Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2013, Síða 97

Skessuhorn - 18.12.2013, Síða 97
97MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2013 Kveðjur úr héraði Um daginn áttaði ég mig á því að sennilega væri ég orðin Akurnes- ingur. Ekki að það hafi verið Akur- nesingar sjálfir sem stæðu í vegi fyrir því að taka mig inn í samfélagið hér á Skaga heldur fannst mér ég alltaf einhvern veginn að „heima“ væru æskustöðvarnar vestur á fjörðum. Minningum þaðan fer fækkandi og þær dofna með tímanum. Í stað- inn koma nýjar minningar og venj- ur frá nýjum stað sem smám saman taka sér bólfestu og verða að hefð- um. Jólaljós í Víðigrundinni, Út- varp Akraness, jólatréð á Akratorgi, ljósakross hjá Lions í kirkjugarðin- um og jólaundirbúningur í skólun- um er nú meðal þess sem mér þyk- ir nauðsynlegur hluti jólaundirbún- ingsins. Að eiga heima á Akranesi árið 2013 hefur verið gott. Hér hafa þó skipst á skin og skúrir eins og ann- ars staðar í mannlegu samfélagi og þegar litið er til baka yfir árið er við hæfi að hugsa til þeirra sem fallið hafa frá, misst ástvini sína, eða lent í erfiðleikum eða áföllum. Á slík- um stundum er gott að hafa bak- land í traustu og góðu samfélagi sem lætur sér annt um náungann. Á haustdögum héldum við Engla- mömmur á Akranesi styrktartón- leika til að bæta aðstöðuna á sjúkra- húsinu og í kapellunni fyrir þá sem missa börnin sín. Það var dásamlegt að finna þann hlýhug og áhuga sem við mættum hjá fyrirtækjum, stofn- unum og einstaklingum sem vildu leggja okkur lið og bæta aðstöðu þeirra sem missa börn sín. Málefni ungs fólks á Akranesi eru mér nokkuð hugleikin enda starfa ég með ungu fólki á hverjum degi. Í nóvember voru tvö grundvallar- plögg bæjarins í þessum málum gef- in út, Velferðarstefna Akraneskaup- staðar og Skólastefna Akraneskaup- staðar. Báðar stefnurnar voru unn- ar með helstu hagmunaaðilum er koma að störfum með börnum og ungmennum á Akranesi og fylgja þeim verkefnaáætlanir til efling- ar á málefnum ungmenna á Akra- nesi. Reyndar hefur skólastarf á öll- um stigum á Akranesi verið öflugt og metnaðarfullt og hefur árang- ur nemenda frá Akranesi verið með ágætum í könnunum. Tómstunda- starf ungmenna á Akranesi er einn- ig öflugt, tónlistarskólinn blómstr- ar í nýlegu húsnæði og félagsmið- stöðin Þorpið hefur eflst mikið við flutninginn í gamla tónlistarskóla- húsið. Mikið framboð er einnig hjá íþróttafélögum bæjarins og líklega er leitun að sveitarfélagi af þess- ari stærð sem býður upp á jafn fjöl- breytt tækifæri til íþróttaiðkunar. Myndarlega hefur verið staðið að uppbyggingu í nokkrum íþrótta- greinum en ljóst er að á næstu árum þarf sveitarfélagið að byggja upp og endurnýja aðstöðu svo bærinn geti staðið undir nafni sem íþróttabær. Þegar ungt fólk velur sér stað til búsetu eru margir þættir sem hafa áhrif á búsetuvalið. Þjónusta, at- vinna og samfélag hefur þar mik- il áhrif en einnig staðsetning. Stað- setning Akraness er svolítið sér- stök en um leið felast í henni mik- il tækifæri. Bærinn er stundum tal- inn með höfuðborgarsvæðinu og stundum ekki og Akranes stendur rétt við Hringveginn en er þó úr al- faraleið. Til þess að fá hingað gott fólk, fyrirtæki og ferðamenn þurf- um við því að vekja athygli á okkur og það er nokkuð sem að mínu mati hefur tekist vel á árinu. Nýr bæjar- stjóri hefur þar haft mikil áhrif og hefur henni tekist að mynda já- kvæða strauma í kringum bæjar- félagið og stofnanir þess. Nýlega er lokið stefnumótun- arfundi í atvinnumálum á Akra- nesi, verið er að gera átak í að fegra miðbæinn við Akratorg og í byrj- un næsta árs hefur verið auglýstur fundur um framtíðarskipulag Sem- entsverksmiðjureitsins. Í þessu öllu felast gríðarlega mikil tækifæri fyr- ir bæinn til framtíðar til að draga að nýja íbúa og ferðamenn. Neðri- Skaginn hefur alla burði til að verða aðdráttarafl fyrir Akranes eins og Akrafjall, Garðalundur, Langisand- ur og Vitinn, en nýting hans er frá- bært dæmi um hvað hægt er að gera hér í bæ. Þegar ég hugsa til baka yfir árið 2013 er aðdáunarvert hversu margt hefur verið í gangi á árinu í bæn- um okkar og á mörgum sviðum. Allt auðgar þetta bæjarlífið og ger- ir Akranes að því góða og jákvæða samfélagi sem ég kalla heimabæinn minn. Munum að stærsta gjöfin er lífið sjálft, förum vel með það og verum góð hvert við annað. Með von um ánægjulega jólahá- tíð og farsælt komandi ár. Hildur Karen Aðalsteinsdóttir, Akranesi. Desembermánuði fylgir jafnan mikið annríki í Stykkishólmi eins og víðar. Það fyrsta sem markar upphaf jólanna er jólabasar Kven- félagsins Hringsins sem hefur hald- ið í þá hefð að vera með jólabasar fyrsta sunnudag í aðventu. Þar selja kvenfélagskonur alls kyns varning auk þess sem þær bjóða upp á ekta súkkulaði og rjómapönnukökur til sölu. Einnig er í boði að veiða pakka. Það er gömul og skemmti- leg hefð sem komin er frá nunnum St. Fransiskus sem hér voru. Þessa fyrstu daga desembermán- aðar er ekki hægt að segja annað en að kuldinn hafi minnt verulega á sig. Það er langt síðan við höfum fengið svona mikið frost í jafn lang- an tíma. Miklu frosti fylgir gjarnan stillur sem í bland við snjóinn gerir allt mun jólalegra en ella. Vonandi sýnir þetta að við munum fá hvít jól í ár. Þá eru öll jólaljósin sem lýsa upp skammdegið kærkomin. Á hverju ári berst Stykkis- hólmsbæ jólatré að gjöf frá vina- bænum Drammen í Noregi. Tréð er staðsett í Hólmgarði. Þann 5. desember síðastliðinn sáu nem- endur fyrsta bekkjar um að kveikja á trénu en það er skemmtileg hefð sem þau eru mjög spennt fyrir. Þá er það fastur liður á aðventunni að tónlistarskólinn heldur fjölda tón- leika. Að mínu áliti eru engin jól án þess að fara í Norska húsið á aðventunni. Ég er viss um að margir Hólmarar eru sammála mér hvað það varðar. Nú fyrir jólin eru þar tvær sýning- ar, handgerðir jólasveinar eftir Kol- brúnu Guðjónsdóttur og málverk eftir Bryndísi Arnardóttur (Billu). Ásamt því að krambúðin er opin. Eins og svo víða í þjóðfélaginu hef- ur rekstrarumhverfi safna verið erf- itt síðustu ár. Það á við um Byggða- safn Snæfellinga og Hnappdæla í Norska húsinu. Ákveðið hefur ver- ið að snúa vörn í sókn þrátt fyrir lítið fjármagn og finnst mér safn- ið vera á réttri leið. Nýlega opnaði hér ný vinnustofa í kjallara Tang og Riis. Bætist hún í hóp gallería og vinnustofa sem fyrir er. Ég get óhikað mælt með því að fólk komi í Stykkishólm og eyði einni helgi á aðventunni og nýti sér einhvern af þeim ótal gistimöguleikum sem eru í boði og kíki á söfnin og galleríin/ vinnustofurnar sem hér eru. Margir eins og ég hafa líklega tal- ið að við værum farin að sjá fram úr þeim erfiðleikum sem hrunið árið 2008 hefur haft á samfélagið. En með áherslum nýrrar ríkisstjórnar er ljóst að enn þarf að herða sult- arólarnar á sjúkrastofnunum og menntastofnunum svo dæmi séu tekin. Enn eitt árið er þeim gert að skera niður en segja má að þar sé komið inn að beini. Ég er ugg- andi um þau áform sem uppi eru að flytja þá starfsemi sem er á Dvalar- heimilinu við Skólastíg í húsnæði sjúkrahússins við Austurgötu. Þau hafa því miður verið slegin út af borðinu í fjárlagafrumvarpinu sem nú er til umræðu á Alþingi. Af orð- um fjármálráðherra í þætti um dag- inn mátti þó heyra að von væri á einhverjum breytingum á fjárlið- um sjúkrastofnana. Vonandi fáum við Hólmarar góðar jólakveðjur frá fjárlaganefnd um þessi jól til handa eldri borgurum okkar sem eiga allt gott skilið. Því við þann aðbúnað sem nú er verður varla hægt að búa mikið lengur. Að lokum langar mig að senda hugheilar jólakveðjur til allra á Vesturlandi með ósk um að nýtt ár færi okkur öllum gæfu og gengi. Berglind Axelsdóttir. Kveðja að heiman Hér húmar að hausti á Akranesi. Ljósm. Friðþjófur Helgason. Jólakveðja úr Stykkishólmi Frá Stykkishólmi. Ljósm. Friðþjófur Helgason.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.