Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2000, Síða 80

Læknablaðið - 15.12.2000, Síða 80
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SJÚKLINGATRYGGING Sjúklingatryggingin lágmarksvernd í UNDANFÖRNUM TVEIMUR TÖLUBLÖÐUM Lækna- blaðsins hefur verið fjallað um lög um sjúklingatryggingu en þau taka gildi um áramótin. Sigmar Armannsson, lögfræðingur og framkvæmda- stjóri Sambands íslenskra tryggingafélaga er við- mælandi blaðsins að þessu sinni. Tryggingafélögin eru nú sem óðast að undirbúa trygginguna sem allir læknar og sjúkrastofnanir verða að útvega sér fyrir áramótin. Reglugerð sú er einkum varðar trygginga- félögin var tilbúin í október og gefin út lok þess mánaðar. Læknar og tryggingafélög hafa fundað sín á milli og námsstefnur og fundir verið haldin vegna málsins. Sigmar var fyrst spurður hvort trygginga- félögin hafi þurft að takast á við margt nýtt í kjölfar nýju laganna. „Það eru ekki aðeins vátryggingafélögin sem eru að setja sér reglur í kjölfar nýju laganna. Allt sem vátryggingafélögin eru að takast á við, til dæmis varðandi bótaskyldu og bótasvið sjúklinga- tryggingarinnar, þarf Tryggingastofnun ríkisins líka að glíma við. Báðir aðilar gera upp málin eftir sömu lögum, reglum og aðferðum. Við sjáum það strax að bótaskyldan samkvæmt sjúklingatrygg- ingunni er afar rík. Tjónin eru gerð upp á grundvelli skaðabótalaga sem sett voru upphaf- lega árið 1993. Ef um er að ræða varanlegar afleið- ingar þarf að finna út svokallaðan varanlegan miska, sem er að mestu leyti læknisfræðilegt mat, en auk þess varanlega örorku sem er fjárhagslegt mat. Þar er reynt að meta hver áhrifin af skaðanum eru á tekjuöflunarhæfni einstaklingsins í framtíðinni. Þetta er sá rammi sem báðir aðilar, vátryggingafélögin og Tryggingastofnun eiga að vinna eftir. Islenskir vátryggingamenn eru hund- vanir að fást við uppgjör tjóna á grundvelli ábyrgðartrygginga, skaðabótalaga og skaðabóta- réttar. Við höfum verið að fást við það frá upphafi vega. Það sem meðal annars er nýtt nú er að Tryggingastofnun á að fara að gera upp tjón á grundvelli skaðabótalaga.“ Sjúklingatryggingin takmörkuö - ábyrgartrygging nauðsynleg Ýmsir sjálfstœtt starfandi lœknar eru með tryggingar nú þegar. Duga þœr eða er þetta viðbót við þœr tryggingar sem fyrir eru? „Það er rétt að allmargir læknar eru með svokallaðar frjálsar ábyrgðartryggingar. Tilgangur þeirra er að bæta tjón sem vátryggingartaki veldur öðrum og ber skaðabótaábyrgð á. Það eru ekki endilega öll tjón, því til að stofnist til skaðabóta- skyldu þarf að vera fyrir það sem á lagamáli er kallað sök, það er að segja gáleysi, einfalt eða stórfellt eða ásetningur. Með sjúklingatrygg- ingunni öðlast sjúklingur bótarétt án þess að nokkur sök sé til staðar. Það nefnist á máli lögfræðinnar ábyrgð án sakar. Þannig að þegar af þessari ástæðu sjáum við að gildissvið þessarar lögboðnu vátryggingar og frjálsu ábyrgðartrygg- ingarinnar fellur ekki saman að þessu leyti. Það sem gerir málið enn snúnara er að í lögum um sjúklingatryggingu eru takmarkanir á fjárhæðum, bæði 50 þúsund króna gólf og fimm milljón króna þak. Ef um er að ræða líkamstjón og ætla má að það nái ekki 50 þúsund krónum fellur það ekki undir sjúklingatrygginuna, ekki heldur tjón sem er umfram fimm milljónir. Það þarf ekki að vera mjög reikningsglöggur til að sjá að þessi fjárhæð mun í mörgum tilfellum engan veginn hrökkva til. Lítum við til skaðabótalaganna er ljóst að tjón getur hlaupið á tugum milljóna króna. Það er því alveg greinilegt að þessari löggjöf er ætlað að tryggja öllum neytendum vissa lágmarksvernd. Það getur hins vegar reynt á frjálsu ábyrgðar- trygginguna bæði hvað varðar tjón sem er undir fimmtíu þúsund krónum og umfram fimm milljón- irnar. Hugsanlegt er einnig, að tilvik, sem falla utan bótasviðs sjúklingatryggingarinnar, falli á hinn bóginn undir ábyrgðartrygginguna. Ábyrgðartryggingin er því bráðnauðsynleg og kannski enn nauðsynlegri nú en fyrr vegna þess að fólk hefur meiri vitund um rétt sinn en áður. Við höfum séð vaxandi ásókn í Karvelstrygginguna (samanber lög nr. 74/1989) sem veittu sjúklingum nokkurn rétt til bóta. Ég veit heldur ekki betur en Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið ætli að vekja sérstaka athygli á lögunum. Það mun fjölga málum verulega. Þeir sjálfstætt starfandi læknar sem ekki hafa fengið sér ábyrgðartryggingu þyrftu að kippa því snarlega í liðinn. Menn reiða væntanlega ekki svo glatt fram tugi milljóna króna, en það geta þeir þurft að gera ef sjúklingur heldur áfram með mál sem er bótaskylt umfram fimm milljón króna þakið. Þetta munu læknar sjálfir vera best hæfir til að meta í samráði við vátryggjendur sína.“ Hvað með lœkna sem starfa saman? „I reglugerð með lögunum er gert ráð fyrir því í 5. gr. að ef fleiri en tveir heilbrigðisstarfsmenn starfa saman geti þeir borið óskipta bótaábyrgð á störfum hvers annars. Þá hækka vátryggingar- fjárhæðir um 10% fyrir hvern starfsmann umfram einn. Þetta er þó háð því að þeir gefi yfirlýsingu um ábyrgð sína gagnvart störfum hvers annars. Hliðstæð ákvæði eru til í lögum og reglugerðum varðandi starfsábyrgð annarra stétta. Ég hef þó trú 894 Læknablaðið 2000/86
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.