Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2001, Síða 27

Læknablaðið - 15.01.2001, Síða 27
FRÆÐIGREINAR / SYKURSTERAR langtímasykursterameðferð, sem samsvarar því að um 2000 Islendingar séu á langtímameðferð með sykursterum á hveijum tíma og allt að 300 þeirra hafi fengið beinbrot, sem að einhverju leyti má rekja til meðferðarinnar. Fylgikvillar langtímasykurstera- meðferðar eru því stórt þjóðhagslegt heilbrigðis- vandamál, sem kallar á aðgerðir af hendi heilbrigðis- yfirvalda. A rannsóknartímabilinu fengu rúmlega 700 einstaklingar ávísað prednisólóni, í flestum tilvikum til skammtímanotkunar. Fjórði hver einstaklingur þarfnast þó langtímameðferðar. Hlutfall þetta er svipað og í Bretlandi, þar sem 20% þeirra er fengu ávísað sykursterum voru enn á meðferðinni að sex mánuðum liðnum (12). Ábendingar fyrir lang- tímasykursterameðferð hér á landi eru þær sömu og erlendis, þar sem bólgusjúkdómar í stoðkerfi og lungum eru algengastar. Iðrabólgusjúkdómar virðast vera algengari ábending hér á landi en í Bretlandi, eða 8% miðað við 1-3% (11,12). Ennfremur er meðalskammtur og meðferðartími hér á landi sam- bærilegur og í fyrrnefndum rannsóknum. Nýleg bandarísk rannsókn sýnir að lungnalæknar og sér- fræðingar í meltingarfærasjúkdómum nota hærri skammta af sykursterum en gigtlæknar (13,8 mg; 12,7 mg; 8,0 mg prednisólón), en sjúklingar gigtlækna eru lengur á meðferðinni eða að meðatali 85 mánuði, samanborið við 41 og 61 mánuð hjá hinum sérfræð- ingunum (19). Aukaverkanir af völdum langtímasykursterameð- ferðar eru oft nefndar í sjúkraskrám. Beinþynning var oftast nefnd eða í fjórðu hverri sjúkraskrá og sjötti hver sjúklingur hafði fengu einkenni um samfallsbrot í hrygg. Rannsókn okkar er á engan hátt tæmandi hvað aukaverkanir varðar, enda ekki skráð framskyggnt. I framskyggnri rannsókn meðal 128 astmasjúklinga höfðu 11% þeirra er tóku reglulega sykurstera í töfluformi samfallsbrot, en enginn þeirra er ekki voru meðhöndlaðir með sykursteratöflum (20). Beinbrot eru hvað alvarlegastir fylgikvillar langtímasykursterameðferðar, bæði valda þau líkamlegum kvölum og hafa áhrif á lífshorfur þeirra er verða fyrir því óláni (21), sérstaklega hvað varðar karla (22). Ennfremur valda ótímabær beinbrot þjóðfélaginu miklum samfélagskostnaði (23). Allt frá dögum Harvey Cushing hafa tengslin milli ofurmagns kortisóls og ótímabærrar beineyðingar verið þekkt (24) og getur beinþynning verið fyrsta einkenni sjúklinga með heilkenni Cushings (25). Fljótlega eftir að farið var að nota sykurstera gerðu menn sér grein fyrir þessum alvarlega fylgikvilla. Sykursterar draga bæði úr nýmyndun beins og auka beinniðurbrot. Hið fyrrnefnda er vegna beinna áhrifa á beinfrumur, en sykursterar draga úr myndunargetu þeirra á stoðefni beinsins, sem mæla má óbeint með magni osteókalsíns í blóði (26). Sykursterar hafa einnig neikvæð áhrif á framleiðslu margra kyn- hormóna og þannig geta þeir valdið enn frekari bein- þynningu (27). Áhrif sykurstera á paratýrín voru talin vera ein af aðalorsökum beinþynningar tengdri sykursterum, en á síðustu árum er hlutverk paratýríns talið vera óverulegt (15,26). Á hinn bóginn trufla sykursterar verkun D-vítamíns í þörmum og valda þannig röskun á kalsíumbúskap (28) með þeim afleiðingum að ofvirkni verður í kalkkirtlum. Þessi verkunarmáti hefur einnig verið talinn hafa óveruleg áhrif (15). í þessu samhengi er rétt að benda á að kalk og D-vítamín hemur aðeins að litlu leyti það beintap sem sykursterar valda (15), sérstaklega ef litið er til lengri tíma og beinþéttninnar í mjöðm (29). Þótt engar rannsóknir hafi sýnt að hvorki D-vítamín né kalk komi í veg fyrir beinbrot sjúklinga á sykursterameðferð, er talið rétt að tryggja dagsþörf kalks og D-vítamíns hjá öllum þeim er meðhöndlaðir eru með sykursterum, enda hvort tveggja ódýr forvörn (15-18,30). Sykursterar valda fyrst og fremst beintapi í upphafi sykursterameðferðar (29). Fimmtán prósent þeirra sem fara á langtímameðferð geta gert ráð fyrir samfallsbroti þegar á fyrsta meðferðarárinu (31). Sykursterar valda ekki eingöngu beintapi, heldur breyta þeir einnig innri uppbyggingu beina og valda þannig aukinni brotaáhættu (9,10,32,33). Áhættan á beinbrotum hjá sjúklingum á langtímasykurstera- meðferð er tvisvar sinnum hærri miðað við sömu beinþéttnigildi en hjá þeim er ekki hafa fengið sykurstera (10,32,33). Því hefur verið lagt til að sjúklingar á langtímasykursterameðferð skuli taldir hafa beinþynningu þegar beinþéttnigildi þeirra er lægra en -1,5 staðalfrávik frá beinhag viðmiðunar- hóps (9,10,32,33), en ekki -2,5 staðalfrávik eins og alþjóðleg greiningarskilmerki fyrir beinþynningu kveða á um (34). I dag eru beinþéttnimælar á Landspítala Fossvogi og Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Einnig er unnt að framkvæma beinþéttni- mælingar með tölvusneiðmyndatækjum og með ómtækni. Meirihluti þátttakenda tryggði sér kalk- og D- vítamíninntöku. Hins vegar tryggðu eingöngu 21% kvenna, sem komnar voru yfir tíðahvörf, sér hormónameðferð, sem er þó helmingi hærra hlutfall en meðal breskra kvenna á sykursterameðferð (11). Þriðjungur íslenskra kvenna á aldrinum 64-69 ára hafa notað homónauppbótarmeðferð, en eingöngu tíunda hver kona á þessum aldri er kemur á Leitarstöð Krabbameinsfélags íslands notfærir sér þetta meðferðarform (35). Hlutfall kvenna á sykur- sterameðferð er nýta sér hormónauppbótarmeðferð virðist því vera helmingi hærra en meðal jafnaldra þeirra. Einungis einn sjúklingur fékk meðferð með bísfosfónötum í forvarnarskyni samhliða sykurstera- meðferðinni. Hins vegar var þriðjungur þeirra sjúk- linga sem voru með þekkt beinþynningarbrot með- Læknablaðið 2001/87 27
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.