Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2000, Síða 81

Læknablaðið - 15.12.2000, Síða 81
UMRÆÐA & FRETTIR / SJUKLINGATRYGGING á því að meðal heilbrigðisstétta, rétt eins og í öðrum greinum, verði þetta heimildarákvæði fremur lítið notað, enda getur það verið afar íþyngjandi fyrir hlutaðeigandi." Svipað fyrirkomulag hjá fleiri stéttum Pú nefnir starfsábyrgð annarra stétta, eru það margar stéttir sem eru í sambœrilegri stöðu og lœknar? „Ýmsum háskólamenntuðum stéttum svo sem endurskoðendum, lögmönnum, arkitektum og verkfræðingum, sem árita uppdrætti fyrir bygg- ingar, hefur á undanförnum árum verið gert með lögum að taka sér svokallaðar starfsábyrgðar- tryggingar. Við getum sagt að sú þróun hafi nú staðið í um fimm til tíu ár. Þar er bótarétturinn æði ríkur. Verði til dæmis endurskoðandanum á mis- tök og viðskiptavinurinn fyrir fjárhagslegu tjóni, þá á hann bótarétt úr þessari vátryggingu. Með sjúklingatryggingunni er verið að lögbjóða eins konar starfsábyrgðartryggingu, sem tryggir neyt- endum sem eiga samskipti við heilbrigðisstéttir, lágmarksneytendavernd. En sjúklingatryggingin er eflaust mun flóknari í framkvæmd en ýmsar aðrar tryggingar, þó þær geti verið snúnar líka, og þar af leiðandi verður hún dýrari fyrir þær sakir. Fimmtíu þúsund króna gólfið skapar ákveðið vandamál svo að einfalt dæmi sé tekið. Við sem fáumst við vátryggingar vitum að það getur kostað meira en fimmtíu þúsund krónur að sannreyna að viðkomandi eigi bótarétt úr tryggingunni, eða eigi hann ekki, nái upphæðin ekki tilskyldu lágmarki. Framkvæmdin, það er uppgjör líkamstjóna, er flókið og vandasamt verk. Við þurfum að leita á náðir margra sérfræðinga, fyrst og fremst lækna sjálfra. Við þurfum læknisvottorð af ýmsum toga, mat og matsgerðir sem eru viðamiklar og kostnaðarsamar. Ef litið er á lögmanninn eða endurskoðandann er ljóst að starfsábyrgðar- trygging þeirra tekur ekki til líkamstjóns." Verður þá ekki tilhneiging til að œtla að bœtur nái alltaftilskyldu lágmarki? „Vátryggjendur verða að halda sig við laganna hljóðan. Við verðum að sníða skilmálana og bóta- sviðið nákvæmlega eftir því sem við teljum að lögin ætlist til. Mér skilst að margar af þeim kvörtunum sem koma inn á borð landlæknis séu ekki varðandi bein tjón heldur frekar vegna eins konar samskiptavandamála, til dæmis skorts á upplýsingum, að málum hafi ekki verið vísað í réttan farveg eða að fólki sé eitthvað misboðið. Fæst af þessu veldur fólki fjárhagstjóni. Það sem mótar iðgjöldin í vátryggingum almennt er fyrst og fremst tjónakostnaðurinn. Við getum ekki verið með hentistefnu varðandi tjónin. Slíkt kæmi þá niður á vátryggingartakanum í formi hærri ið- gjalda. Ákvörðun iðgjalds er að sjálfsögðu í hönd- um hvers vátryggingafélags fyrir sig. Ýmsir verða , , . , ... , , Siemar Ármannsson. þo að koma sameiginlega að þvi að mota skilmálana og þar með bótasvið sjúklingatrygg- ingarinnar. Mörg álitaefni eiga svo eftir að koma upp á næstu árum eins og gengur, þegar um er að ræða nýja lögboðna vátryggingu. “ Áhrif Karvelslaganna á tíðni mála Nú hefur reynsla frá Danmörku sýnt að nokkuð hliðstœð trygging þar í landi fór fremur hœgt afstað. Býst þú við því að svo verði einnig hér á landi? „Við rennum auðvitað mjög blint í sjóinn. Upp- lýsingar varðandi tíðni tjóna hér á landi, eðli þeirra og fjárhagslegt umfang eru af mjög skornum skammti. Við reynum að sjálfsögðu að afla okkur upplýsinga erlendis frá eftir því sem unnt er. Engan veginn er þó gefið að þær upp- lýsingar falli að íslenskum raunveruleika eða íslensku lagaumhverfi. I Danmörku taka lögin til að mynda fyrst og fremst til stofnana í eigu hins opinbera en einkarekin læknisþjónusta stendur utan ramma laganna. Eg er reyndar nokkuð viss um að framkvæmd laganna fer ekki hægt í gang. Við erum að hluta búin að taka út upphitunar- tímabilið á meðan Karvelslögin voru í gildi.“ Kostir laganna „Að flestu leyti er þessi löggjöf auðvitað mjög góð út frá sjónarhóli neytandans. Honum er tryggður lág- marksréttur og getur sótt frekari rétt eftir öðrum leiðum, sé slíkur réttur fyrir hendi. En þessi löggjöf er einnig allgóð góð fyrir lækna og heilbrigðisstofnanir. Á vissan hátt er tekinn frá þeim kaleikur. Með lögunum er því nefnilega slegið föstu að hafi atvik gerst, sem fellur undir lögin um sjúklingatryggingu, skapi það sjúklingi ótvíræðan bótarétt. I því efni skiptir ekki máli, hvort um sök einhvers hafi verið að ræða eða ekki. Þá þarf ekki að grufla meira í því og læknirinn ekki að leggjast í einhverja hörkuvörn, reyna að bera af sér sakir og taka jafnvel afstöðu gegn sjúklingi sínum. Að þessu leyti held ég að læknar geti litið á lögin sem nokkra réttarbót fyrir sig einnig." -aób Læknablaðið 2000/86 895
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.