Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.2000, Page 48

Læknablaðið - 15.12.2000, Page 48
FRÆÐIGREINAR / HEILKENNI SJÖGRENS 14% (19,26). Algengi munnþurrks hérlendis er á hinn bóginn nokkuð lægra en í Skandinavíu þar sem huglæg einkenni munnþurrks eru rúm 20% hjá báðum kynjum (18). Par sem þurrkeinkennin eru margvísleg, er nauðsynlegt að staðla vel spurningar sem notaðar eru í faraldsfræðilegum rannsóknum sem kanna algengi einkenna um slímhúðaþurrk. Þetta kemur glöggt fram í spurningunum um munnþurrk, en rúmlega helmingur þátttakenda hefur munnþurrk ef miðað er við jákvæða svörun við öllum spurningunum um munnþurrk í spurningakverinu, en ef eingöngu er stuðst við þær þrjár spurningar sem er að finna í EEC skilmerkjunum er aðeins fimmta hver kona og rúmlega tuttugasti hver karlmaður með munnþurrk. Þessar þrjár spurningar hafa verið valdar með fram- skyggnum faraldsfræðilegum aðferðum og sama er að segja um þær þrjár spurningar sem valdar voru með tilliti til augnþurrks. Endurspeglar þetta mikil- vægi þess að velja staðlaðar spurningar í faralds- fræðilegum tilgangi eins og gert er í þessari rannsókn. Þrátt fyrir það að valið á spurningunum sé vandað, er ekki gott samræmi á milli huglægra einkenna um augn- eða munnþurrk og mælinga á framleiðslugetu tára- eða munnvatnskirtla (26). Með þetta í huga var völdu úrtaki einstaklinga boðið til áframhaldandi skoðunar á þurrkeinkennum sínum. Niðurstöður okkar hvað þetta varðar sýna einnig að hvorki er gott samræmi þarna á milli, né heldur milli einstakra augnprófa. Endurspeglar þetta þörfina á vel reynd- um greiningarskilmerkjum fyrir Sjögrens sjúk- dóminn. Erlendar faraldsfræðilegar rannsóknir sýna að heilkenni Sjögrens er líklega algengasti fjölkerfa- sjúkdómurinn af ónæmisfræðilegum toga. Rann- sóknir frá Kaupmannahöfn á miðaldra Dönum sýna að algengi heilkennis Sjögrens er 0,6-2,1% ef stuðst er við EEC skilmerkin (4) og í Grikklandi 0,6% (5), en algengi heilkennisins í Englandi er meira eða 2,2- 4,4% (7) með sömu skilmerkjum. Ef'stuðst er við önnur greiningarskilmerki, til dæmis Kaupmanna- hafnarskilmerkin, er algengi sjúkdómsins lægra eða 0,2-0,8% í Danmörku (4) en hins vegar hærra í miðaldra Svíum eða 1,0-4,5% (6). Síðarnefndu skilmerkin byggjast eingöngu á hlutlægu mati um augn- og munnþurrk og henta því síður til faraldsfræðilegra rannsókna þar sem skoða verður hvern og einn þálttakanda (4). I þessari rannsókn ákváðum við að nota EEC skilmerkin á valinn hóp þátttakenda, sem allir játuðu þremur aðaleinkennum heilkennis Sjögrens, það er þeir höfðu þurrkeinkenni, stoðkerfisverki og dagsþreytu. 1 þennan hóp völdust 17 konur og sex karlar sem ef til vill endurspeglar kynjahlutfall sjúklinga með ónæmissjúkdóma, en fyrir hverjar níu konur er einn karl með heilkenni Sjögrens (3). í þessum hópi reyndust tvær konur úr eldri aldurshópnum, önnur frá Reykjavík og hin frá Akureyri, uppfylla EEC skilmerki fyrir heilkenni Sjögrens. Þetta samsvarar því að allt að 0,5% þýðisins hafi heilkenni Sjögrens samkvæmt EEC, en enginn einstaklingur uppfyllti Kaupmannahafnarskil- merkin. I þessu samhengi er rétt að benda á að hópurinn með augn- og munnþurrk er í raun helmingi stærri og að enn er eftir að beita seinni liðum EEC skilmerkjanna, það er ónæmisfræði- legum aðferðum, myndgreiningu og vefjasýnatöku til greiningar sjúkdómsins. Ef þessum aðferðum er bætt við og allur hópurinn með þurrkeinkenni er skoðaður, má ætla að algengi heilkennis Sjögrens sé hærra. Markmið þessarar rannsóknar var þó að kanna algengi helstu einkenna Sjögrens hér á landi, ítarlegri rannsókn á algengi heilkennisins er þegar hafin. Styrkur þessarar rannsóknar er margþættur. Þar er fýrst að nefna gott svarhlutfall, en 74% úrtaksins svaraði spurningakverinu. Samsetning spurninga sem var sent til þátttakenda byggist á alþjóðlegum rannsóknarniðurstöðum sem er nú verið að beita í mörgum Evrópulöndum í sama tilgangi. Ennfremur er beitt faraldsfræðilegum reikniaðferðum til þess að finna stærð úrtaks og algengistölur eru reiknaðar út með lilliti til stærðar þýðanna á Akureyri og í Reykjavík. Allt þetta eykur áreiðanleika rann- sóknarniðurstaðnanna. Hins vegar eru ætíð ann- markar á rannsóknum byggðum aðallega á spurn- ingakverum eins og sést meðal annars á ósamræminu milli huglægra og hlutlægra þurrkeinkenna. I samantekt eru einkenni um augn- og munnþurrk algeng hér á landi og þau virðast vera ósértæk. Þurrkeinkenni frá slímhúðum eru algengari meðal kvenna og einkenni munnþurrks aukast með aldri hjá báðum kynjum. Lítill hluti þeirra er hafa þurrkeinkenni uppfylla greingarskilmerki heilkennis Sjögrens, því er nauðsynlegt að styðjast við stöðluð greiningarskilmerki þegar sjúkdómsgreiningin heil- kenni Sjögrens er staðfest. Þakkir Höfundar þakka öllum þeim sem tóku þátt í rannsókninni og sérstaklega þeim er komu til skoðunar. Ennfremur þakka höfundar Maríu Ásgrímsdóttur og Sigurlínu Örlygsdóttur lækna- riturum, ásamt hjúkrunarfræðingunum Möggu Öldu Magnúsdóttur og Sigrúnu Rúnarsdóttur, fyrir veitta aðstoð. Sérstakar þakkir fær Júlíus Atlason fyrir veitta aðstoð í faraldsfræðilegri tölfræði. Rannsóknin var styrkt af Vísindasjóðum læknaráða FSA og Landspítalans og Félagi íslenskra gigtarlækna (The Scandinavian Joumal of Rheumatology Grant, year 2000). 864 Læknablaðið 2000/86

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.