Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.2000, Page 70

Læknablaðið - 15.12.2000, Page 70
UMRÆÐA & FRÉTTIR / EVRÓPUSAMSTARF LÆKNA Katrín Fjeldsted Höfundur er sérfræðingur í heimilislækningum og fulltrúi LÍ í Comité Permanent. Aðalfundur Comité Permanent árið 2000 Aðalfundur Comité Permanent (CP) var haldinn í Brussel dagana 10. og 11. nóvember 2000. CP, eða Comité Permanent/ Standing Committee, fundar að jafnaði tvisvar á ári, að vori og hausti, fyrir utan aðalfund í nóvember ár hvert. Stjóm LÍ fól undirritaðri að vera fulltrúi félagsins hjá CP fyrir rúmu ári og birti Læknablaðið grein um starfsemi samtakanna á síðasta vetri (Læknablaðið 2000; 86:445-6). Á aðalfundinum nú voru mættir fulltrúar 16 landa af 17, en írski fulltrúinn var fjarverandi. Samþykkt var að veita tveimur nýjum löndum aukaaðild, en það voru Ungverjaland og Eistland, sem verið hafa áheyrnarfulltrúar um nokkurt skeið. Lagabreytingar Alllangur tími fór í að ræða lagabreytingar, en þær koma fram í skjali merktu CP/2000 Rev3 og er þar um að ræða breytingar bæði á lögum CP (statutes) og reglugerð (rules of procedure). í fyrsta lagi var fellt niður lagaákvæði um að skylt væri að Belgar ættu sæti í fastanefndinni, en slíkt hafði verið í belgískum landslögum um erlend félög síðan 1919 en þeim lögum var breytt 30. júní síðastliðinn. Pá var ákvæði um áheymarfulltrúa breytt og munu þeir eftirleiðis eiga aukaaðild að CP (associate members eða associate associations í stað observers). í þriðja lagi var kveðið nánar á um það hvernig framselja megi atkvæði frá einu aðildarríki til annars. í reglugerð voru gerðar breytingar til samræmis en að auki tekið til hendinni í vandasömu, langvarandi deilumáli: hvernig fara eigi með hjásetu í atkvæðagreiðslu. í CP hefur nefnilega gilt sú regla að hjáseta hefur verið reiknuð inn í heildaratkvæðatölu og þurft hefur þrjá fjórðu hluta atkvæða til að samþykkja mál Á þann hátt hafa tillögur fallið hver um aðra þvera á síðustu árum, samanber tillögu CP 2000/51 sem sagt var frá í síðustu skýrslu í Læknablaðinu. Par féllu atkvæði þannig að 12 voru meðmæltir, einn á móti en fjórir sátu hjá. Þá var reiknað út að tillagan hefði fengið 12 atkvæði af 17 en það eru rúm 70% en ekki þrír fjórðu. Eftir breytinguna eru atkvæði með og á móti talin, sömuleiðis hjásetur en þær ekki taldar með lengur. Ofangreind tillaga um að breyta þessu var samþykkt með 12 atkvæðum gegn fjórum og náði því fram að ganga. Mjótt var þó á mununum. Loks átti að greiða atkvæði um hvort lengja ætti kjörtímabil forseta CP úr tveimur í þrjú ár en tillagan var dregin til baka og stendur ákvæðið því óbreytt. Fjárhagur CP Þegar nýir endurskoðendur, PriceWaterhouse - Coopers, fóru að rýna í reikninga CP fyrir árin 1998 og 1999 voru nokkur atriði óljós, einkum vantaði kvittanir vegna ferðakostnaðar stjórnar og túlka- þjónustu á nokkrum stöðum og var því ekki hægt að loka þeim fjárhagsárum. Þetta olli nokkuð miklu uppnámi á fundinum eins og gefur að skilja og urðu langar umræður sem lauk með því að málið verður skoðað nánar og lagt fyrir á ný í apríl á aukaaðal- fundi, í tengslum við reglulegan fund þó. Ekki batnaði málið þegar fram kom að í fjárhagsáætlun fyrir 2001 (CP 2000/149) var farið fram á hækkun á framlögum um ein 5% milli ára og kom þar meðal annars fram áætlun um að ferðakostnaður stjórnar ykist um 202% milli 2000 og 2001!!! Þetta á sér án efa þær skýringar að forsetinn býr í Finnlandi og þarf að fara til Brussel aðra hvora viku, en að auki hefur starfsemin aukist verulega, mun meiri samskipti eru við Evrópustofnanir svo sem Evrópuráðið og Evrópuþingið en áður. Þar við bætist að ákveðið var á sínum tíma að skrifstofa samtakanna yrði í Brussel og hefði þar sitt fasta starfslið en starfsemin yrði ekki lengur í heimalandi forsetans. Niðurstaðan aðal- fundar varð sú að fjárhagsáætlun stjórnar um 5% hækkun var felld, sömuleiðis tillögur um 4% hækkun og 2,5% hækkun. Þarna var fyrst og fremst um að ræða óánægju með reikninga fyrri ára. Loks var samþykkt samhljóða að halda áfram á grundvelli núverandi fjárhagsáætlunar en að aflað skyldi nægra upplýsinga um fyrri vandamál svo að allt gæti komist á hreint, bæði í augum innri endurskoðenda CP svo og PriceWaterhouse Cooper þannig að hægt væri að ljúka við að afgreiða fjárhagsáætlun ársins 2001 á fundinum í apríl. Skýrslur frá nefndum Formenn undirnefnda gerðu grein fyrir starfi nefndanna frá sfðasta aðalfundi (vinnu sem fram fór á fundum í apríl 2000 og ágúst 2000 en einnig með tölvupósti). Mörg mál voru kynnt og nokkrar tillögur voru samþykktar. Hér á eftir verða nokkrar þeirra reifaðar og fylgir númer viðeigandi skjals ef einhver hefur áhuga á að kynna sér efni þeirra nánar: 1. í CP 2000/148 er komið inn á úrskurð Evrópu- dómstólsins frá 5. október 2000 sem nam úr gildi Evróputilskipun 98/43 um auglýsingar á tóbaki. CP harmar að Evrópusambandið skuli enn á ný seinka því að banna tóbaksauglýsingar innan ESB landanna, en tóbaksreykingar valdi ótímabærum dauða 500.000 manna árlega í Evrópu. CP hvetur Evrópuráðið að senda sem fyrst frá sér nýja tilskipun sem banni tóbaksauglýsingar eins og kostur er en einnig hvetja samtökin ráðherraráð Evrópu og Evrópuþingið til að setja slíka tilskipun í forgang og lögleiða ákvæði þar að lútandi sem allra fyrst. 884 Læknablaðið 2000/86

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.