Læknablaðið - 15.12.2000, Síða 62
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LÆKNAR OG STJÓRNUN
Stjórnun í stofnun á tímamótum
Gísli Heimir Sigurðsson er nýlega kominn heim
til Islands eftir um 23 ára fjarveru og reynslu af
háskóla- og sjúkrahúsvinnu víðs vegar um heim
síðast í Sviss. Síðastliðin níu ár var hann prófessor og
yfirlæknir við háskólasjúkrahúsið Inselspital í Bem í
Sviss. Hann tók nýlega við starfi prófessors og
forstöðulæknis svæfinga- og gjörgæsludeildar Land-
spítalans. Hann kemur til starfa þegar spítalinn er á
tímamótum, sameining Landspítala við Hringbraut
og í Fossvogi stendur yfir. Gísli er þaulvanur
stjómandi og því leitaði Læknablaðið til hans eftir
hollráðum um lækna og stjórnun, en því er stundum
haldið fram að læknar hafi takmarkaðan áhuga á
stjórnun og undir það tekur Gísli:
„Það eru væntanlegar margar ástæður fyrir því að
læknar hafa sýnt lítinn áhuga á stjórnunarmálum.
Flestir fara í læknisfræði af því þeir hafa áhuga á
lækningum en ekki stjórnun. Síðan held ég að það
spili inn í að flestir íslenskir læknar fara í sérnám
erlendis og staldra ekki lengi við. Flestir eru þar
meðan á klínísku sérnámi stendur og fáeinir örlítið
lengur, til dæmis ef þeir fara í doktorsnám.
Tiltölulega fáir fá tækifæri til taka að sér stjóm-
unarstörf meðan á sérnámi stendur og starfa því að
vissu leyti í „vemduðu umhverfi" á erlendum
sjúkrastofnunum þar sem eldri og reyndari læknar
hugsa um stjómunarþætti starfsins. En það er að
sjálfsögðu nauðsynlegt að læknar sinni stjórnun, því
annars tekur einhver annar að sér að stjórna þeim.
Það er ekki alltaf góður valkostur, í hvaða fagi sem
maður er. Það er kostur að læknar stjómi læknum því
þeir hafa ef til vill dálítið betri skilning á starfi þeirra
en ef stjórnunarfræðingur til dæmis tekur að sér að
stjórna þeim.“
Best að læra stjórnun samhliða sérnámi
Var vikið að stjórnun þegar þú varst hér í lœknadeild-
inni?
„Nei, nánast ekki neitt.“
Finnst þér að það cetti að breyta því?
„Ekki endilega í grunnnáminu. Menn eiga frekar
að vaxa inn í stjórnunarstörf samhliða sérgreinar-
námi. Heppilegast er að það gerist á einum stað og
menn séu leiddir inn í stjórnunarþætti starfsins smátt
og smátt. Sums staðar er tekið markvisst á slíku, ég
hef séð deildir þar sem virkilega er lagt upp úr að
auka ábyrgð aðstoðarlækna í sérnámi, hluti af því var
að þeir tóku að sér ákveðna starfsemi og stjómuðu
henni eftir að þeir luku náminu, oft samhliða
doktorsnámi. Eftir átta til tíu ára veru á sama stað
voru þessir læknar komnir með góða klíníska
menntun, góða stjómunarmenntun og auk þess
stjórnunarreynslu og voru þá taldir hæfir til að verða
yfirmenn á stærri sjúkrastofnunum.“
Ætti að taka þessi vinnubrögð upp hér á landi?
„Já, og víðar. Þetta er ekki aðeins íslenskt
vandamál, það er almennur vandi, bæði á Norður-
löndunum, annars staðar í Evrópu og í Banda-
ríkjunum, og fyrir því eru margar ástæður. í Banda-
ríkjunum og víða í Evrópu er víðast hvar illa borgað
fyrir stjórnunarstörf og klínískir læknar fá oft mun
hærri laun. Undantekningin er Sviss og Þýskaland og
þar er slegist um æðstu stjómunarstörfin. Á síðari
árum hefur stjórnunarþátturinn orðið æ mikilvægari í
klínísku sérnámi í Bem. Þar hefur verið reynt að
auka þátttöku lækna sem eru í sérnámi í
ákvarðanatökum sem varða almenna starfsemi
deildarinnar og auka hlutdeild þeirra í ábyrgðar-
stöðum undir eftirliti reyndari lækna. Á síðustu
tveimur eða þremur árum hefur mikilvægi form-
legrar menntunar í stjórnun (master of management)
og stjómunarreynsla aukist mikið við mat á læknum í
toppstöður bæði á stærri einkasjúkrahúsum og á
háskólasjúkrahúsum víða um heim.“
Getur þetta fjárhagslega mat áttþátt íþví að störfin
eru minna metin en ella?
„Mjög líklega. Það er greinilegt að ekki er litið
sérstaklega upp til stjórnenda meðal lækna. Að vísu
njóta góðir stjórnendur virðingar hvar sem er, einnig
á íslandi. En góður klíniskur læknir hefur allt aðra og
betri stöðu í hugum manna og það er ekkert
séríslenskt."
Er þetta ef til vill rótgróin hugsun sem ekki er hœgt
að breyta?
„Þessu er að sjálfsögðu hægt að breyta og verður
að breyta, en það verður ekki auðvelt. Til skamms
tíma höfum við komist upp með hálfgert anarkí í
stjórnun margra sjúkradeilda hér á landi vegna þess
að stofnanirnar hér hafa ekki verið ýkja stórar,
starfsemin ekki ýkja flókin og starfsmennimir hafa
lært að starfa saman án mikilla formlegra samskipta.
Það hefur þá verið hægt að verja eitthvað lakari nýtni
á aðstöðu með því að benda á að stjórnunarkostn-
aður hefur verið í lágmarki. Þetta hefur því sjaldnast
komið mikið niður á gæðum eða magni starfsem-
innar. Annað sem hefur einkennt starfsemi á
íslenskum sjúkrastofnunum - og svipað má raunar
segja um marga aðra starfsemi í íslensku þjóðfélagi -
hefur verið riðlun á samskiptum milli stjómunarstiga.
Bæði í einkafyrirtækjum og opinberum stofnunum er
878 Læknablaðið 2000/86