Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.2001, Qupperneq 12

Læknablaðið - 15.01.2001, Qupperneq 12
FRÆÐIGREINAR / RITSTJÓRNARGREIN reykbindindis voru þrír fjórðu þeirra sem voru í reykbindindi eftir fyrstu sjö vikurnar farnir að reykja aftur og marktækur munur milli samanburðar- hópanna var ekki lengur til staðar. Algengustu aukaverkanir búprópíons eru svefntruflanir (30-40%), munnþurrkur (10%) og ógleði (13). í rannsókn Hurts (9) urðu 5-8% að hætta á búprópíoni vegna aukaverkana en í 5% í lyfleysuhópi. í rannsókn Jorenbys (10) voru samsvarandi tölur 12% fyrir búprópíon, 7% fyrir nikótínplástur, 11% fyrir búprópíon og nikótín- plástur og 4% fyrir lyfleysuhóp. Fyrri tilraunir með búprópíon, sem lyf gegn þunglyndi, bentu til aukinnar hættu á krampa og hækkuðum blóðþrýst- ingi. Krampar tengdust styrk lyfsins í sermi og var áhættan 0,1% við 300mg á dag og 0,4% við 450mg á dag (5). Áhættan var meiri hjá þeim sem höfðu fyrri sögu um krampa, heilaáverka eða drykkjusýki. Við notkun á 150mg forðatöflum með dagskömmtum 300mg á dag, gefið í tveimur skömmtum, virðist tíðni krampa ekki vera meiri en 1/1000. Með forða- töflunum frásogast lyfið hægar og hugvirku áhrifin koma ekki eins snöggt. Lyfinu skal alls ekki ávísa þeim sem hafa flogaveiki eða þar sem hætta er á krömpum. Hluti þeirra sem vilja hætta að reykja eru þegar á lyfjum gegn þunglyndi. Nauðsynlegt getur verið að minnka skammta þeirra lyfja ef umbrot búprópíons er á sama stað í lifrinni. Búprópíon er einfalt í notkun og losar neytandann strax við nikótín. Pað er lítið eða ekki ávanabindandi, virkar gegn þunglyndi og má sameina nikótínlyfjum ef þörf krefur. Ókostir þess eru að við mikil fráhvarfseinkenni reykinga er ekki hægt að auka við skammta líkt og gera má við nikótínlyf. Hátt verð og svefntruflanir geta líka spillt íyrir. Krampaáhætta virðist lítil ef gagnábendingar eru virtar og forða- töflur notaðar. ítarlegri rannsóknir á virkni búpró- píons eru nauðsynlegar meðal annars til að meta betur notagildi þess borið saman við nikótínlyf. Paö er einnig þörf á fleiri rannsóknum þar sem fleiri lyf eru gefin samtímis með það fyrir augum að minnka hættu á að reykingar taki sig upp þegar frá líður. Nikótín er það efni í tóbaki sem viðheldur reykingum og þess vegna er eðlilegt að heimila nikótínlyf í lausasölu fyrst sígarettur eru seldar í lausasölu. Reykingamenn sem hætta upp á eigin spýtur og nota nikótínlyf auka líkur sínar á reykbindindi úr um 5% í 10% (3). Ef þeir fara að reykja aftur er ólíklegt að ná betri árangri með sömu aðferð. Þá getur komið til kasta læknis að ráðleggja næsta skref. Við slíka tilraun til reykbindindis geta reykingamenn aukið líkur sínar á reykbindindi úr 10% í 20% ef þeir nota búprópíon og/eða nikótínlyf (14-15). Nórtryptilín er lakari valkostur á þessu stigi. Ekki er unnt að fullyrða að búprópíon sé betra en nikótínlyf eða öfugt en það ætti í öllu falli ekki að ávísa búprópíoni nema eftir viðtal og skoðun. Við valið þarf að taka tillit til vilja sjúklings, fyrri tilrauna til að hætta að reykja, aukaverkana, ávinnings af reykbindindi og annarra þátta. Kostnaðargreining setur aðgerðir gegn reykingum hátt á lista yfir skynsamlega nýtingu fjármuna í heilbrigðisþjónustu. Búprópíon er góð viðbót í vopnabúrið og fyrsta nýja lyfið gegn reykingum í 15 ár sem ekki er nikótín. Það er virkt gegn reykingum og skapar sóknarfæri til að bæta heilsu einstaklinga og þjóða. í dag reykja 25% íslendinga á aldrinum 18-69 ára. Einn af hverjum tveimur sem reykja ævilangt deyja ótíma- bærum dauða vegna reykingasjúkdóma. Lyfjameð- ferð þegar hætt er að reykja hefur sannað gildi sitt og er með virkustu leiðum sem þekktar eru að varanlegu reykbindindi. Heimildir 1. Neal L. Benowitz. Nicotine Toxicity. In: Ferrence R, Slade J, Room R, Pope M, eds. Nicotine and Public Health. Washington: United Book Press; 2000:65-76. 2. Silagy C, Mant D, Fowler G, Lancaster T. Nicotine replacement therapy for smoking cessation (Cochrane Review). ln: The Cochrane Library, Issue 3, 1999. Oxford: Update Software. [Context Link] 3. Hughes JR, Goldstein MG, Hurt RD, Shiffman S. Recent advances in pharmacotherapy of smoking. JAMA 1999; 281: 72-6. 4. Hughes JR, Stead LF, Lancaster T. Anxiolytics and antidepressants for smoking cessation (Cochrane Review). In: The Cochrane Library, Issue 3, 2000. Oxford: Update Software. [Medline Link] 5. Benowitz NL, Peng MW. Non-nicotine pharmacotherapy for smoking cessation. Mechanisms and prospects. CNS Drugs 2000:13: 256-85. 6. Blondal T, Gudmundsson LJ, Tomasson K, Jonsdottir D, Hilmarsdottir H, Kristjansson F, et al. The effects of fluoxetine combined with nicotine inhalers in smoking cessation - a randomized trial. Addiction 1999; 94:1007-15. 7. Hall SM, Reus VI, Munoz RF, Sees KL, Humfleet G, Hartz DT, et al. Nortriptyline and cognitive-behavioral therapy in the treatment of cigarette smoking. Arch Gen Psychiatry 1998; 55: 683-90. 8. Prochazka AV, Weaver MJ, Keller RT, Fryer GE, Licari PA, Lofaso D. A randomized trial of nortriptyline for smoking cessation. Arch Intern Med 1998; 158: 2035-9. 9. Hurt RD, Sachs DPL, Glover ED, Offord KP, Johnston JA, et al. A comparison of sustained-release bupropion and placebo for smoking cessation. N Engl J Med 1997; 337: 1195-202. 10. Jorenby DE, Leischow SJ, Nides MA, Rennard SI, Johnston JA, Hughes AR, et al. A controlled trial of sustained-release bupropion, a nicotine patch, or both for smoking cessation. N Engl J Med 1999; 55: 685-91. 11. Hays JT, Hurt RD, Rigotti N, Niaura R, Gonzales D, Durcan MJ, et al. A randomized controlled trial of sustained-release bupropion for pharmacologic relapse prevention following smoking cessation. Ann Behav Med. In press 2000. 12. Hays JT, Hurt RD, Wolter TD, Buist AS, Niaura R, Rigotti N, et al. Bupropion-Sr for relapse prevention [abstract]. Society for Research on Nicotine and Tobacco Annual Conference; 2000 Feb 18-20; Arlington VA 2000. [Fulltext Link] [Medline Link] 13. Goldstein MG. Bupropion sustained release and smoking cessation. J Clin Psychiatry 1998; 59/Suppl 4: 66-72. 14. RCP 2000. Non-nicotine medications for treating nicotine addiction. In: Nicotine Addiction in Britain. London: Royal College of Physicians; 2000: 147-151. 15. Fiore MC, Bailey WC, Cohen SJ, Dorfman SF. Goldstein MG, Gritz ER, et al, eds. Treating Tobacco Use and Dependence. Clinical Practice Guideline. Rockville, MD: U.S. Department of Health and Human Services, Public Health Service; June 2000. 12 Læknablaðið 2001/87
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.