Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2000, Síða 60

Læknablaðið - 15.12.2000, Síða 60
UMRÆÐA & FRÉTTIR / NEYÐARMÓTTAKA Gott að vera með frá upphafi Ósk Ingvarsdóttir sérfræðingur í kvensjúk- dómum og fæðingarhjálp er ein þeirra lækna sem vinnur á Neyðarmóttöku vegna nauðgunar. Hún sinnir þessu starfi til viðbótar við venjuleg störf sín á Miðstöð mæðraverndar og eigin sérfræðistofu, en allir læknar móttökunnar eru í fullu starfi annars staðar. Hvað varð til þess að hún ákvað að gefa kost á sér til starfa við Neyðarmóttökuna? „Ég byrjaði strax og undirbúningur undir stofnun móttökunnar hófst. Það kom til af því að Guðrún Agnarsdóttir hafði samband við mig og nokkra aðra lækna sem hugsanlega hefðu áhuga á málefninu. Við hittumst veturinn 1992-1993 og kynntum okkur það sem gert var á svipuðum móttökum erlendis, til dæmis á Læknavaktinni í Osló, sem var í mörgu fyrirmynd okkar móttöku. Auk þess höfðum við skýrslu nauðgunarmála- nefndar frá Alþingi til hliðsjónar. Við kynntum okkur margvíslegt efni varðandi nauðganir og nauðgunarmóttökur auk þess sem við bættum við út frá eigin reynslu og hugmyndum. Þannig lögðum við drögin að móttökunni, bæði okkar starfi og væntanlegu samstarfi við aðrar stéttir.“ Var ekki gott veganesti að taka þátt í mótuninni? „Jú, það var bæði góð og gagnleg reynsla. Einkum vegna þess að þarna var farið af stað með mál sem fékk góðan undirbúning og var skipulagt frá grunni. Ég held að í mörgum þáttum heilbrigðiskerfisins mætti taka þetta til fyrir- myndar. Það var líka jákvætt og gagnlegt að geta byggt á því að úttekl hafði verið gerð á mála- flokknum, í þessu tilviki með viðamikilli skýrslu nauðgunarmálanefndar." Hafa hugmyndirnar staðist tímans tönn? „Já, þessi móttaka er búin að margsanna sig, það er engin spurning. Þær breytingar sem gerðar hafa verið á móttökunni hafa átt rætur í mánaðar- legum fundum allra starfsstétta sem vinna við móttökuna. Þær koma saman og ræða mál sem koma upp á og þær endurbætur sem þarf að gera. Á þessum fundum er líka litið yfir farinn veg og horft fram í tímann. Það er ekki algengt að starf sé það vel skilgreint að ætlaður sé tími í þess konar hluti. Á þennan hátt hafa agnúar verið sniðnir af jafnóðum og hugmyndir komast á framfæri." Finnst þér jákvœtt að vinna í teymi margra starfsstétta? „Já, að mörgu leyti held ég að við nýtumst vel með þessari fyrirfram ákveðnu verkaskiptingu.“ Er álagið í þessum starfi meira eða öðru vísi en þú átt að venjast? „Oft er það meira og tvímælalaust annars eðlis. Við vinnum með brotaþolum sem hafa orðið fyrir alvarlegum glæp og maður kemst ekki hjá því að komast í snertingu við þá miklu vanlíðan sem því fylgir, þótt sem áhorfandi sé. Sumir eiga í ýmiss konar öðrum erfiðleikum líka og það er auðvelt að finna sig vanmáttuga. Við erum að sinna þessu brotamáli og getum ekki gert allt. En það jákvæða er að ef um annars konar erfiðleika er að ræða, þá getur þessi reynsla brotaþolans og aðstoðin sem hann fær oft orðið til þess að hann nái sjálfur að vinna úr erfiðleikunum.“ Hvernig er með það sem nefiit er áhœttuhegðun? „Oft er um áhættuhegðun að ræða, en það þarf ekki endilega að vera að óeðlileg áhætta sé tekin. Unglingar eru til dæmis alltaf að taka áhættu, sem gefur þeim reynslu og þroska, en heimilar ekki nokkrum að fara óboðinn inn fyrir þeirra landamæri og brjóta á rétti þeirra. En þeir sem lenda í nauðgunum eru oft ungir að árum og það getur verið erfitt að horfa upp á þegar þeir verða fyrir erfiðri reynslu sem getur haft áhrif á líf þeirra seinna meir.“ Eru einhverjir hópar í meiri áhœttu en aðrir? „Það virðist vera að fólk sem hefur lent í áföllum af svipuðu tagi áður eða í æsku sé stundum í meiri áhættu en aðrir. Þess vegna er mikilvægt að beina einnig fræðslu til þessara hópa. Sjúklingar með geðræn vandamál hafa sumir lent í erfiðri reynslu einhvern tímann. Það getur verið skyn- samlegt að fara með fræðslu inn á geðdeildir. Einnig þarf að kynna málefnið betur fyrir þeim sem vinna með þroskahefta, það er hvernig þeir eiga að taka á svona málum ef grunur kemur upp um nauðgun eða misnotkun." Er fleira sem veldur álagi? „Já, oftar en ekki verða nauðganir um helgar og að nóttu til, og það eru auðvitað rask og álag út af fyrir sig.“ Nú gegnið þið í raun tvöföldu hlutverki, að sinna lœknisskoðun og réttarlœknislegri hlið starfsins. Þarf að setja sig í ákveðnar stellingar þess vegna? „Við verðum að vera gagnrýnni en ella, bæði í skoðun og hugsun. Við getum þurft að standa fyrir máli okkar fyrir rétti og gera grein fyrir þeim ályktunum sem við höfum dregið, af skoðun, viðtali og sýnatöku. Það þarf að gæta hlutleysis og vera mjög nákvæmur, til dæmis í orðalagi og 876 Læknablaðið 2000/86
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.