Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.2000, Qupperneq 58

Læknablaðið - 15.12.2000, Qupperneq 58
UMRÆÐA & FRÉTTIR / NEYÐARMÓTTAKA úttekt er gengið út frá málum þar sem fórnarlömbin eru konur en sama ferli er þegar um karlmann er að ræða. Fyrstu fimm árin leituðu 363 konur og 23 karlar til móttökunnar og hlutföllin hafa haldist svipuð síðan, en komur á móttökuna eru orðnar 668. Strax við komu er ráðgjafa og lækni á bakvakt gert viðvart. Hjúkrunarfræðingur og ráðgjafi, þegar hann er kominn á staðinn, veita konunni og þeim sem mögulega fylgja henni, aðstandendum og vinum, stuðning og upplýsingar um ferli, hvort sem viðkomandi hefur í huga að kæra málið eða ekki. Margs konar stuðningur er veittur; eftir fyrstu læknis- skoðun og meðferð, fá þeir sem á þurfa að halda, leiðsögn gegnum félagslega kerfið, boðið er upp á þrjú viðtöl við ráðgjafa, og svo þrjár viðbótarheim- sóknir á Neyðarmóttökuna næstu sex mánuðina til að fylgjast með heilsufari, meðal annars mögulegri sýkingarhættu. Par hittir skjólstæðingur alltaf sama lækni og sama hjúkrunarfræðing og í fyrstu. Auk þess er boðið upp á 10 heimsóknir til sálfræðings ef þörf krefur. Farið er með öll mál þannig að unnt sé að fylgja því eftir með kæru sé þess óskað og öll rannsóknargögn eru geymd í níu vikur. Þegar læknir á bakvakt er kominn til að framkvæma skoðun fylgir hjúkrunarfræðingur konunni í skoðunarherbergi sem er nær eingöngu ætlað Neyðarmóttökunni en ráðgjafi verður eftir og styrkir aðstandendur eða vini, hafi þeir komið með. Skoðunarherbergi og aðalbæki- stöð Neyðarmóttökunnar er notalegt herbergi sem er ágætlega búið tækjum og hefur móttakan notið góðs af gjöfum ýmissa velviljaðra aðila eins og Soroptim- ista og Lionsfélaga. Þar fer fram læknisskoðun og skýrslutaka en gögnin um málið fara ekki úr því herbergi og tölvan er ótengd aðaltölvukerfi sjúkra- hússins. Fatnaður sem Rauði krossinn hefur útvegað er til taks ef geyma þarf einhver föt vegna rann- sóknar málsins. Ein fruma eða eitt grasstrá geta skipt sköpum Læknir Neyðarmóttökunnar gegnir í raun tvöföldu hlutverki þegar hann framkvæmir skoðunina. Annars vegar hefðbundnu læknishlutverki sem trúnaðar- og meðferðaraðili skjólstæðings, hins vegar að framkvæma skoðun á hlutlausan hátt, og safna gögnum sem nauðsynleg eru vegna rannsóknar málsins ef til hennar kemur. í öllum tilvikum eru tekin sýni í sérstakan sýnakassa og allir í teyminu fylla út mjög ítarleg og stöðluð eyðublöð um málið og fylgja fyrirfram ákveðnu vinnulagi. Sýni sem tekin eru geta verið af margvíslegum toga, til dæmis strok úr leghálsi, skaf undan nöglum og föt viðkomandi eftir því sem þörf krefur. Sé konan eða karlinn enn í sömu fötum og við verknaðinn er hafður pappírs- dúkur undir meðan afklæðst er og dúkurinn er síðan brotinn saman og látinn fylgja með því þar geta einnig leynst mikilvægar vísbendingar. Til eru dæmi um að ein fruma eða eitt grasstrá ráði úrslitum í nauðgunarmálum. Með því að staðla vinnubrögðin er hvort tveggja tryggt, að ekkert gleymist í því álagi sem er undir slíkum kringumstæðum og að hægt sé að einbeita sér óskipt að skoðuninni og stuðningi við fórnarlambið. Verkaskipting milli hinna einstöku faghópa teymisins er mjög vel skilgreind með ítarlegum starfslýsingum og það flýtir fyrir og gerir vinnuferli markvissara en ella. Einu sinni í mánuði funda fulltrúar allra faghópa í teyminu saman en hver faghópur fyrir sig hittist einnig reglubundið. Enn- fremur eru að minnsta kosti árlegir vinnufundir eða ráðstefnur þar sem fulltrúar faghópanna kynna niðurstöður og aðrir innlendir eða erlendir fyrir- lesarar mæta stundum. Aö kæra eöa kæra ekki Á hverju ári eru um 100 komur á Neyðarmóttökuna og hefur það haldist nokkuð stöðugt nema fyrsta árið, meðan starfsemin var að festast í sessi og verða fólki kunn. Yfir helmingur þeirra sem koma á móttökuna mæta innan sólarhrings eftir atburðinn en ef komið er síðar eru minni líkur á að hægt sé að safna góðum sýnum, sé ætlunin að kæra. Það hjálpar þó til að svo virðist sem flestum sé nú kunnugt um helstu atriði sem skipta máli ef rannsaka á nauðgunarmál, svo sem að spilla ekki sönnunar- gögnum, þvo sér ekki fyrir skoðun og skipta helst ekki um föt. Lögfræðingarnir í teyminu aðstoða fórnarlömb nauðgana við að leggja mat á hvort efni eru til að kæra verknað, en stýra ekki ákvörðuninni. Rík áhersla er lögð á að valið sé hjá manneskjunni sem varð fyrir glæpnum og hvorki sérfræðingar né aðstandendur stýri því. Allt starf Neyðarmót- tökunnar mótast af þessu viðhorfi og það er liður í því að færa konunni sjálfsákvörðunarréttinn aftur í hendur eftir að hafa verið svo freklega svipt honum. Stundum getur að vísu virst eða verið vonlítið að leggja fram kæru en í öðrum tilvikum er ýmislegt til að renna stoðum undir framburð kæranda. Það þarf sú eða sá sem kærir að fá upplýsingar um, enda getur ítrekuð véfenging brotið sjálfsmatið niður meira en orðið er. Meiri háttar líkamlegir áverkar svo sem beinbrot eru sjaldan til staðar en marblettir og aðrir minni háttar áverkar oftar. Sálfræðimat er eitt af því sem hefur haft aukið vægi í seinni tíð, enda eru andlegir áverkar yfirleitt mun algengari og oft meiri en þeir líkamlegu. Áfallið sem fylgir nauðgun er metið samkvæmt alþjóðlegum sjúkdómsgreiningar- skrám álíka og við stórfelldar náttúruhamfarir, svo sem snjóflóð og mikla jarðskjálfta, og stórslys. Stöðugur framburður og greinileg merki áfallastreitu eru meðal þess sem tekið er tillit til. Það virðist líka skipta máli að kæra sé lögð fram fljótlega eftir atburðinn. Um helmingur nauðgana er kærður en á fyrstu fimm starfsárum Neyðarmóttökunnar voru 211 mál kærð. Af þeim hafa 78 verið dæmd í 874 Læknablaðið 2000/86
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.