Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2000, Síða 55

Læknablaðið - 15.12.2000, Síða 55
UMRÆÐA & FRÉTTIR / A F SJÓNARHÓLI STJÓRNAR L R ekki að skipulagi mála, muni hinn faglegi þáttur skerðast. Því er mikilvægt fyrir lækna að ráða sínu nánasta umhverfi og skipuleggja á faglegan hátt. Að lokum þetta. Miklar sparnaðaraðgerðir í núverandi heilbrigðiskerfi leiða að lokum til samdráttar í heilbrigðisþjónustu. Sömu lögmál hljóta að gilda um heilbrigðisvandamál og aðra þætti mannlífsins. Fólkið í landinu mun verða í vaxandi þörf fyrir þjónustu og gera auknar kröfur um aðgengi og gæði og leita nýrra valkosta. Þetta er ekkert öðru vísi en ef svo væri þrengt að fjárveitingum til sinfóníuhljómsveitarinnar að til „samdráttar og hagræðingar" kæmi og fækka þyrfti fiðlum, aðeins væri efni á að hafa eina tegund af slagverki og þeim, sem vildu hlusta á hornin, væri bent á að mjög svipað væri að hlusta á básúnurnar. Líklegt er að fólkið sneri sér annað til að uppfylla þörfina fyrir að njóta tónlistar. Auðvitað er það hlutverk lækna að stuðla með öllum hætti að faglegri og aðgengilegri heilbrigðis- þjónustu og mæta þörfinni með nýjungum í rekstrarformum. Fræðslufundir Læknafélags Reykjavíkur fyrir almenning Fundartími: Fimmtudagskvöld kl 20.30 Staðsetning: Húsnæði læknasamtakanna á 4. hæð, Hlíðasmára 8 í Kópavogi Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir 7. desember: Vefjagikt og síþreyta Árni Geirsson sérfræðingur í lyflækningum og giktarsjúkdómum Arnór Víkingsson sérfræðingur í giktarsjúkdómum 14. desember: Læknirinn og dauðinn. Keppinautar eða bandamenn? Óttar Guðmundsson sérfræðingur í geðlækningum 25. janúar: Nýjungar í augnskurðlækningum - verða gleraugun ónauðsynleg? Þórður Sverrisson sérfræðingur í augnlækningum 8. febrúar: Atvinnusjúkdómar. Strit-slit og sjúkdómar Kristinn Tómasson sérfræðingur í geðlækningum 22. febrúar: Vísindaiegar nýjungar í baráttunni við brjóstakrabbamein Valgarður Egilsson sérfræðingur í meinafræði Fræöslufundir Læknafélags Reykjavíkur Læknafélag Reykjavíkur hefur í vetur gengist fyrir fræðslufundum fyrir almenning um ýmis heilsufars- vandamál. Hugmynd um slíka fræðslu kom fram á síðasta ári og voru fyrstu fundirnir haldnir síðastliðið haust í tengslum við 90 ára afmæli félagsins. Vöktu fundirnir athygli og ánægju og var þeim því haldið áfram í vetur. Fundimir eru skipulagðir þannig að sérfræðingur heldur erindi um ákveðið heilsu- farsvandamál og síðan er góður tími til fyrirspurna og umræðna. Þannig gefst almenningi tækifæri til að spyrja sérfræðinginn beint og taka þátt í umræðunni. Fundirnir verða með reglulegum hætti í vetur. Þeim sem áhuga hafa á að halda erindi er bent á að hafa samband við skrifstofu læknasamtakanna. Þegar hafa verið haldnir fundir um þunglyndi, heilabilun og önnur geðræn vandamál hjá öldruðum og um matarsýkingar, faraldra og framtíð. Áframhaldandi dagskrá vetrarins er kynnt hér í blaðinu. Læknablaðið 2000/86 871
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.