Læknablaðið - 15.12.2000, Page 54
UMRÆÐA & FRÉTTIR / A F SJÓNARHÓLI STJÓRNAR L R
Ólafur Þór
Ævarsson
Höfundur er sérfræðingru í
geðlækningum og formaður
Læknafélags Reykjavíkur.
Einkavæðing í heilbrigðisþjónustu
Að undanförnu hefur farið fram talsverð um-
ræða um kosti og galla einkavæðingar í
heilbrigðiskerfinu. Pessi mál voru kynnt með ágætum
og rædd á aðalfundi Læknafélags Islands á Isafirði á
liðnu hausti, ritstjórnargreinar hafa birst í Morgun-
blaðinu, fyrirspurnir hafa verið lagðar fram um málið
á Alþingi og nokkrir læknar hafa verið kallaðir fyrir
heilbrigðisnefnd Alþingis til viðræðna. Síðast en ekki
síst er mikill og vaxandi áhugi hjá læknum um
nýjungar í rekstrarformum í öllum tegundum
heilbrigðisþjónustu: innan heilsugæslu, á lækna-
stofum og við rekstur sjúkrahúsa. Mjög er tímabært
að hefja þessa umræðu fyrir alvöru. Um er að ræða
stórmál sem þarfnast víðtækrar umræðu og
athugunar frá mörgum hliðum.
í fyrsta lagi er nauðsynlegt að umræða fari fram
um rétt sjúklinga til heilbrigðisþjónustu og
almannatrygginga og hvaða áhrif það hafi í
framtíðinni, ef fram koma nýjungar í rekstrar-
formum í heilbrigðisþjónustu, þar sem sjúklingar
taka aukinn þátt í að greiða fyrir þjónustuna eða
greiða hana að fullu. Þegar hagræðing og
sparnaður í heilbrigðisþjónustu innan almanna-
tryggingakerfisins eru orðin mikil dregst
þjónustan, sem í boði er, saman eða með öðrum
orðurn sagt, eykst ekki í takt við þörf. Ljóst að
læknar munu vilja stuðla að sem bestri þjónustu
við sjúklinga og að önnur meðferðartilboð hljóti
að koma fram og fólk muni leita eftir þeim. Ýmsar
spurningar, bæði félagslegar og á sviði stjórnmála
vakna. Er til dæmis rétt eða rangt að maður sem er
óvinnufær vegna sjúkdóms og bíður aðgerðar
greiði sjálfur fyrir aðgerð hjá einkarekinni
aðgerðastofu í stað þess að bíða á biðlista
ríkisrekna sjúkrahússins? Er í lagi að fyrirtækið
sem hann vinnur hjá sjái sér hag í að greiða fyrir
aðgerð á mikilvægum starfsmanni sem annars væri
lengi frá vinnu?
Vaxandi eftirspurn er nú eftir heimilislæknum í
Reykjavík. Virðist sem hún sé mun meiri en
framboðið. Peir sem vilja skýra þetta með breyttu
launakerfi heilsugæslulækna þekkja lítið til
þessara mála því heilsugæslan í Reykjavík er ekki
fullþróuð og það vantar heilsugæslustöð í sum
borgarhverfi og margar stöðvar eru fullnýttar. í
sumum hverfum er hátt hlutfall aldraðra sem
þurfa mikla þjónustu. Ungar barnafjölskyldur,
fólk sem ef til vill hefur flust nýlega til
stórborgarsvæðisins og nýir notendur heilsu-
gæslunnar, það er fólk sem ekki hefur verið í þörf
fyrir að leita læknis áður og hefur ekki skráð sig
hjá heimilislækni, er í miklum vandræðum við að
fá þjónustu. Hvert á þetta fólk að snúa sér? Til
greina kemur að einstakir sérfræðingar í
heimilislækningum opni eigin læknastofur með
litlum tilkostnaði í stjórnun og veiti þessa
þjónustu. Spyrja má þá sem gagnrýna þetta hvort
gilda eigi önnur lögmál um samkeppni í
frumheilsugæslu en á öðrum sviðum heilbrigðis-
þjónustu. Gerðir hafa verið þjónustusamningar
um öldrunarþjónustu og samningar við einka-
fyrirtæki sem ekki hafa faglega reynslu af
heilbrigðismálum um rekstur dvalarheimila fyrir
aldraða. Pað má túlka sem fordæmi um einka-
rekstur í frumheilsugæslu, en umönnun aldraðra
tilheyrir oft heilsugæslunni í öðrum löndum og
telst með þeim þáttum þjónustunnar sem við
viljum öll hafa jafnan rétt á að njóta.
I öðru lagi er mikilvægt er að skoða ný form í
rekstri og veitingu heilbrigðisþjónustu vegna
faglegrar þróunar í þeim starfsgreinum sem veita
þjónustuna. Svo dæmi séu tekin hafa orðið miklar
breytingar í aðgerðatækni sem eykur möguleika á
aðgerðum án þess að innlagna á sjúkrahús sé þörf.
Einnig hafa horfur sjúklinga með flókna sjúkdóma
gjörbreyst sem eykur þörf á samfelldri sérfræði-
læknisþjónustu til lengri tíma.
í þriðja lagi þarf að meta hvaða rekstrarform
eru fjárhagslega hagkvæmust miðað við að veita
bestu þjónustu. Margir hafa varað við rekstrar-
formum, sem eru kynnt sem sjálfstæður rekstur,
en eru í raun miðstýrð og beinlínis hönnuð til að
spara og draga úr þjónustu. Þetta á við um suma
samninga sem eru til umræðu varðandi sjúkrahús-
tengda þjónustu.
Grundvallaratriði er að bæta kostnaðar-
greiningu í rekstri sjúkrahúsa, en hún er í dag mjög
ófullkomin. Mikill vilji er til að bæta úr því.
Kostnaðargreining er hins vegar mjög fullkomin í
þeim hluta heilbrigðiskerfisins sem Trygginga-
stofnun ríkisins greiðir fyrir og auðvelt að sjá til
hvaða læknisverka fjármagnið rennur og hvað
einstök verk kosta. Sérfræðilæknar í því kerfi hafa
mikla reynslu af sjálfstæðum rekstri og hafa í
áratugi veitt góða læknisþjónustu sem er eftirsótt.
Læknarnir skipuleggja þar sína þjónustu sjálfir og
kostnaður við stjórnun er hverfandi. Hætta er á að
í rekstrarfyrirkomulagi, þar sem fagfólk kemur
870 Læknablaðið 2000/86