið tals- maður þess félagsskapar á Íslandi og á Norðurlöndum og er Safna- svæðið í Görðum miðstöð félags- samtaka íslenskra eldsmiða í dag. Guðmundur er einnig mikill hag- leiksmaður. Við listsköpun er hann jafnvígur á tré, járn, bein og stein, en hann er auk þess lunkinn við að hlaða veggi. Guðmundur er húsa- og hljóðfærasmiður að mennt og spilar á fjölda hljóðfæra, svo sem bassa og harmonikku. Nína er einn- ig mikil tónlistarkona en hún bæði spilar á hljóðfæri og syngur. Blaða- maður Skessuhorns tók þessi dug- legu hjón tali á dögunum. Fallegasta barnið „Ég er fallegasta barn sem fæðst hefur á Landsspítalanum í Reykja- vík,“ segir Gummi glottandi, að- spurður hvaðan hann er. Hann er upprunalega frá höfuðborginni en að mestu leyti alinn upp á Vestur- landi og Hornströndum, þar sem hann var öll sumur í sveit. Nína er fædd og uppalin á Akranesi. „Ég er samt hálf af Vestfjörðum og hálf af Austfjörðum,“ segir hún. Hjónin hafa verið saman í þrjátíu ár en þau kynntust í skólaferðalagi í Hafnar- firði 1983. „Fjölbrautaskóli Vest- urlands var að heimsækja Flens- borgarskóla. Leiðirnar lágu svo saman á dansleik sem haldinn var um kvöldið, þegar hann bauð mér upp í dans,“ útskýrir Nína. Þrem- ur árum síðar eignuðust þau ein- eggja tvíburana Sigurð Þorstein og Magnús Sigurjón. Stuttu síð- ar ákváðu þau að leggja land und- ir fót og flytja til útlanda. „Ég klár- aði stúdentsprófið 1988. Þá voru margir í kunningjahópnum að eignast börn á svipuðum tíma og fjöldi fólks úr vinahópnum fluttist erlendis. Við ákváðum að flytja til Svíþjóðar þar sem ég ætlaði í nám. Ég lærði sænsk málvísindi og ensku en Gummi var heimavinnandi hús- faðir í Stokkhólmi á meðan. Dótt- ir okkar, Steinunn Inga, fæddist svo 1993 í Svíþjóð,“ segir Nína. „Við fluttum svo í bæ norðarlega í Sví- þjóð sem heitir Umeå. Þar vann ég á trésmíðaverkstæði sem fór tvis- var á hausinn og lagði stund á nám í hljóðfærasmíði,“ bætir Gummi við. Hann hélt áfram að smíða eft- ir að heim var komið og lauk prófi í húsasmíði á Íslandi. Getur smíðað úr flestu Það er fátt sem Guðmundur get- ur ekki smíðað. Hann er hljóð- færasmiður, húsasmiður, eldsmið- ur, bogasmiður og gerir skartgripi úr beini. Hann hefur meðal ann- ars smíðað og skorið út í tré margs- konar dýr sem staðsett eru í Garða- lundi. „Ég smíðaði íslenska fiðlu og langspil og ætlaði upphaflega að hafa þau til sýnis á Byggðasafn- inu á Akranesi. Þau enduðu á Þjóð- lagasetrinu á Siglufirði og eru þar til sýnis. Ég er lítið að smíða hljóð- færi í dag en er enn að gera við og laga.“ Guðmundur vinnur í Byggða- safninu í Görðum á Akranesi. Þar sinnir hann ýmsum verkefnum og viðhaldi ásamt tilfallandi smíði. Þar hefur hann komið á fót miðstöð fyrir félagssamtök íslenskra eld- smiða. „Ég fór að sýna eldsmíðinni áhuga rétt fyrir aldamótin. Ég byrj- aði á að fara á námskeið hjá Bjarna Kristjánssyni til að smíða mér verk- færi í hljóðfærasmíðina og ann- að. Ég gerði svo sverð og skildi til að byrja með en síðar meir fór að koma meira úr eldsmiðjunni,“ seg- ir hann. Undanfarin fimm ár hef- ur Íslandsmeistaramót eldsmiða verið haldið á Safnasvæðinu á sjó- mannadaginn og nú í ágúst var haldið Norðurlandamót eldsmiða á sama stað. „Þar komu sextíu er- lendir eldsmiðir og um fjörutíu ís- lenskir, ásamt fullt af gestum. Það var víst meira að gera á kaffihús- inu á Görðum en á Írskum dögum og Vökudögum samanlagt, það var svo mikið rennerí af fólki,“ útskýr- ir Gummi. Mótið tók fimm daga með námskeiðum og keppni. Slík mót eru haldin á tveggja ára fresti og hafði Gummi lagt drög að því fyrir nokkrum árum að halda slíkt mót hér. „Árið 2008 keppti ég á Norðurlandamóti í Svíþjóð, til að afla tengsla. Ég lenti þar í 2. sæti í opnum flokki. Svíarnir eru svo al- mennilegir. Sá sem vinnur er í fyrsta sæti og allir hinir eru bara í öðru sæti,“ segir hann kíminn. „Ég fór svo til Noregs fyrir tveimur árum sem dómari til að kynna mér framkvæmdina á mótinu,“ bætir hann við. Hann var um tíma for- maður Nordiska smidesrådet og er núna formaður félags íslenskra eld- smiða. Víkingar og miðaldir Hjónin eru einnig á kafi í land- námssýningum og víkingahátíðum. „Í kringum ´97 byrjuðum við að fara á landnámssýningar. Við vor- um á mörkuðum úti, meðal ann- ars að selja rúnahálsmen. Við héld- um svo bara áfram eftir að heim var komið. Ég var með handverkshús á Skólavörðustíg í Reykjavík í fimm ár og var að gera ýmsa minjagripi þar. Þarna var tækifæri til að gera meira,“ segir Gummi. Hjónin eru uppáklædd á slíkum hátíðum og í Hjón með mörg járn í eldinum Rætt við Guðmund Sigurðsson og Jónínu Björgu Magnúsdóttur á Akranesi Hjónin Gummi og Nína eru meðal annars frumkvöðlar keiluiðkunar á Akranesi. Hér eru þau stödd í keilusalnum á Vesturgötu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.