Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.2000, Page 92

Læknablaðið - 15.12.2000, Page 92
NÁMSKEIÐ / STYRKIR Ráðstefna um rannsóknir í læknadeild HÍ 4. og 5. janúar 2001 Tími og umsjónaraðili: Ráðstefna um rannsóknir í læknadeild Háskóla íslands verður haldin 4. og 5. janúar 2001. Umsjón með ráðstefnunni hefur Vísindanefnd læknadeildar HÍ. Staðsetning: Ráðstefnan fer fram í Odda. Þátttakendur: Þátttaka í dagskrá ráðstefnunnar miðast við kennara og starfsmenn deildarinnar, það er í læknisfræði og sjúkraþjálfun auk lyfjafræði. Ennfremur er gert ráð fyrir þátttöku starfsmanna stofnana sem tengjast deildinni og kennslusjúkrahúsum landsins. Aðilum sem vinna að rannsóknum í samvinnu við starfsmenn læknadeildar er einnig boðin þátttaka. Aðgangur að ráðstefnunni er öllum heimill. Þátttökugjald: Kr. 3000 almennt gjald, kr. 1000 fyrir háskólanema. Ekki verður tekið við greiðslu með kortum. Erindi og veggspjöld: Gert er ráð fyrir frjáisum erindaflutningi (10 mínútur hvert erindi, með fyrirspurnum) og spjaldasýningu (stærð veggspjalda 90x120 cm). Veggspjöld verða til sýnis einn dag. Höfundar komi með veggspjöld tilbúin til uppsetningar. Skráning og afhending þinggagna: Framkvæmdastjóri ráðstefnunnar Birna Þórðardóttir (sjá netfang að neðan) tekur við skráningu, þátttakendur er hvattir til að skrá sig tímanlega. Skráningar- og afhendingartími gagna verður auglýstur nánar í tilkynningu til þátttakenda. Ágrip: Ágrip erinda og veggspjalda verða gefin út í Fylgiriti Læknablaðsins sem mun koma út fyrir ráðstefnuna. Framkvæmdastjóri ráðstefnunnar er Birna Þórðardóttir, símar: 564 4104 (v) / 552 9075 (h) / 862 8031, netfang: birna@icemed.is Vísindanefnd læknadeildar HÍ Ástríður Pálsdóttir Tilraunastöð HÍ Keldum, s. 567 4700 Elías Ólafsson taugalækningadeild Landspítala Hringbraut, s. 560 1660, formaður nefndarinnar Jens A. Guðmundsson kvennadeild Landspítala Hringbraut, s. 560 1000 Reynir Arngrímsson læknadeild HÍ, s. 525 3600 Þorsteinn Loftsson lyfjafræðideild HÍ, s. 525 4464 Rannsóknarstyrkur úr Minningarsjóði Bergþóru Magnúsdóttur og Jakobs J. Bjarnasonar Ákveðið hefur verið að auglýsa til umsóknar styrki úr ofangreindum sjóði. Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins er tilgangur hans: 1. Að styrkja kaup á lækninga- og rannsóknartækjum til sjúkrastofnana. 2. Að veita vísindamönnum í læknisfræði styrki til framhaldsnáms eða sjálfstæðra vísindaiðkana. Rannsóknir á krabbameinssjúkdómum sitja að jafnaði fyrir um styrkveitingar. Umsóknum ásamt ítarlegum greinargerðum skal skila til landlæknis, Laugavegi 116, 150 Reykjavík, fyrir 1. febrúar 2001. Sjóðstjórn 906 Læknablaðið 2000/86

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.