Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.2000, Page 36

Læknablaðið - 15.12.2000, Page 36
FRÆÐIGREINAR / OFNÆMI OG ÓÞOL fæðutegunda en jafnframt oftar en aðrir einkenni um lyfjaóþol og ætlað mígreni. Ólíklegt er að bráða- ofnæmi skýri fæðutengd einkenni, nema að mjög litlu leyti. Inngangur Ofnæmissjúkdómar eru meðal algengustu sjúkdóma hinna efnaðri þjóðfélaga jarðarinnar. í nýlegri könnun mældist algengi bráðaofnæmis (type I allergy) á 37 rannsóknarsvæðum í 16 þjóðlöndum og þremur heimsálfum á bilinu 16-45%, skilgreint sem jákvæð RAST svörun fyrir einhverjum af fjórum ofnæmisvökum (köttum, vallarfoxgrasi, D. ptero- nyssinus og Cladosporium) (1). I þessari rannsókn, sem miðaðist við aldurshópinn 20-44 ára, var algengi ofnæmis næst lægst á Islandi. Sé litið til einkenna frá öndunarfærum í þessum sama rannsóknarhópi, svo sem surgs fyrir brjósti eða astma, þá höfðu 18% íslendinga fengið surg og 2,2% astmaköst síðustu 12 mánuði (2). I þessum sama hópi Islendinga töldu 17,8% sig hafa ofnæmi í nefi. Þegar algengi þessara einkenna meðal íslendinga eru borin saman við niðurstöður frá öðrum þjóðum er útkoman vel fýrir neðan meðallag á íslandi (2). í heildina tekið voru einkenni frá öndunarfærum algengari í Astralíu, Nýja-Sjálandi, Bretlandi og Bandaríkjunum en á Norðurlöndum og meginlandi Evrópu. I annarri umfangsmikilli rannsókn, sem framkvæmd var á bömum á aldrinum 13-14 ára, voru niðurstöðurnar að því leyti svipaðar, að astma- einkenni vom algengust í þeim löndum sem nefnd voru hér að ofan en sjaldgæfari í löndum Austur- Evrópu, Indonesíu, Grikklandi, Kína, Usbekistan, Indlandi og Eþíópíu (3). Islendingar voru ekki aðilar að þeirri rannsókn. Varðandi tengsl fæðu við ofnæmissjúkdóma, einkum astma, er margt ennþá óljóst og faralds- fræðilegar rannsóknir hafa gefið misvísandi niður- stöður (4). Þær benda þó til að þátttakendur ofáætli margfalt þætti eins og aukaefnaóþol (4). Rannsóknir á tengslum fæðu og einkenna eru afar tímafrekar og val á mæliaðferðum, til að meta slík tengsl, vandasamt. Til dæmis er ekki víst að fæða sem eykur á einkenni astma valdi breytingum á blásturprófum við þolpróf þótt hún auki auðreitni í öndunarfærum (5). Sömu vandamál koma upp þegar kanna á bætandi áhrif fæðutegunda á einhver einkenni (6). Margir astmasjúklingar telja að fæðuval hafi þýðingu fyrir astma. Því til staðfestingar er rannsókn á 135 astmasjúklingum í Melbourne í Ástralíu, en 73% þeirra töldu að fæðan skipti máli og 61% höfðu gert tilraunir með breytt mataræði til að minnka astmaeinkennin (7). Þótt fólk tengi óæskileg einkenni (adverse reactions) einhverju sem það borðar er ekki endilega um ofnæmi að ræða. Fjölbreytt einkenni svo sem mígreni, ofsakláði, glútenóþol, Crohnssjúkdómur, ristilkrampi og liðverkir hafa verið tengd neyslu matar (8). Óæskileg einkenni af mat eru flokkuð í eitranir (toxic reactons) annars vegar og viðbrögð af öðrum toga (non-toxic reactions) hins vegar, eftir eðli þeirra (9). Viðbrögðum af öðrum toga eru svo flokkuð eftir því hvort þau eru vegna ofnæmis (food allergy) eða óþols (food intolerance). Loks má skipta fæðuviðbrögðum vegna ofnæmis í bráðaofnæmi og ofnæmi af öðrum toga. Þegar frá eru talin pikkpróf og sértæk IgE mæling í sermi til að greina bráðaofnæmi og sérstakar rannsóknir til að greina glútenóþol, laktósuóþol og óþol fyrir öðrum fjölsykrungum er tvíblint fæðuþolpróf (double-blind placebo-controlled food challenges) sú aðferð sem oftast er notuð til að sýna fram á ofnæmi og óþol. Oft má þó stytta sér leið með opnum þolprófum (10). Ef eingöngu er stuðst við einkenni, þegar niðurstöður úr fæðuþolprófum eru metnar, greinir prófið ekki á milli ofnæmis og óþols. Því hafa ýmsir gert tilraunir til að komast nær eðli einkennanna með mælingum í mjógirni og saur á efnum, sem myndast við þolprófin eða með vefjarannsóknum á slímhúð úr mjógirni (11-13). Slík þolpróf gera miklar kröfur varðandi framkvæmdina og tækni við úrvinnslu og hafa því ekki náð fótfestu í klínísku starfi. Eins og áður var nefnt er tilhneiging til að ofáætla þátt fæðu og aukaefna í einkennum. Við könnun á börnum upp að þriggja ára aldri töldu bandarískir foreldar 28% barna sinna með fæðuofnæmi og -óþol. ítarlegar rannsóknir, meðal annars með tvíblindum þolprófum, lækkaði töluna niður í 8% (14). í könnun í Bretlandi, meðal fólks á ýmsum aldri, töldu 20% aðspurðra að þeir hefðu fæðuóþol (15). Eftir ítarlegt mat lækna fór sú tala niður í 1,4-1,8%. í svipaðri rannsókn á 18-70 ára Hollendingum lækkaði talan úr 12,4% að mati þátttakenda í 0,8-2,4% að mati rannsóknaraðilanna (16). Tilgangur þessarar rannsóknar er að kanna hversu algengt sé að Islendingar á aldrinum 20-44 ára telji að þeim verði illt af mat og ennfremur að kanna hver einkennin séu og hvaða matvælum sé kennt um. Einnig er kannað algengi IgE-mótefna fyrir sex algengum fæðutegundum og samband kvartana af mat við bráðaofnæmi, ofnæmissjúkdóma, auðreitni í berkjum, mígreni og meint lyfjaofnæmi. Þær niðurstöður, sem hér eru kynntar, eru byggðar á íslenskri gagnasöfnun sem fram fór í tengslum við fjölþjóðlega rannsókn á astma og ofnæmissjúkdómum (the European Community Respiratory Health Survey (ECRHS)). Efniviður og aðferðir Rannsóknarhópur: Rannsóknarvinnunni var skipt í tvo áfanga. I fyrri áfanganum var 1800 konum og 1800 körlum á aldrinum 20-44 ára boðið til þátttöku. Úrtakið náði til íbúa búsettra á svæðinu frá 852 Læknablaðið 2000/86 A

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.