Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.2000, Page 71

Læknablaðið - 15.12.2000, Page 71
UMRÆÐA & FRÉTTIR / EVRÓPUSAMSTARF LÆKNA 2. í CP 2000/088 er fjallað um aðbúnað eiturlyfja- neytenda í fangelsum og var samþykkt ályktun þar sem segir að læknum sem starfi í fangelsum verði að gera kleift að veita föngum, sem háðir eru ávana- og fíkniefnum, góða læknisfræðilega og læknisfélagslega þjónustu (medical and medico-social), þar með talda alla sérfræðimeðferð sem hægt er að veita fíkniefna- neytendum, þar með talda lyfjameðferð. Ekki síst að faglegt sjálfstæði læknisins sé virt, að fangar eigi ávallt aðgang að læknisþjónustu og að læknirinn geti fengið að fylgjast með líðan eiturlyfjasjúklings í fangelsi og fylgt þar með meðferð eftir. Þess vegna þurfi að gera ráð fyrir þvf þegar heilbrigðisþjónusta er skipulögð í fangelsum að eiturlyfjasjúklingar þurfi sérstaka umsinnu því að þeir séu sjúklingar en ekki einungis fangar. 3. í CP 2000/167 var samþykkt tillaga um að í tilvikum þegar hægt sé að rekja legionella sýkingar til hótela, sumarleyfisstaða eða annarra staða þar sem fólki gæti stafað hætta af væri siðlaust að koma þeim upplýsingum ekki til almennings hafi sótthreinsun (decontamination) dregist. 4. í CP 2000/157 var samþykkt sameiginleg ályktun CP og PGEU (lyfjanefnd Evrópusamband- sins) urn lyfjaauglýsingar lil almennings. Hvatt er til þess að almenningi sé tryggð fræðsla um lyf og aukaverkanir þeirra en auglýsingum og markaðs- væðingu lyfja harðlega mótmælt. Eindregið er lagst gegn því að lyfseðilsskyld lyf séu auglýst eða seld á netinu. 5. CP 2000/156 fjallar um hlutverk lækna í matvælaeftirliti en þetta hefur verið mikið hitamál víða í Evrópu ekki síst vegna díoxíneitrunar og kúariðu og eru læknar flestir á þeirri skoðun að hlutverk þeirra, sem ekki er eins frá einu landi til annars, þurfi að samræma og aukast verulega hvað hollustu matvæla varðar. Lagt hefur verið til að stofnuð verði eins konar Hollustuvernd matvæla í Evrópu (The European Food Safety Authority) sem meðal annars á að meta hættur sem stafað geta af matvælum. Læknar þurfa að mati CP að geta unnið sem teymi við slíkar aðstæður, gefið sérfræðilegt álit og tekið þátt í að miðla upplýsingum til almennings. Pess vegna verði að tryggja faglegt og siðferðilegt sjálfstæði lækna og konta því svo fyrir að þeir komi að málum þegar koma þarf áreiðanlegum upplýsingum til neytenda og heilbrigðisstarfsfólks. Kennsla í næringarfræði, fræðsla um hættur sem af matvælum getur stafað svo og hvernig eigi að meðhöndla verði hluti af námi og símenntun evrópskra lækna og loks að tengslum verði komið á milli Hollustuverndar matvæla í Evrópu og nýjustu þekkingu stöðugt miðlað til þeirra lækna sem vinna að þessu verkefni hver á sínum stað. Með CP 2000/156 Annexes fylgja svör nokkurra landa við spurningalista um það hvernig málum sé háttað hvað matvælaeftirlit varðar í heimalandinu, hvort einhver sé ábyrgur í stjórnkerfinu og svaraði ég því til fyrir okkar hönd að matvælasvið hjá Hollustuvernd ríkisins bæri þá ábyrgð, starfaði samkvæmt lögum og heyrði undir Umhverfisráðu- neytið. Menntunarkröfur eru háskólagráða í fagi sem tengist viðfangsefni deildarinnar (en ekki er kveðið á um að þar skuli starfa læknir). Einnig er talsvert fjallað um sama efni í CP info 42-2000. 6. Áfram var rætt um lágmarkskröfur ESB til heimilislæknanáms (samanber meðal annars UEMO 2000/133, UEMO 2000/127 og UEMO 2000/120). Alllengi hefur verið kveðið á um að það skuli vera að lágmarki tvö ár þótt í mörgum Evrópulöndum sé það mun iengra, samanber fjögur og hálft ár samvkæmt íslenskri reglugerð. UEMO hefur barist fyrir því í ein sex ár að þessu ákvæði yrði breytt í tilskipun 93/16 og loks gerðist það á þessu ári að Evrópuþingið lagði þetta til þótt Evrópuráðið hafi enn ekki samþykkt það. Til tíðinda á að draga alveg á næstunni. Skýrslur aðildarsamtakanna Fulltrúar frá þeim samtökum sem sitja fundi CP það er að segja AEMH (samtök sjúkrahúslækna, sem ég veit ekki til að ísland sé aðili að), CIO, FEMS, PWG, UEMO, UEMS og EMSA/FMSA (en enginn var mættur frá WMA) sögðu því næst frá starfi sinna félaga og var mér falið að flytja skýrslu UEMO í fjarveru Rogers Chapman frá Bretlandi. Sagði ég þá meðal annars frá samhljóða samþykkt UEMO í október síðastliðnum í tengslum við umræður um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði og upplýst samþykki. Nánar er sagt frá þessu í skýrslu um nýafstaðinn UEMO fund eftir Steinunni Jónsdóttur, fulltrúa LÍ hjá UEMO. Næsti reglulegi fundur verður í apríl 2001 í Brussel og verður þá einnig haldinn aukaaðalfundur vegna fjárhagsáætlunar samtakanna eins og að ofan segir auk þess sem kjörinn verður nýr forseti. Ekki er vitað á þessari stundu hverjir gefa kost á sér en Rainer Brettenthaler frá Austurríki, sem nú er einn af vara- forsetum CP, er talinn líklegur. Læknablaðið 2000/86 885

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.