Læknablaðið - 15.12.2000, Síða 40
FRÆÐIGREINAR / OFNÆMI OG ÓÞOL
Table VII. Comparison of symptoms (%) among those reporting symptoms always after eating particular food(s) and those not.
Symptoms Subjects reporting symptoms n=102 Subjects not reporting symptoms n=531 p-value
Asthma ever 15.7 12.8 0.42
Wheezing last 12 months 37.0 23.7 <0.005
Nasalallergy 31.4 24.8 0.16
Positive methacholine tests 13.4 13.1 0.94
Migrene 28.6 16.6 <0.005
Urticaria 28.6 15.5 <0.002
Angioedema 11.2 3.6 <0.002
Reported drug sensitivity 27.6 12.1 0.0001
Okkur er ekki kunnugt um að rannsókn af þessu
tagi hafi áður verið gerð hér á landi. Hins vegar hefur
fæðuofnæmi barna nýlega verið kannað og borið
saman við fæðuofnæmi barna í Svíþjóð (28). Þegar
börnin voru 18 mánaða gömul var fæðuofnæmi/-óþol
talið vera til staðar, að mati foreldranna, hjá 27%
barnanna á íslandi og 28% barnanna í Svíþjóð.
Itarlegar rannsóknir, meðal annars með húðprófum
og tvíblindum þolprófum þegar við átti, lækkaði
þessa tölu niður í 2% í báðum löndunum.
Rannsóknarhópur ECRHS í Melbourne í
Astralíu hefur nýlega birt niðurstöður úr svörum
varðandi einkenni af mat (29). Efniviðar var aflað í
þá rannsókn með nákvæmlega sömu aðferðum og í
okkar rannsókn. Spurningunni: Hefurðu nokkurn
tímann veikst eða orðið illt af að borða einhverja
sérstaka fæðu eða mat? svöruðu 25% játandi og
spurningunni: Hefurðu næstum alltaf veikst með
sama hætti eða orðið illt á sama hátt eftir að hafa
borðað þessa sérstöku fæðu? svöruðu 17% jákvætt.
Eins og hér á landi voru einkenni frá meltingarvegi
algengust (45%), þá frá húð (24%), höfuðverkur
(17%), nefeinkenni (14%) og lungnaeinkenni
(13%). Fæðan er flokkuð á nokkuð annan hátt í
greininni frá Melbourne, en ávextir voru oftast
nefndir sem orsök (14%), þá fiskur og skelfiskur
(11%), mjólkurvörum (10%), krydd (5%) og
mónónatríum glútamat (5%). Kjöt var flokkað í þrjá
flokka en samanlagt nefndu 6,4% kjötvörur.
Mæling á sex fæðuofnæmisvökum var gerð á
þremur stöðum í Svíþjóð með sama hætti og gert var
í okkar könnun (Gautaborg, Uppsölum og
Vasterbotten) (30). í Svíþjóð höfðu 6% jákvæð svör
fyrir fæðupanelnum. Algengi jákvæðra svara var
hæst fyrir jarðhnetum (3%) og hveiti (3%), þá soja
(2%) og mjólk (1%). í Svíþjóð var marktæk fylgni á
milli IgE mótefna fyrir eggjum, fiski og fæðupanel og
fyrir uppgefnum einkennum fyrir þeim fæðutegund-
um. Einnig var marktæk fylgni milli IgE fæðumót-
efna annars vegar og astma, auðreitni og nefein-
kennum hins vegar. Ekkert marktækt samband
fannst hér á landi milli sértækra IgE mótefna og
uppgefinna einkenna af ákveðinni fæðu. Niðurstöður
mælinga á IgE fæðumótefnum hafa sérstaklega verið
bornar saman milli Reykjavíkur og Uppsala og var
algengi mótefna fyrir jarðhnetum, hveiti, soja og
samanlögðum fjölda jákvæðra prófa marktækt hærri
í Uppsölum (31).
Þegar einkennin, sem þátttakendur tengdu mat,
eru skoðuð betur kemur í ljós að þau vísa fremur til
annarra orsaka en til ofnæmis. Einna algengast er að
bráðaofnæmi fyrir fæðu valdi einkennum í munni og
koki, ofsakláða og ofsabjúg. Bráðaofnæmi getur
einnig valdið uppköstum og niðurgangi þótt aðrar
meltingartruflanir séu oft að baki þeirra einkenna.
Slæmur höfuðverkur er líklega oftast vegna mígrenis,
en þeir sem kvörtuðu yfir honum nefndu oftast
súkkulaði og kakó sem orsök eða fæðu sem sett hefur
verið sérstaklega í samband við mígreni. Ávextir,
skelfiskur, egg og fiskur eru meðal þeirra fæðu-
tegunda sem hvað oftast valda bráðaofnæmi og voru
í könnuninni nefnd sem orsök fyrir kláðaútbrotum.
Tuttugu og tveir einstaklingar nefndu kláðaútbrot af
mat (3,9% af þeim sem svöruðu spurningalistum) og
í þeim hópi eru líklega flestir þeirra sem hafa
bráðaofnæmi fyrir mat.
Nokkur fylgni var milli einkenna af mat og
jákvæðra húðprófa, þótt ekki væri hún marktæk
nema við húpróf fyrir Cladosporium. Einnig var
nokkur en ómarktæk fylgni milli einkenna af mat og
jákvæðra RAST prófa fyrir loftbornum ofnæmis-
vökum og fæðupanelnum. Hins vegar var sterkt
samband einkenna af mat við ætlað lyfjaofnæmi,
mígreni og ofsakláða/ofsabjúg. Einnig fundust tengsl
milh einkenna af mal og surgs síðustu 12 mánuði.
Tengslin milli einkenna af mat og ætlaðs lyfjaofnæmis
og mígrenis vekja upp spurningar. Ohætt er að
fullyrða að einungis í fáum tilvikum sé bráðaofnæmi
orsök þessara sjúkdóma. Hvað tengir þá saman þessi
einkenni í úrtaki hóps sem valinn er af handahófi?
Þau gögn sem við höfum undir höndum svara því
ekki.
Nú 10 árum seinna er verið að fylgja eftir sama
rannsóknarhópi og verður forvitnilegt að sjá hvort
ofangreind einkenni eftir neyslu ákveðins matar hafi
forspárgildi fyrir einhver ákveðin einkenni.
Sömuleiðis verður áhugavert að sjá hvort tölfræðilegt
tengsl einkenna af mat við ætlað lyfjaofnæmi,
mígreni og ofsakláða/ofsabjúg styrkist eða veikist
með hækkandi aldri.
Könnun þessi hefur sýnt fram á allstóran hóp
einstaklinga sem hafa einkenni af neyslu ákveðinna
fæðutegunda en jafnframt oftar en aðrir einkenni um
lyfjaofnæmi, ofsakláða/ofsabjúg og höfuðverk, sem
að þeirra mati er mígreni. Ólíklegt er að
bráðaofnæmi skýri þessi einkenni, nema að mjög litlu
leyti. Einkennin eru algengari meðal kvenna en
karla, en að öðru leyti er ekki vitað hvað tengir þau
saman.
856 Læknablaðið 2000/86