Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.2000, Page 91

Læknablaðið - 15.12.2000, Page 91
Ársþing Skurðlæknafélags íslands og Svæfinga* og gjörgæslulæknafélags íslands árið 2001 verður haldið á Grand hótel Reykjavík fimmtudaginn 5. og föstudaginn 6. apríl. Á fimmtudeginum verða flutt frjáls erindi og kynnt veggspjöld. Á föstudeginum verða aðalfundir Skurðlæknafélags íslands og Svæfinga- og gjörgæslulæknafélags íslands og önnur mál tengd skurðlækningum og svæfingum. Ágrip erinda skulu berast fyrir 1. febrúar til Margrétar Aðalsteinsdóttur hjá Fræðslustofnun lækna, meó tölvupósti eða á disklingi, sjá nánari upplýsingar hér að neðan. Þau ágrip sem vísindanefnd félaganna samþykkir til flutnings á þinginu verða birt í Læknablaðinu. Vísindanefnd áskilur sér rétt til að hafna innsendum ágripum. Við ritun ágripa skulu eftirtalin atriði koma fram í þeirri röð sem hér segir: * Titill ágrips, nöfn og vinnustaður höfunda, inngangur, efniviður og aðferðir, niðurstöður og ályktanir. * Nafn flytjanda skal feitletrað. * Hámarkslengd ágripa er 1800 letureiningar (characters). * Ágrip skulu skrifuð á íslensku. * Höfundar skulu geta þess hvort þeir óska eftir að flytja erindi eða sýna veggspjald. * Höfundar skulu láta þess skýrt getið hvaða útbúnað í fundarsal þeir óska eftir að nota við flutning erindisins. Nánari upplýsingar um þingið veita: Hannes Petersen Landspítala Fossvogi og Sveinn Geir Einarsson St. Jósefsspítala Hafnarfirði Ritari þingsins er Margrét Aðalsteinsdóttir Fræðslustofnun lækna, Hlíðasmára 8, 200 Kópavogi, sími: 564 4100, bréfasími: 564 4106, netfang: magga@icemed.is Læknadagar 15.-19. janúar 2001 lækna Árlegt fræðslunámskeið Fræðslustofnunar lækna og Framhaldsmenntunarráðs læknadeildar verður haldið dagana 15.-19. janúar næstkomandi. Dagskráin verður mjög fjölbreytt að vanda og verða eftirfarandi málþing á dagskránni en auk þess samræðufundir, stakir fyrirlestrar, hádegisverðarfundir og kirurgia minor. Fræðslustofnun Framhaldsmenntunarráð læknadeildar o Bráðalækningar o Augnlækningar o Bakverkir o Klínískar rannsóknir o Þáttur lækna í tóbaksvörnum o Gigt o Faraldsfræði kransæðasjúkdóma á o Svimi og jafnvægistruflanir o Nýjungar í meinafræði o Meðferð geðraskana barna og unglinga o Nýrnalækningar o Verkir og verkjameðferð o Læknar og fjölmiðlar o Þunglyndi, afleiðingar og geðlyfjanotkun o Meltingarfæravandamál hjá börnum o Bæklunarlækningar o Þungun, sykur, fita og blóðþrýstingur o Heilabilun o Taugasjúkdómar og taugahrörnun íslandi; áhættuþættir og áhættumat o Siðfræð fósturgreiningar snemma í meðgöngu Dagskráin í heild verður birt í janúarhefti Læknablaðsins og á heimasíðu Fræðslustofnunar www.icemed.is/fraedslustofnun_laekna/default.htm með áherslu á Downs heilkenni o Androgen-meðferð Læknablaðið 2000/86 905

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.