Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2000, Síða 83

Læknablaðið - 15.12.2000, Síða 83
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FARALDSFRÆÐI 2 Faraldsfræði í dag p < 0,05? María Heimisdóttir Netfang: mariah@decode.is Niðurstöður vísindagreina birtast oft sem umfangsmiklar töflur þar sem fara gjarnan saman ýmiss konar metin tölugildi (point estimate), vikmörk og p-gildi. Ekki er alltaf augljóst hvernig best er að ráða í allar þessar upplýsingar og það er óneitanlega freistandi að hvima hratt yfir og leita að lyklinum: p<0,05! Því miður gengur hann ekki alltaf að lásnum og nauðsynlegt er að gefa náinn gaum að notkun og túlkun p-gilda til að átta sig á þýðingu niðurstaðnanna. Best er að útskýra p-gildi með því að nota dæmi. Setjum sem svo að gerð sé ferilrannsókn (cohort study) þar sem tengsl áhættuþáttar X við sjúkdóm Y Lýst er eftir hugmyndum að góðum íslenskum þýðingum á orðaforða faraldsfræðinnar. Iðorðasafn lækna inniheldur nokkuð af þeim orðum sem nauðsynleg eru en betur má ef duga skal. Ég leitast við að nota íslensk orð yfir þau hugtök sem rædd hafa verið en læt ensku orðin yfirleitt fylgja í sviga til að forðast misskilning. Enska hugtakið point estimate var mér erfitt og væri gott að fá hugmyndir lesenda um þjált og skýrt íslenskt orð sem mætti nota. Ég notaði metið tölugildi en hugsanlega er gott orð þegar í notkun og væri vel þegið að heyra af því. Hugtakið point estimate er einfalt, það merkir einfaldlega niðurstöður tiltekinnar rannsóknar varðandi þau atriði sem leitast er við að meta á tölulegan hátt í hvert skipti. Slíkar niðurstöður geta verið á margvíslegu formi, til dæmis nýgengi, aldur eða hlutfallsleg áhætta (risk ratio). Nýleg rannsókn á kynþroska íslenskra drengja sýndi til dæmis að meðalaldur við upphaf kynþroska var 11,89 ár í úrtakinu (1). Petta gildi er þá point estimate fyrir meðalaldur allra íslenskra drengja við upphaf kynþroska. Heimild 1. Þórsson ÁV, Dagbjartsson A, Pálsson GI, Amórsson VH. Kynþroski íslenskra drengja. Læknablaðið 2000; 86: 655-9. eru metin með því að reikna hlutfallslega áhættu (risk ratio), sem reynist vera 2,0 (95% CI 1,8-2,5) með p- gildi 0,04 (p=4%). Metið tölugildi þessarar rannsóknar, hvað varðar hlut- fallslega áhættu, bendir til að einstak- lingar með áhættuþáttinn X séu tvisvar sinnum lfklegri til að fá sjúkdóminn Y en einstaklingar án þessa áhættuþáttar. P-gildið er túlkað sem svo: Ef í raun eru engin tengsl milli áhættuþáttarins og sjúkdómsins þá eru líkumar á því að finna hlutfallslega áhættu (eða öllu heldur, metið tölugildi hlutfallslegrar áhættu) af þessari stærð eða stærri, að- eins fjórir af hundrað. Aragrúi tölfræðilegra prófa er notaður til að kanna hvort tilteknar niðurstöður eru líklegar til að stafa af tilviljun, það er hvort þær eru tölfræði- lega marktækar. Þessi próf eiga það sameiginlegt að birta niðurstöðuna á formi p-gildis og sú hefð hefur skapast að miða tölfræðilegan marktækileika við p<0,05. Hefðir eru ágætar en vara- samt er að binda sig algerlega við ákveðið p-gildi. Stærð þess er ekki ein- göngu háð raunverulegum mun á milli hópanna sem bornir eru saman (til dæmis stærð hlutfallslegrar áhættu) heldur einnig fjölda einstaklinga í úr- takinu. Þannig getur of lítið úrtak valdið því að niðurstöður virðast ekki tölfræði- lega marktækar jafnvel þó um raunveru- legan mun á milli hópa sé að ræða. Hið gagnstæða getur einnig gerst, það er mjög stórt úrtak getur leitt til þess að óverulegur munur milli hópa reynist tölfræðilega marktækur. Til að varast slíkt má nota vikmörk í staðinn fyrir eða samhliða p-gildunt til að meta hlut tilviljana í niðurstöðunum. Vikmörk bera í sér þrenns konar upplýsingar. I fyrsta lagi sýna þau umfang mismunar á milli hópanna sem bornir eru saman, það er hinn raunverulegi mismunur er sagður liggja innan vikmarkanna. I öðru lagi sýna þau, eins og p-gildið, hvort niðurstaðan er tölfræðilega marktæk (ef vikmörkin innihalda ekki gildið 1,0). I þriðja lagi gefur vídd vikmarka vísbendingu um stærð úrtaksins og þar með um stöðugleika niðurstöðunnar. Vídd vikmarka er einmitt sérlega mikilvæg þegar niðurstöður eru ekki tölfræðilega marktækar. Pröng vikmörk, sem innihalda 1,0, benda til að það sé í raun enginn munur milli hópanna. Víð vikmörk, sem innihalda 1,0, gefa hins vegar í skyn að niðurstöðurnar geti samræmst hvort sem er jákvæðum og neikvæðum áhrifum (til dæmis að tiltekinn umhverfisþáttur gæti verið, hvort sem er, verndandi eða aukið áhættu) og að smæð úrtaksins hafi takmarkað tölfræðilegt afl (power) rannsóknarinnar til að útiloka tilviljun sem skýringu niðurstöðunnar. Túlkun tölfræðilega marktækra niðurstaðna krefst nokkurs sjálfsaga. í fyrsta lagi, og í ljósi þess sem rætt var hér að ofan, ber ekki að líta á tölfræðilegan mark- tækileika sem afdráttarlaust svar heldur aðeins sem eina vísbendingu um hvernig túlka megi niður- stöðurnar. Niðurstaða sem er tölfræðilega marktæk getur að sjálfsögðu verið tilviljun, en líkumar á því eru takmarkaðar. Hið gagnstæða getur einnig gerst, það er niðurstöður sem ekki eru tölfræðilega marktækar þurfa ekki að stafa af tilviljunum. Pví er mikilvægt að sýna sjálft p-gildið en ekki aðeins upplýsa að það sé stærra en til dæmis 0,05. Túlkun slíkra niðurstaðna verður að byggjast á bæði nákvæmu p-gildi og vídd vikmarkanna, eins og lýst er að framan. I öðru lagi verður að gera skýran greinarmun á tölfræðilega marktækum niðurstöðum annars vegar og orsaka- tengslum hins vegar. Smátt p-gildi bendir til að til- viljun sé ekki líkleg skýring á niðurstöðunum en gefur engar upplýsingar um gæði rannsóknarinnar eða hlutverk kerfisbundinnar skekkju (bias) eða truflandi þátta (confounding). Á hinn bóginn geta niðurstöður, sem ekki eru tölfræðilega marktækar, endurspeglað raunverulegt orsakasamband. í þriðja lagi segir p- gildi ekkert um hagnýti eða klíníska þýðingu niður- staðnanna. Örsmátt p-gildi getur fylgt óverulegum mun milli hópa sem hefur enga klíníska eða líf- fræðilega þýðingu. Læknablaðið 2000/86 897
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.