Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2000, Síða 74

Læknablaðið - 15.12.2000, Síða 74
UMRÆÐA & FRÉTTIR 7 HELSINKIYFIRLÝSINGIN Leíðrétting á villu í þýðíngu Helsinkiyfirlýsingarinnar Sautjánda grein Helsinkiyfirlýsingarinnar (Siðfræðilegar meginreglur fyrir læknisfræðilegar vísindarannsóknir á mönnum), sem samþykkt var á þingi Alþjóðafélags lækna í Edinborg í október síðastliðnum hljóðar svo: „17. Physicians slwuld abstain from engaging in research projects involving hutnan subjects unless they are confident that the risks involved have been adequately assessed and can be satisfactorily tnanaged. Physicians should cease any investigation if the risks are found to outweigh the potential benefits or if there is conclusiveproof of positive and beneficial results.“ Þegar að þessari grein kom, þótti mér vanta neitun í seinni málsgreinina: „or if there is conclusiveproof of positive and beneficial results.“ Aðspurður svaraði framkvæmdastjóri Alþjóða- félags lækna, Dr. Delon Human, því til, að „The intention is that if treatinent is developcd during the course of a trial (e.g. the Tuskegee trial on syphilis), the trial should be stopped and the participants treated." Frá þessari rannsókn segir (1) í Alfræðibók lífsiðfræðinnar: „The most notorious case of prolongcd and knowing violation of subjects’ rights in the United States was a Public Health Service (PHS) study initiated in the early 1930s. Originally designed as one of the first syphilis-control demonstrations in the United States, the stated purpose ... was to conipare the hcalth and longevity of an untreatcd syphilitic population with a non- syphilitic but otherwisc similar population. These subjects, all African-Americans malcs knew neither the name nor the nature of their disease. That they were participants in a nontherapeutic experiment also went undisclosed. ..." Tilraunin hófst 1932 og henni var haldið áfram eftir að Niirnbergreglurnar voru birtar 1947 og þrátt fyrir það, að framleiðsla á pensilíni hæfist í Bandaríkjunum 1941 og lyfið væri almennt notað gegn sárasótt frá byrjun sjötta áratugarins, var þessum fátæku og fáfróðu Alabamabúum vísvitandi meinað að fá viðeigandi meðferð. Tilraunin var að lokum stöðvuð 1972, eftir að hneykslið var afhjúpað í New York Times. Af framansögðu má ljóst vera, að 17. grein Helsinkiyfirlýsingarinnar tekur ekki á þeim vanda, sem vikið er að í svari framkvæmdastjórans. Án neitunarinnar endurspeglar greinin einfaldlega það sem tíðkast í dag, að hætta lyfjaprófun þegar jákvæður árangur hefir náðst. I niðurlagi Helsinkiyfirlýsingarinnar eru viðbótarmeginreglur fyrir læknisfræðilegar vísindarannsóknir í tengslum við læknisfræðilega umönnun og þar segir: „28. The physician may combine medical research with medical care, only to the extent tliat the research is justified by its potential prophylactic, diagnostic or therapeutic value. When medical research is combined with medical care, additional standards apply to protect the patients who are research subjects. 29. Tlie benefits, risks, burdens and effectiveness of a new method should be tested against those of the best current prophylactic, diagnostic, and therapeutic methods. This does not exclude the use of placebo, or no treatment, in studies where no proven prophylactic, diagnostic or therapeutic method exists. 30. At the conclusion of the study, every patient entered into the study should be assured of access to the best proven prophylactic, diagnostic and therapeutic methods identified by the study.“ Ef ætlunin var að tryggja, að komi fram ný meðferð meðan á rannsókn stendur, þar sem engri meðferð er beitt, vegna þess að hún er ekki tiltæk, samanber seinni málsgrein 29. greinarinnar, þá sjást þess engin merki í núgildandi yfirlýsingu. Hins vegar ber að fara eftir fyrirmælum Ara Þorgilssonar og þess vegna er yfirlýsingin birt hér á ný og nú án þeirrar neitunar, sem ég setti ranglega í þýðinguna í nóvemberheftinu. Örn Bjarnason Heimildir 1. Beauchamp TL, Fadem RR. History of Informed Concent. í: Reich WT, editor in chief. Encyclopedia of Bioethics, Revised Edition. New York, NY: Simon & Schuster Macmillan; 1995. Vol 3, p. 1236. 888 Læknablaðið 2000/86
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.