Læknablaðið - 15.12.2000, Blaðsíða 59
UMRÆÐA & FRÉTTIR / NEYÐARMÓTTAKA
héraðsdómi, þar af endaði 51 mál með sakfellingu.
Af þeim 15 málum sem gengu til hæstaréttar var
sakfellt í 10 málum.
Læknar þurfa að svara
erfiöum spurningum fyrir rétti
Starfsfólk Neyðarmóttökunnar er undir margs konar
álagi og smám saman hefur verið byggt upp
stuðningskerfi til að styrkja það í starfi. Læknar og
hjúkrunarfræðingar eiga kost á handleiðslu sál-
könnuðar og hjúkrunarfræðings og ráðgjafarnir eiga
sér langa hefð fyrir skipulegu stuðningsferli. Þess
utan eru teymisfundir notaðir að nokkur leyti til að
fara yfir þá þætti sem valda mestu álagi í starfi. Þeir
geta verið fjölmargir og mikilvægt að þekkja þá og
kunna að bregðast við. Læknar þurfa til að mynda
stundum að mæta fyrir rétti þar sem lögfræðingar
þráspyrja þá og véfengja sumir að hætti amerískra
glæpaþáttalögmanna. Fæstir læknar eru vanir því að
þurfa að sæta því að læknisverk þeirra séu hártoguð
og gerð tortryggileg fyrir rétti, oft á mjög hæpnum
forsendum. Það bætist ofan á álagið sem fylgir því að
hjálpa fólki sem orðið hefur fyrir skelfilegri lífs-
reynslu.
Styrkja þarf brotna sjálfsmynd
Mannlegi þátturinn í samskiptum starfsfólks og
skjólstæðinga Neyðarmóttökunnar er mikilsverður.
Kynferðisbrot voru lengi vel dulin afbrot í sam-
félaginu og eru það að mörgu leyti ennþá. Ekki eru
svo ýkja mörg ár síðan Kvennaathvarf var sett á
laggirnar, umræða um sifjaspell hófst og heimilis-
ofbeldi var viðurkennt, en nauðgunarmál eru eitt
andlit allra þessara málaflokka. Starfsfólk Neyðar-
móttökunnar hefur lært sérstaka viðtalstækni þar
sem tekið er á því hvemig spurninga er spurt, hvernig
svör eru veitt og hvaða úrræði er hægt að benda á. Sé
ekkert að gert til að styrkja fórnarlömb nauðgunar
getur áfallið leitt til ýmiss konar röskunar, til dæmis
sjálfsvígstilrauna, annarrar áhættuhegðunar og áfalla
eða þrálátra líkamlegra einkenna síðar meir, sem
erfitt er að bæta með hefðbundnum rannsóknum og
læknismeðferð. Traust viðkomandi hefur oftast beðið
hnekki enda er gerandinn oftar en ekki einhver sem
hún/hann þekkir deili á. Með þessar staðreyndir er
einnig unnið í eftirfylgni eftir afbrotið og reynt að
byggja einstaklinginn upp á nýjan leik. Þeir þættir
sem fylgst er með í skoðun og eftirfylgni eftir
atburðinn eru sálrænt ástand, félagslegir þættir og
líkamleg einkenni, svo sem mögulegir sjúkdómar og
hætta á þungun, sem nú er tekið á í byrjun með
neyðargetnaðarvörn.
Fleiri hlutverk
Á vegum Neyðarmóttökunnar fer fram fræðslu- og
kynningarstarf. Starfsemi móttökunnar var nýlega
kynnt fyrir annars árs nemum í læknisfræði sem
munu sinna kynfræðslu í framhaldsskólum og
nemendur í Lögregluskólanum fá reglulega fræðslu
um starfsemina. Gott samstarf hefur verið við
Neyðarmóttöku á Akureyri, Kvennaathvarf, Stíga-
mót, Rauða Kross Húsið og Fræðslumiðstöð í
fíknivömum. Einnig eru fulltrúar Neyðarmóttök-
unnar mjög virkir í erlendu samstarfi. Fyrir verslun-
armannahelgar er reynt að koma upplýsingum lil
þeirra sem standa fyrir útihátíðum og mörg erindi
berast á hverju ári þar sem starfsfólk móttökunnar er
beðið um upplýsingar eða að halda erindi. Enn-
fremur er leitast við að koma sem bestum upp-
lýsingum á framfæri við nemendur framhalds-
skólanna í ljósi þess að sá aldur virðist í hvað mestri
áhættu. í framhaldsskólum má til að mynda gera ráð
fyrir að í hverjum bekk sé einhver sem hefur orðið
fyrir kynferðislegu ofbeldi. Um leið og Neyðar-
móttakan hefur veitt þeim þjónustu sem til hennar
leita hefur hún jafnframt safnað upplýsingum um
nauðgunarmál sem ekki voru áður fyrir hendi og þær
geta verið fyrirbyggjandi að vissu marki. Til dæmis á
nauðgun sér oftast stað á heimili eða öðru
yfirráðasvæði geranda eða fórnarlambs en mið-
bærinn og þó einkum skemmtistaðirnir eru þó að
verða meira áberandi vettvangur allra seinustu árin.
Slík vitneskja getur hjálpað en jafnframt þarf að gera
grein fyrir að nauðgun getur átt sér stað hvar sem er
og enginn er algerlega óhultur. Þáttur áfengisneyslu
geranda og þolanda er enn eitt atriðið sem fjallað er
um í fræðslustarfsemi Neyðarmóttökunnar og brýnt
fyrir þolendum að áfengi er aldrei afsökun fyrir
nauðgun en hins vegar augljós áhættuþáttur.
Góður skilningur
Þegar Neyðarmóttakan var opnuð fyrir tæpum átta
árum vissi enginn hver þróun hennar yrði. Reyndin
hefur verið sú að móttakan hefur fyrir löngu sannað
tilverurétt sinn og hefur notið ágæts stuðnings
hæstráðenda í Heilbrigðis- og dómsmálaráðuneyti og
góðs samstarfs við lögreglu, sem oft kemur að slíkum
málum. Móttakan hefur jafnframt notið velvilja
margra aðila, bæði félagasamtaka og einstaklinga.
Faglegur metnaður starfsfólksins og vilji til að þróa
aðferðir sínar og bæta því álagi ofan á hefðbundin
störf sín hefur þó ráðið úrslitum um notagildi
móttökunnar sem er nú flestum kunn þótt engan
langi að eiga erindi þangað.
- aób
Læknablaðið 2000/86 875