Læknablaðið - 15.01.2001, Síða 26
FRÆÐIGREINAR / SYKURSTERAR
Table II. Complications, supposed due to iong term treatment with corticosteroids,
registrated in 191 patients records. No comptication which coutd be related to the
corticosteroids therapy was recorted in 63 out of 191 patients records (33.0%).
Complication No of patients (%)
Osteoporosis (assumed) 50 (26.2)
Cushingoid changes 49 (25.7)
Fractures (assumed osteoporosis related*) 39 (20.4)
Edema 37 (19.4)
Infections problems 24 (12.6)
Gastrointestinal complaints 20 (10.5)
Cataract / glaucoma 18 (9.4)
Hypertention 16 (8.4)
Hyperglycemia / diabetes mellitus 15 (7.9)
Dermal artophy 14 (7.3)
Mental symptoms 11 (5.7)
Muscular atrophy 4 (2.1)
Thrombosis 4 (2.1)
Oral mucosal symptoms 1 (0-5)
* 32 compression fractures in columna vertebralis; three fractures of distal ulna and one fracture of:
colum femoris, subtrochanter, tibia and fibula.
handleggsmæli staðsettum á FSA, en mælirinn var
óáreiðanlegur vegna tíðra bilana. Mælirinn var á
rannsóknartímabilinu sendur utan til viðgerðar og
urðu það síðar örlög hans að hverfa í hafið með
strandi Vikartinds veturinn 1997. Tvær konur voru
beinþéttnimældir á rannsóknartímabilinu á Sjúkra-
húsi Reykjavíkur (Dual X-ray Absorption aðferð).
Önnur þeirra reyndist með beinþynningu, en hin
hafði góðan beinhag.
Beinbrot: Þrjátíu og níu sjúklingar, 25 konur
(64%) og 14 karlar (36%), höfðu beinbrotnað eftir
að sykursterameðferðin hófst. Algengast voru sam-
föll í hryggjarbolum eða 32, þar næst þrjú framhand-
leggsbrot. Einn sjúklingur hafði brotnað á lærleggs-
hálsi og annar hafði brotnað við mjaðmarhnútuna,
enn annar sjúklingur hafði ökklabrotað og sá fjórði
fengið brot á dálk. Einn sjúklingur hafði bæði fengið
samfall í hrygg og framhandleggsbrot og annar
sjúklingurinn sem hafði lærleggsbrotnað hafði líka
brotnað á mjaðmagrind. Meðalaldur þeirra sem
höfðu sögu um beinbrot var 75 ár (62-90 ár) eða níu
árum hærri en meðferðarhópsins í heild (p>0,0001).
Upphafs- og viðhaldsskammtur prednisólóns í
þessum hópi var hinn sami og fyrir allan meðferðar-
hópinn (26 mg á móti 24 mg og 6,3 mg á móti 6,0 mg
prednisólón) og mögulegt var að áætla meðferðar-
lengdina hjá 23 einstaklingum, en að meðaltali leið
31 mánuður (3-168) frá meðferðarbyrjun að bein-
broti.
Dánarorsakin Tuttugu og sjö sjúklingar létust á
rannsóknartímabilinu, meðalaldur þeirra var 74 ár.
Dánarorsakir þeirra voru eftirfarandi: 10 sjúklingar
létust úr öndunarbilun og þrír úr lungnabólgu, átta
sjúklingar dóu vegna hjartasjúkdóma, fimm vegna
illkynja sjúkdóma og einn sjúklingur dó vegna heila-
blæðingar. Átta þessara einstaklinga (30%) höfðu
fengið beinbrot.
Forvöm gegn beinþynningu: Samkvæmt sjúkra-
skrám voru meðferðarráðstafanir gegn beinþynn-
ingu færðar til bókar hjá 61 sjúklingi (32%). Ef frá eru
taldar 15 konur, sem héldu áfram hormónaupp-
bótarmeðferð sinni við upphaf sykursterameðferðar-
innar, fengu 46 sjúklingar ítarlegri meðferðarráðlegg-
ingar gegn beinþynningu samkvæmt sjúkraskrám.
Meðalaldur þessa hóps var 66 ár (23-93 ár) sem
samanstóð af 46 konum og 15 körlum.
Eitt hundrað sextíu og fjórir einstaklingar voru á
lífi er rannsóknin var framkvæmd veturinn 1997. Eitt
hundrað þrjátíu og tveir (80,5%) þeirra útfylltu
spurningablað um neysluvenjur. Niðurstöður þessara
spurningablaða sýndu að 93% karla og kvenna neyttu
reglulega mjólkurvara. Auk þess tóku 37% einnig
kalktöflur daglega. Fimmtíu og tvö prósent hópsins
tóku reglulega lýsi og tryggðu sér þannig dagsþörf af
D-vítamíni. Þrjátíu og átta sjúklingar (29%) tóku
bæði kalk og D-vítamín daglega.
Af 106 konum höfðu 86 eða 81% náð tíðahvörf-
um, meðalaldur þeirra var 64 ár. Aðeins 18 þeirra
(21%) fengu hormónauppbótarmeðferð á rann-
sóknartímabilinu. Enginn karl fékk meðferð með
karlkynshormónum sem vörn eða meðferð gegn
beinþynningu.
Bísfosfónöt tóku 10 konur og sjö karlar eða 9%
sjúklingahópsins. Fjórtán þessara sjúklinga höfði sögu
um beinbrot og tveir sjúklingar til viðbótar höfðu
beinþynningu án beinbrota (annar þeirra hafði
gengist undir beinþéttnimælingu). Þannig tóku 16
sjúklingar bísfosfónöt sem meðferð gegn greindri
beinþynningu, en einungis einn karl með sykursýki og
nýgreinda fjölvöðvagigt fékk bísfosfónatameðferð í
forvarnarskyni.
Tveir sjúklingar með beinþynningu og samfalls-
brot í hrygg höfðu fengið kalsítónínkúra í stuttan tíma
sem hluta af verkjastillandi meðferð meðan á sjúkra-
húsdvöl stóð.
Beinbrot og beinþynningarmeöferð: Rúmlega
þriðjungur hópsins (36%), sem höfðu fengið
beinbrot, voru meðhöndlaðir með bísfosfónötum,
sem samsvarar að 32% þeirra sjúklinga er taldir
höfðu verið með beinþynningu samkvæmt sjúkra-
skrám fengu meðferð með lyfi af þessum flokki.
Tuttugu og níu sjúklingar (58%) er höfðu bein-
þynningu samkvæmt sjúkraskrám höfðu hvorki feng-
ið hormónauppbótarmeðferð né meðferð með
bísfosfónötum. Hins vegar tóku 44% þeirra reglulega
kalktöflur og 58% þeirra tryggðu sér D-vítamín
inntöku með reglulegri neyslu lýsis.
Umræða
Rannsókn okkar nær til tæplega tíunda hluta íbúa
landsins og lýsir ávísunarvenjum heilsugæslulækna og
annarra sérfræðilækna á sykursterum yfir tveggja ára
tímabil á öllu Norð-Austurlandi. í ljósi þessa verður
að telja að niðurstöðurnar séu marktækar og óhætt sé
að varpa þeim yfir á landið í heild sinni. Rannsóknin
sýnir að 0,72% íbúa Norðurlands eystra eru á
26 Læknablaðið 2001/87