Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2013, Blaðsíða 98

Skessuhorn - 18.12.2013, Blaðsíða 98
98 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2013 Þá er enn eitt árið bráðum búið. Alltaf finnst manni það gerast allt- of hratt en það er sjálfsagt bara gott því ástæðan fyrir því að tíminn líð- ur hratt er oftast sú að það er eitt- hvað skemmtilegt að gerast. Fyrir mig er þetta búið að vera skemmtilegt ár. Það sem stendur upp úr, sem reyndar gerðist hins- vegar ekki á árinu, þó það stæði til, gerðist hálfum mánuði fyrir ára- mót. Þá fæddist lítil ömmustelpa (fyrsta barnabarnið) átjánda des- ember en hún átti ekki að koma í heiminn fyrr en í byrjun janúar. Þetta ár hefur því að mestu farið að dást að þessari prinsessu, henni Bryndísi Huldu, dekra við hana og spilla henni. Og það er rétt að byrja! Það má segja að ömmustelpan fylli líka upp í tímabundið skarð hjá mér því miðjubarnið, Rúnar, sem er sautján ára, fór að heiman í haust og verður á Ítalíu þangað til í júlí á næsta ári sem skiptinemi á vegum AFS samtakanna. Sannarlega ævin- týri fyrir hann en svolítið erfitt fyr- ir móðurina til að byrja með. Það er hinsvegar gaman að fylgjast með honum úr fjarlægð upplifa svo ótal margt nýtt. Við þrjú sem eftir erum í kotinu fórum í litla reisu til Noregs í sum- ar og vorum þar í hálfan mánuð hjá mágkonum mínum tveimur og mági. Keyrðum við þar á milli staða og skoðuðum drjúgan hluta af þessu fallega landi. Síðan er það hefð að eyða hluta af sumarfríinu á mínum æskuslóðum í Skagafirði og þannig var það einnig þetta sumar- ið og að vanda var það býsna ljúft. Það er samt alltaf þannig að heima er best og síðustu tutt- ugu árin, og einu betur, hef- ur heima verið Borgarfjörðurinn. Fyrst Lundarreykjadalurinn og svo Borgarnes frá því vorið 2000. Iðu- lega heyrir maður talað um að hitt og þetta vanti í héraðið, ýmiskon- ar þjónustu á borð við afþreyingu og fleira slíkt. Sjálfsagt hef ég ein- hvern tíma tekið þátt í að kvarta en þegar ég lít til baka þá finnst mér varla hafa verið mikil þörf á því. Mér hefur ekki leiðst síðan ég kom hingað suður, hvorki í sveitinni né hér í Borgarnesi. Hér er alltaf eitt- hvað um að vera. Það fer kannski ekki alltaf hátt vegna þess að Borg- firðingar eru ekki alltaf að berja sér á brjóst og eru stundum full hóg- værir á meðan menn myndu hæla sér af minna í einhverjum öðrum sveitum. Það sem mér er kærast af menningarlífi héraðsins er Freyju- kórinn enda hef ég fengið að njóta þess að vera í þeim góða félags- skap. Árið í ár var rólegra hjá okk- ur Freyjunum en það síðasta þegar við fórum í tónleikaferð til Ítalíu. Við héldum þó áfram verkefninu „Syngjandi konur á Vesturlandi,“ með Kristjönu Stefáns og það hef- ur gengið frábærlega. Þessa dagana erum við svo að halda tvenna jóla- tónleika með Karlakór Kjalnesinga og það kemur manni endanlega í jólaskapið. Það er reyndar af nógu að taka í tónlistarlífinu hér, ekki síst í aðdraganda jólanna. Jólatónleikar Olgeirs, Theodóru og dætra er flott framtak og svo hlakka ég mik- ið til að sjá KK og Ellen í Land- námssetrinu í þriðja sinn. Það þarf ekki alltaf symfóníuhljómsveit og tonn af gervisnjó til að skapa jóla- stemningu! – Síðan bíð ég að sjálf- sögðu spennt eftir árlegum jóla- tónleikum uppsveitarinnar í Reyk- holtskirkju. Þegar ég flutti í Borgarnes var bærinn að breytast. Þá var þjón- ustan að flytjast úr gamla bænum, þar sem ég bý, og að Borgarfjarð- arbrúnni. Nánast daginn eftir að ég flutti þá fór kaupfélagið, sem var eiginlega í næsta húsi við mig, upp í Hyrnutorg. Þar með var mesta lífið farið úr gamla bænum og kannski full rólegt þar næstu árin á eftir. Undanfarin ár hefur hinsveg- ar heldur betur lifnað yfir honum á ný. Fyrst kom Landnámssetrið, svo veitingahús og fleira í Englend- ingavík og nú fyrir skemmstu var svo opnuð blómabúð og kaffihús í næsta húsi við mig þannig að ég get nánast teygt mig eftir blómvönd- unum út um gluggann! Þar á ofan eru ein þrjú gistihús og svo nátt- úrulega Hótel Borgarnes í hverf- inu þannig að manni líður eins og maður búi í stórborg á sumrin þeg- ar túristarnir spranga hér um göt- ur á kvöldin. Það er bara líflegt og skemmtilegt. Jólin eru samt alltaf skemmtileg- asti tíminn og aðventan ekki síðri. Í seinni tíð hefur maður lært betur að njóta hennar og fært jólaundir- búninginn framar þannig að mað- ur hafi desember að mestu frían til að njóta alls þess sem er í boði. Ég vona að aðrir lesendur Skessuhorns hafi líka tækifæri til þess að slappa af og njóta yfir hátíðarnar. Ég óska þeim öllum gleðilegra jóla, árs og friðar. Jólakveðja úr Borgarnesi, Guðrún Hulda Pálmadóttir. Nú líður að áramótum og því til- efni til að líta yfir farinn veg. Hér verður rifjað stuttlega upp menn- ingarárið í Grundarfirði sem var bæði fjölbreytt og skemmtilegt. Undirrituð er nýlega flutt í Grundarfjörð og nýtur þeirra for- réttinda að starfa með mjög breið- um hópi fólks. Bæjarbúar eru virkir þátttakendur í ýmsu félagsstarfi hér í bæ. Hér er starfandi Lionsklúbb- ur, kvenfélag, ungmennafélag og fleiri virk samtök og klúbbar. Það eru þessi félög sem leggja línurnar að ótalmörgum föstum menning- arviðburðum. Ekki má láta hjá líða að nefna einstaklingsframtakið. Á öðrum í aðventu var bæjarbúum til dæmis boðið á jólaskemmtun, þar sem fjölskylda hér í bæ bauð gest- um heim í garðinn sinn. Þar spjall- aði jólasveinninn við börnin og gaf þeim spennandi pakka, auk þess sem boðið var uppá heitt súkkulaði og piparkökur. Það er saman sem við byggjum bæinn okkar. Það er með samvinnu og samstarfi sem við búum til menningarlíf í litlu samfé- lagi. Margar hendur vinna létt verk og það á svo sannarlega við þeg- ar kemur að því að skipuleggja og framkvæma minni og stærri við- burði. Það fer lítið fyrir menning- ar- og félagslífi ef við tökum ekki virkan þátt í því sjálf. Sveitarfélagið leggur sitt af mörkum með því að láta í té Samkomuhúsið og ann- að húsnæði endurgjaldslaust fyr- ir hinar ýmsu uppákomur félaga- samtaka. Kirkjan stendur fyrir öfl- ugu barna- og unglingastarfi og fé- lag eldri borgara er virkur þátttak- andi í samfélaginu. Þorrablótið var á sínum stað í byrjun febrúar. Þá héldu Grund- firðingar bæði þjóðhátíðardaginn og sjómannadaginn hátíðlegan. Bæjarhátíðin „Á góðri stund í Grundarfirði“ var haldin í sum- ar með miklum glæsibrag eins og undanfarin ár. Veðrið lék við bæjar- búa og fór hátíðin vel fram. Í september voru haldn- ir sinfóníu tónleikar í Grundar- firði. Það var fransk-íslenska vin- ahljómsveitin FIFO sem hélt sína fyrstu tónleika. Kvöldið eftir spil- aði hljómsveitin fyrir fullum sal í Hörpu. Tónleikarnir voru einstak- ur viðburður þegar litið er til þeirra menningarviðburða sem eiga sér stað á landsbyggðinni. Rökkurdagar voru haldnir í byrj- un nóvember. Þar var boðið uppá fjölbreytta dagskrá með frönsku ívafi. Í kjölfar Rökkurdaga var kvik- myndahátíðin Northern Wave haldin, þar sem fjöldinn allur af er- lendum og íslenskum gestum sótti Grundarfjörð heim. Í byrjun des- ember var aðventunni fagnað, þar sem kvenfélagið var með veglegan markað, tilkynnt um íþróttamann ársins og tendrað á jólatrénu. Sama dag fagnaði Dvalarheimilið Fella- skjól 25 ára afmæli og var haldin mikil afmælishátíð. Deginum lauk svo með stórkostlegum tónleikum Stórsveitar Snæfellsness. Vinabæjarsamband Grundar- fjarðar og Paimpol er það sem stendur helst uppúr þegar litið er yfir árið. Á vormánuðum fór hóp- ur Grundfirðinga í heimsókn til Paim pol í Frakklandi. Grundfirð- ingar tóku síðan á móti bæjarstjóra Paimpol og fylgdarliði í septem- ber. Annar hópur heimsótti síðan Grundarfjörð í tilefni Rökkurdaga. Hér hefur verið stiklað á stóru og alls ekki nefnt allt það skemmti- lega starf sem hér hefur verið unn- ið í menningarmálum. Það er von mín að vinabæjarsamband Grund- arfjarðar og Paimpol haldi áfram að blómstra sem og menningarlíf Grundfirðinga. Með ósk um gleðilega hátíð og farsæld á komandi ári. Alda Hlín Karlsdóttir, menningar- og markaðsfulltrúi Grundarfirði. Kveðjur úr héraði Kveðja úr Grundarfirði Norðurljós við Kirkjufell. Ljósm tfk. Jólakveðja úr Borgarnesi Listaverkið Brák eftir Bjarna Þór Bjarnason á Suðurnesklettum í Borgarnesi. Ljósm. Friðþjófur Helgason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.