Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.2000, Page 37

Læknablaðið - 15.12.2000, Page 37
FRÆÐIGREINAR / OFNÆMI OG ÓÞOL Hafnarfirði til Mosfellsbæjar. Mtttakendur svöruðu spurningum varðandi einkenni frá öndunarfærum og hefur niðurstaða þess áfanga verið birt í Lækna- blaðinu (17). I seinni áfanga rannsóknarinnar voru 800 einstaklingar úr fyrri áfanga valdir af handahófi (random sample) og þeim boðið til sérstakrar rannsóknar á Vífilsstaðaspítala. Tafla I sýnir úrtak og heimtur úr þeim áfanga. Af þeim sem valdir voru í úrtakið voru 56 fluttir af svæðinu og einn var látinn. Af þeim 743 sem eftir voru tóku 567 (76%) þátt í rannsókninni, þó að mismiklu leyti: 567 svöruðu spurningalistum, 540 fóru í húðpróf, 521 gaf blóð til rannsóknar á sértækum IgE mótefnum gegn loftbornum ofnæmisvökum, 502 gáfu blóð til rannsóknar á sértækum IgE mótefnum gegn fæðu- tegundum, 535 gengust undir blásturspróf (spirome- try) og 470 gengust undir auðreitnipróf á berkjum (metakólínpróf). Niðurstöður úr nokkrum þáttum annars áfanga könnunarinnar hafa áður birst í Læknablaðinu (18-20). Til að stækka hóp þeirra sem voru með einkenni var einnig boðið til þátttöku þeim sem samkvæmt fyrri áfanga könnunarinnar notuðu astmalyf, höfðu fengið astmaköst eða höfðu vaknað á nóttunni vegna mæði (symptomatic sample) en voru ekki í hópnum sem valinn var af handahófi. Þátttaka úr þeim hópi var 93% (tafla I). Sparningalistar: Fyrir þátttakendur á öllum rann- sóknarstöðunum voru lagðir samhljóða spurninga- listar með 71 spurningu. Spurningalistinn var að stofni til sniðinn eftir spurningum um berkjueinkenni frá International Union Against Tuberculosis and Lung Diseases (IUATLD) (21). I honum var spurt um einkenni frá öndunarfærum, ættarsögu, um- hverfisþætti og tengsl þeirra við einkenni. Einnig var spurt um atvinnu, menntun, heimilishagi, matar- venjur og sjúkdómseinkenni tengd mat, reykinga- venjur, lyfjanotkun og læknisþjónustu. Hér á landi voru auk þess lagðar fyrir spurningar, sem áður höfðu verið notaðar við rannsóknir á bænda- fjölskyldum. Spurt var um snertingu við heyryk og hugsanleg einkenni af því. Niðurstöður úr þeim þætti er varðar ofnæmi fyrir heymaurnum Lepidoglyphus destructor og einkenni af heyryki hafa áður verið birtar (22). Auk þess voru í íslensku útgáfunni spumingar um lyfjaóþol (20), ofsakláða, ofsabjúg, barnaeksem, mígreni og sóra. Sérþjálfað starfsfólk lagði spurningar fyrir þátttakendur. Ofnæmisrannsóknir: Allir rannsóknaraðilar í ECRHS rannsókninni notuðu sömu ofnæmisvaka við húðprófin. Þeir voru fyrir köttum, rykmaurum (D. pteronyssinus), vallarfoxgrasi, birki, Cladospor- ium herbarum, Alternaria og þremur erlendum gróðurtegundum (ohve, common ragweed og Parie- taria judaica). Hverjum rannsóknaraðila var frjálst að velja þrjá ofnæmisvaka sem voru taldir hafa sérstaka þýðingu á Table 1. Study populations and response rates. Random sample Symptomatic sample n=800 n=90 Answered questionnaire 567 84 Underwent skin prick test 540 80 Spirometry 535 80 Total and specific IgE (airborne allergens) 521 79 Specific IgE (food panel) 502 78 Underwent metacholine test 472 70 þeirra svæði. Við völdum ofnæmisvaka frá hundum, hestum og heymaur (Lepidoglyphus destructor). Húðpróf voru gerð í samræmi við forskrift ECRHS (23-24), með sérstökum lensum (Phazets frá Pharmacia Diagnostics AB, Uppsölum). Þær eru með áföstum ofnæmisvökum á oddunum. Við prófun fyrir heymaurnum var þó notuð glýserínlausn frá Allergologisk laboratorium í Danmörku. Lensur fyrir jákvætt viðmið voru með histamín á oddi en lensur fyrir neikvæð viðmið voru með hreina odda. Reyndir hjúkrunarfræðingar gerðu öll húðprófin. Lesið var af prófunum eftir 15 mínútur. Línur voru dregnar með sérstökum penna kringum hverja svörun (wheal reaction) og hún færð yfir á sérstakt eyðublað með glæru límbandi. Svörunin var metin þannig að lengsti ás hennar (a) var mældur og lengsta hornrétta lína á hann (b). Stærð svörunarinnar var (a+b)/2, að frádreginni stærð neikvæða viðmiðsins. Húðsvörun >1 mm taldist jákvæð og þeir höfðu jákvæð húðpróf sem voru með eina eða fleiri húðsvörun jákvæða (19). Útiloka varð þrjá þátttakendur vegna neikvæðrar histamínsvörunar. Sermi var geymt við -20°C og sent til Pharmacia í Uppsölum til mælingar á sértækum IgE mótefnum með CAP aðferð fyrir köttum, vallarfoxgrasi, birki, rykmaurum og Cladosporium (25). Einnig voru sértæk IgE mótefni mæld fyrir fæðupanel (eggjum, mjólk, hveiti, soja, jarðhnetum og þorski) (Pharmacia CAP System, MultiCap fx5, Pharmacia and Upjohn Diagnostics, Uppsölum). Þegar þetta próf var jákvætt voru IgE mótefni mæld fyrir einstökum fæðutegundum, samtals hjá 20 einstak- lingum úr hópnum sem valinn var af handahófi og fjórum úr hópnum sem valinn var vegna einkenna frá öndunarfærum. Mörk jákvæðra prófa voru sett við 0,35 kU/L (26). Blásturspróf: Við blásturspróf var notaður tölvustýrður öndunarmælir (Sensor Medics 2450, Anaheim CA, USA). Við prófið önduðu þátt- takendur að sér eins og þeir gátu og síðan frá sér eins og þeir gátu. Prófið var gert fimm sinnum og besta gildi FEV1,0 /FVC (forced expiratory volume in one second/forced vital capacity) notað við úrlausnir. Prófinu var frestað ef viðkomandi hafði reykt innan klukkustundar, tekið lyf innan fjögurra klukku- stunda eða ef hann hafði einkenni um kvef. Berkjuauðreitni: Berkjuauðreitni var mæld með Læknablaðið 2000/86 853

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.