Læknablaðið - 15.12.2000, Síða 18
FRÆÐIGREINAR / ERFÐAGREINING
einstaklingur, sem fannst í þessari rannsókn, var með
samsetta arfblendni með 35delG og tiltölulega væga
heyrnarskerðingu. Erfðabreytileikinn veldur brott-
falli á einni súrri amínósýru (glútamíni í stöðu 118),
sem er staðsett í þeim hluta fjölpeptíðkeðju Cx26,
sem er innan frumuhimnunnar og hefur með pH-
háða stjórnun á smárásinni að gera (mynd 8) (26,27).
Erfðabreytileikanum -63T-> C, sem fannst hjá
einum viðmiðunareinstaklingi með fulla heyrn, hefur
ekki verið lýst áður. Hann er staðsettur utan við
kóðandi svæði gensins og veldur því ekki
amínósýruskiptum. Hann er að öllum líkindum án
klínískrar þýðingar, en gæti þó hugsanlega haft áhrif
á hversu hratt mRNA Cx26 er brotið niður.
í rannsókninni fundust engir erfðabreytileikar í
geni POU3F4, en erfðabreytileikar í þessu geni eru
algengasta orsök heyrnarskerðingar, sem erfist
kynbundið.
Með vaxandi þekkingu á arfgengum þáttum
heyrnarskerðingar og þróun aðferða til að greina þá,
opnast möguleikar á að greina heyrnarskerðingu hjá
bömum fyrr og leggja mat á horfur. Miklivægt er að
greina snemma alvarlega heyrnarskerðingu hjá
börnum, þar sem fyrsta ár ævinnar er afgerandi í
málþroska þeirra. Þar sem margir erfðabreytileikar í
mörgum mismunandi genum geta orsakað heyrnar-
skerðingu þarf að þekkja þá erfðabreytileika sem eru
algengastir í viðkomandi þýðum. Þessi rannsókn
sýndi að, að minnsta kosti þrír mismunandi erfða-
breytileikar í Cx26 geni valda heyrnarskerðingu á
íslandi. Hún sýndi einnig að þar sem margir
þátttakenda höfðu fjölskyldusögu er full ástæða til
þess að leita skýringa í fleiri genum.
Þegar tekin er ákvörðun um að nota
erfðafræðilegar aðferðir við greiningu á orsök
heyrnarskerðingar þarf hafa í huga eftirtalin þrjú
atriði.
í fyrsta lagi eru gen sem tengjast heyrnar-
skerðingu mjög mörg og niturbasaröð flestra þeirra
hefur enn ekki verið ákvörðuð. Þetta gerir það að
verkum að ekki er hægt að bjóða upp á erfða-
greiningu, sem gefur öruggt svar við því hvort um sé
að ræða arfgenga þætti eða ekki.
í öðru lagi getur það verið tæknilega erfitt og afar
kostnaðarsamt að finna þann erfðabreytileika sem
veldur heyrnarskerðingunni þar sem leita þarf í
tugum gena. Með aukinni þekkingu á erfðafræði
heyrnarskerðingar og tæknilegum framförum má þó
búast við að í framtíðinni verði erfðagreining
öruggari, auðveldari og ódýrari en hún er nú.
í þriðja lagi skal hafa í huga að verulegur hluti
heyrnarskertra er ekki samþykkur því að erfða-
greiningu sé beitt við heyrnarskerðingu.
í ljósi ofangreindra atriða og þess, að meðferð,
sem beinist sértækt að orsökum arfgengrar heymar-
skerðingar, hefur ekki komið fram, ber lækni að meta
ábendingu fyrir erfðagreiningu í hverju einstöku
tilfelli fyrir sig og nýta sér erfðaráðgjöf faglærðra eftir
kostum.
Þakklr
Höfundar vilja þakka öllum þátttakendum í
rannsókninni, Félagi heyrnarlausra, Foreldrafélagi
heyrnarlausra, Heyrnarhjálp, Málfríði Gunnars-
dóttur, Einari Sindrasyni yfirlækni og Heyrnar- og
talmeinastöð Islands.
Verkefnið var styrkt af Vísindasjóði Sjúkrahúss
Reykjavíkur.
Heimildir
1. Nadol JB. Hearing loss. N Engl J Med 1993:15; 1092-102.
2. Van Narden K, Decoufle P, Caldwell K. Prevalence and
characteristics of children with serious hearing impairment in
metropolitan Atlanta, 1991-1993. Pediatrics 1999; 103: 570-5.
3. Morton NE. Genetic epidemiology of hearing impairment.
Ann NY Acad Sci 1991; 46: 95-105.
4. Marazita ML, Ploughman LM, Rawlings B, Remington E,
Arnos KS, Nance WE. Genetic epidemiological studies of
early-onset deafness in the U.S. school-age population. Am J
Med Genet 1993; 46: 486-91.
5. Petit C. Genes responsible for human hereditary deafness:
symphony of a thousand. Nature Genet 1996; 14: 385-91.
6. Skvorak Giersch AB, Morton CC. Genetic causes of
nonsyndromic hearing loss. Curr Op Ped 1999; 11:551-7.
7. Van Camp G, Willems PJ, Smith RJH. Non-syndromic hearing
impairment: unparalleled heterogeneity. Am J Hum Genet
1997; 60: 758-64.
8. Tomaski SM, Grundfast KM. A stépwise approach to the
diagnosis and treatment of hereditary hearing loss. Pediatr
Clin North Am 1999; 46: 35-49.
9. Grundfast KM, Atwood JL, Choung D. Genetics and
molecular biology of deafness. Otolaryngol Clin North Am
1999; 32:1067-88.
10. Sill AM, Stick MJ, Prenger VL, Phillips SL, Boughman JA,
Arnos KS. Genetic epidemiologic study of hearing loss in an
adult population. Am J Med Genet 1994; 54:149-53.
11. O'Neill ME, Marinetta J, Nihimura D, Wayne S, Van Camp G,
Van Laer L, et al. A gene for autosomal dominant late-onset
progressive non-syndromic hearing loss, DFNA10, maps to
chromosome 6. Hum Mol Genet 1996; 5: 853-6.
12. Morell RJ, Friderici KH, Wei S, Elfenben JL, Friedman TB,
Fisher RA. A new locus for late-onset, progressive hereditary
hearing loss DFNA20 maps to 17q25. Genomics 2000; 63:1-6.
13. Van Camp G, Smith RJH. Hereditary Hearing Loss
Homepage. World Wide Web URL: http://dnalab-
www.uia.ac.be/dnalab/hhh/
14. Guilford P, Ben Arab S, Blanchard S, Levilliers J, Weissenbach
J, Belkahia A, et al. A non-syndromic form of neurosensory,
recessive deafness maps to the periocentromeric region of
chromosome 13q. Nature Genet 1994; 6: 24-8.
15. Brown KA, Janjua AH, Karbani G, Parry G, Noble A,
Crockford G, et al. Linkage studies of non-syndromic
recessive deafness (NSRD) in a family originating from the
Mipur region of Pakistan maps DFNBl centromeric to
D13S175. Hum Mol Genet 1996; 5:169-75.
16. Gasparini P, Estivill X, Volpini V, Totaro A, Castellvi-Bel S,
Govea N, et al. Linkage of DFNBl to non-syndromic
neurosensory autosomal recessive deafness in Mediterranean
families. Eur J Hum Gent 1997; 5: 83-8.
17. Kelsell DP, Dunlop J, Stevens HP, Lench NJ, Liang JN, Parry
G, et al. Connexin 26 mutations in hereditary non-syndromic
sensorineural deafness. Nature 1997; 387: 80-3.
18. Zelante L, Gasparini P, Estivill X, Melchionda S, D'Agruma L,
Govea N, et al. Connexin 26 mutations associated with the
most common form of non-syndromic neurosensory
autosomal recessive deafness (DFNBl) in Mediterraneans.
Hum Mol Genet 1997; 6:1605-9.
19. Estevill X, Fortina P, Surray S, Rabionet R, Melchionda S,
D'Agruma L, et al. Connexin-26 mutations in sporadic and
inherited sensoryneural deafness. Lancet 1998; 351:394-8.
20. Denoyelle F, Weil D, Maw MA, Wilcox SA, Lench NJ, Allen-
Powell DR, et al. Prelingual deafness: high prevalence of a
30delG mutation in the connexin 26 gene. Hum Mol Genet
1997; 6: 2173-7.
21. Kelley PM, Harris DJ, Comer BC, Askew JW, Fowler T, Smith
838 Læknablaðið 2000/86