Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.2000, Qupperneq 14

Læknablaðið - 15.12.2000, Qupperneq 14
FRÆÐIGREINAR / ERFÐAGREINING Table 1. Results of auditory measurements of 15 patients with the diagnosis congenitat sensorineurat hearing loss (tCD ÍOH 90.5) participating in the study. All values are pure tone averages og 0.5,1 and 2 kHz. Hearing impairments is defined as >30 dB hearing toss. Individual Left ear dB Right ear dB i 108 102 2 55 57 3 103 107 4 105 102 5 53 57 6 110 95 7 86 86 8 90 95 9 38 42 10 77 73 11 103 107 12 98 102 13 110 113 14 50 47 15 85 85 vera af arfgengum toga í um 60-70% tilvika (4). Um 30% af arfgengri heyrnarskerðingu eru tengd ýmsum heilkennum (syndromes), en 70% eru án nokkurra annarra klínískra einkenna (5-7). Talið er að arfgeng heymarskerðing án tengsla við heilkenni erfist í 75% tilfella víkjandi, um 20-25% ríkjandi og í 1-5% tilvika er um kynbundnar eða hvatberaerfðir að ræða (8,9). Hvað varðar heyrnarskerðingu, sem kemur á efri árum og er oft tengd umhverfisáhrifum, svo sem hávaða eða lyfjagjöf, þykir sýnt að arfgengir þættir koma þar einnig við sögu (10-12). Pekking manna á arfgengum þáttum meðfæddrar heyrnarskerðingar án tengsla við heilkenni hefur aukist hratt á síðustu árum (5,6,9). Meingenaleit hjá fjölskyldum frá öllum heimsins hornum hafa sýnt að erfðabreytingar á tæplega 70 mismunandi litninga- setum geta komið við sögu, þegar um er að ræða heyrnarskerðingu án tengsla við heilkenni (13). Um 30 þeirra eru víkjandi set, önnur 30 eru ríkjandi, átta eru á X litningi og tvö eru í erfðaefni hvatbera. Sextán þessara gena hafa nú verið einangruð og raðgreind og er hlutverk þeirra prótína sem genin skrá mjög mismunandi (6,13). Þau geta verið hluti jónarásar, utanfrumuprótín, frumugrindarprótín og afritunarþættir, en nokkur þeirra hafa óþekkt hlutverk. Orsök arfgengrar heyrnarskerðingar án tengsla við heilkenni er langoftast að finna í geni konnexíns 26 (Cx26), sem er staðsett á litningi 13qll (14-17). Talið er að erfðabreytileikar í þessu geni valdi 20- 70% tilfella af meðfæddri heyrnarskerðingu (18-23). Einn erfðabreytileiki er áberandi algengasta orsök arfgengrar heyrnarskerðingar meðal Evrópubúa, en það er Cx26 35delG (brottfall á niturbasanum gúanín í stöðu 35 í geni Cx26) (18,19,24). Hjá ítölskum og spönskum einstaklingum með heyrnarskerðingu af völdum erfðabreytileika í Cx26 geni er þennan eina erfðabreytileika að finna hjá um 85% (19). Hingað til hafa uni það bil 35 erfðabreytileikar sem valda heymarskerðingu fundist í Cx26 geni og er algengi þeirra mjög mismunandi eftir þýðum (25). Prótínið, sem Cx26 genið skráir, er ýmist kallað konnexín 26 eða GJB2 (gap junction protein (32). Það tilheyrir stórri fjölskyldu þróunarlega skyldra himnuprótína og eru að minnsta kosti 16 mismun- andi gerðir konnexína að finna í manninum (26,27). Þau hafa þó öll svipaða byggingu og hlutverk. Sex prótínsameindir konnexína tengjast sín á milli í tvílagi frumuhimna og mynda sívalningslaga rás í gegnum þær. Slíkar rásir eru kallaðar konnexón. Konnexón geta ýmist verið samsettar úr einni gerð konnexína (homeomeric) eða úr tveimur eða fleiri mismunandi gerðum (heteromeric). Konnexón tveggja aðliggjandi frumna tengjast síðan sín á milli og mynda smárásir (gap junction channels) milli frumna. Jónir og minni sameindir geta borist í gegnum þessar rásir og koma þær þannig á mjög nánum samskiptum frumnanna. Smárásirnar eru ýmist opnar eða lokaðar og stjómast það af virkni í efnaskiptum viðkomandi frumna (26,27). Nýlega hefur verið sýnt fram á að erfðabreytileikar í genum konnexína 30 og 31 geta einnig á svipaðan hátt og í Cx26 orsakað heyrnarskerðingu án tengsla við heil- kenni (28,29). POU3F4 genið er staðsett á X-litningi, nánar tiltekið Xq21 (30-32). Erfðabreytileikar í geninu eru algengasta þekkta orsök heymarskerðingar sem erfist kynbundið (32-34). Tölvusneiðmyndir af innra eyra einstaklinga með heyrnarskerðingu af völdum erfðabreytileika í POU3F4 hafa í sumum tilfellum sýnt óeðlilega útvíkkun á innri heyrnargangi og við skurðaðgerðir hefur komið í ljós hækkaður vökva- þrýstingur í utanvessa (perilympha) og að ístað mið- eyrans er gróið fast í sporgati (oval window) (30,35). Prótínið POU3F4 er afritunarþáttur, sem tilheyrir stórri fjölskyldu þróunarlega skyldra afritunarþátta, sem nefnist POU, og er POU3F4 genið tjáð í mörgum frumutegundum, þó einkum í taugavef (32). Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvort og hvaða erfðabreytileikar í genum konnexíns 26 og í POU3F4 gætu verið orsök heyrnarskerðingar hjá Islendingum með meðfædda heyrnarskerðingu og án tengsla við heilkenni. Efniviöur og aöferðir Úrtak: I samvinnu við Félag heyrnarlausra, Foreldra- félag heyrnarlausra og Heyrnarhjálp var leitað eftir þátttöku með því að senda út kynningarbréf. Allir þátttakendur undirrituðu eyðublað um upplýst samþykki. Alls fengust 15 þátttakendur, sem upp- fylltu þau skilyrði að hafa meðfædda skyntauga- heymarskerðingu (sensorineural hearing impair- ment) af óþekktum toga (ICD 10 H 90.5) og að heyrnarskerðingin væri staðfest með heyrnar- mælingu hjá Heyrnar- og talmeinastöð íslands eða á háls-, nef og eyrnadeild Landspítala Fossvogi. 834 Læknablaðið 2000/86
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.