Læknablaðið - 15.12.2000, Side 16
FRÆÐIGREINAR / ERFÐAGREINING
Figure 4. Enzymatic mutation detection (EMD) (a) and nucleotide sequence analysis (b)
of PCR fragment 1 ofexon 2 (Ex2a) ofthe connexin 26 gene of individual with congenital
hearing impairment and control. Arrows indicate mismatch cleavage in the EMD assay
and variation in DNA sequence (T to C) resulting in a methionine (M) to threonine (T)
substitution at postition 34 in the connexin 26 polypeptide chain.
Homozygous 35delG Heterozygous 35delG Wild type
TCGA TCGA TCGA
Figure 5. Nucleotide
sequence analysis ofPCR
fragment 1 ofexon 2
(Ex2a) in the connexin 26
gene in two ofthe
individuals with congenital
hearing impairment and a
control. The affected liave a
homozygous and a
heterozygous deletion of G
at position 35 in the gene
causing translational
frameshift. The wild type
nucleotide sequence is also
shown.
sem niturbasinn C kemur í stað T í stöðu 101 í geninu
(mynd 4). Þessi breytileiki hefur í för með sér
amínósýruskipti í fjölpeptíðkeðju Cx26, þar sem
amínósýran treónín kemur í stað meþíóníns í stöðu
34 (M34T). Erfðabreytileikanum M34T hefur áður
verið lýst en hann er talinn valda ríkjandi
erfðamynstri, þó með mjög breytilegri sýnd (17,21).
Niðurstöður heyrnarmælingar þessa einstaklings
sýndu verulega skerta heyrn (um 55dB), en hann
hafði ekki fjölskyldusögu urn heyrnarskerðingu.
Raðgreining á PCR bút Ex2a hjá einstaklingum
númer átta og níu sýndi brottfall á G í stöðu 35 í geni
Cx26 (Cx26 del35G), en þessi erfðabreytileiki veldur
arfgengri, víkjandi heyrnarskerðingu og er algeng-
asta orsök afrgengrar heyrnarskerðingar eins og áður
sagði (mynd 5) (19,20,24). Cx26 del35G veldur les-
rammahliðrun (frameshift) og síðan stöðvun á þýð-
ingu mRNA. Þessi erfðabreytileiki veldur heyrn-
arskerðingu með víkjandi erfðamáta. Einstaklingur
númer átta var arfhreinn, en númer níu arfblendinn
(mynd 5). Því mátti búast við að finna annan
erfðabreytileika í geni Cx26 hjá einstaklingi númer
níu og gaf EMD merki um erfðabreytileika í bút
Ex2b. Niðurstöður heymarmælingar hjá einstaklingi
númer átta sýndu heymarskerðingu um 90 dB og var
saga urn skerta heyrn hjá nánum ættingjum.
Raðgreining á PCR bút Ex2b hjá einstaklingi
númer níu sýndi brottfall á þremur niturbösum í
stöðu 358-360 í geni Cx26 (358-360delGAG) (mynd
6). Erfðabreytileikinn veldur brottfalli á heilum
lesramma í mRNA og því einnig brottfalli á einni
amínósýru í fjölpeptíðkeðju Cx26 prótínsins, en það
er glútamiksýra í stöðu 119 (A119E). Þessum
erfðabreytileika hefur áður verið lýst sem orsök
arfgengrar heyrnarskerðingar með víkjandi erfða-
máta (20,40). Einstaklingur númer átta, sem ber
erfðabreytileikann 358-360delGAG á arfblendnu
formi, ber einnig Cx 35delG og hefur því svokallaða
samsetta arfblendni (combined heterozygosity).
Niðurstöður heyrnarmælingar einstaklings númer
níu sýndu heyrn um 40dB og hafði hann fjölskyldu-
sögu um heyrnarskerðingu.
Raðgreining á DNA bút Ex2a úr Cx26 geni, sem
gaf merki um erfðabreytileika, en var úr einstaklingi
sem notaður var sem viðmiðunarsýni, leiddi í ljós
arfblendni fyrir niturbasaskiptum þar sem T verður
C í stöðu -63 (-63T-*C) (mynd 7). Þar sem þessi
niturbasi er utan við kóðandi svæði gensins hefur
erfðabreytileikinn ekki í för með sér amínosýruskipti
í fjölpeptíðkeðju eða truflun í lesramma. Þessum
erfðabreytileika hefur ekki verið lýst áður, en þar
sem arfberinn hefur fulla heym er óvíst hvort
erfðabreytileikinn hafi klíníska þýðingu.
POU3F4 gen: Þrátt fyrir ítrekaða skimun með
EMD aðferð fundust ekki merki um erfðabreytileika
í POU3F4 geni hjá þátttakendum.
Umræöa
Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að, að
minnsta kosti þrír erfðabreytileikar í geni Cx26 valda
heyrnarskerðingu hér á landi, 35delG, 10IT > C, og
358-360delGAG. Einfölduð mynd af byggingu Cx26
og staðsetning þeirra erfðabreytileika, sem fundust í
rannsókninni, er sýndar á mynd 8. Auk þess fannst
nýr erfðabreytileiki í Cx26 geninu hjá viðntiðunar-
einstaklingi, -63T-> C, sem er staðsettur utan við
kóðandi svæði þess gens og er óvíst með klínískt vægi
hans. Engir erfðabreytileikar fundust í POU3F4 geni.
Erfðabreytileikar í Cx26 geni er algengasta
þekkta orsök meðfæddrar, arfgengrar heyrnarskerð-
ingar án tengsla við heilkenni (18,19,24). Þessi erfða-
breytileiki veldur lesrammahliðrun í þýðingu og því
myndast ekki fjölpeptíðkeðja Cx26 (mynd 8). Klínísk
einkenni arfhreinna einstaklinga með 35delG geta
verið frá tiltölulega vægri heyrnarskerðingu upp í
mikla (40-42). Við rannsókn á 82 fjölskyldum frá
Ítalíu og Spáni með víkjandi form arfgengrar
836 Læknablaðið 2000/86