Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.2001, Qupperneq 68

Læknablaðið - 15.01.2001, Qupperneq 68
UMRÆÐA & FRÉTTIR / NEYÐARHJÁLP Bráðvantar lækna til Palestínu Læknarnir Sveinn Rúnar Hauksson og Guð- björn Björnsson heimsóttu nýverið byggðir Palestínumanna á átakasvæðinu á Gazaströndinni. Tildrögin voru þau að Guðbjörn þurfti að mæta á stjórnarfund hjá ÍSAM (International Society for Addiction Medicine) í Kaíró og á ráðstefnu sam- takanna í leiðinni. Pað varð úr að Sveinn Rúnar slóst í för með honum og sótti ráðstefnuna. Upphaflega átti hún að vera á tveimur stööum. í Jerúsalem og Kaíró, en ísraelsmenn hurfu frá því að halda hluta hennar í Jerúsalem vegna ástandsins. Pað voru einkum læknar á meðferðarstofnunum og heimilis- læknar sem sóttu ráðstefnuna en Guðbjöm er læknir á Vogi og Sveinn Rúnar heimilislæknir og fyrrverandi yfirlæknir á sjúkrastöðinni Von. A ráðstefnunni var fjallað um framfarir á sviði lækninga og forvarna gagnvart áfengissýki, lyfjafíkn og annarri fíkniefnamisnotkun, þar á meðal reykingum. Kappnóg af verkefnum fyrir eina ferð, en þeir létu ekki þar við sitja. í framhaldi af ráðstefnunni héldu þeir félagar til Jerúsalemborgar, Vesturbakkans og Gazastrandar- innar til að kynna sér af eigin raun afleiðingar hernaðar ísraela á hendur Palestínumönnum og hvernig læknar bregðast við þeim aðstæðum sem skapast. A Gazaströndinni heimsóttu þeir fjölmörg sjúkrahús, en Sveinn Rúnar þekkir vel til þessa svæðis gegnum starf sitt sem formaður Félagsins ísland- Palestína og hefur tvívegis áður heimsótt svæði Palestínumanna og kynnt sér heilbrigðisþjónustuna. í Sveinn Rúnar Hauksson. framhaldi af ferð þeirra félaga fékk Læknablaðið Svein Rúnar í spjall og grennslaðist meðal annars fyrir með hvaða hætti íslenskir læknar gætu veitt neyðaraðstoð og hvernig undirbúningi þess væri háttað. Hann var fyrst spurður hvort vel hefði gengið að komast inn á átakasvæðin: „Pað er varla hægt að segja það. Þarna voru ekki margir á ferð, hvorki læknar né aðrir. Raunar átti ekki að hleypa okkur í gegn og inn á svæðið. ísraelsmenn töldu að tveir læknar frá Islandi ættu ekkert erindi inn á Gaza. Pað gagnaði lítið fyrir okkur að benda á að beðið væri eftir okkur og að við ættum heimboð hjá starfsfélögum okkar. A endanum voru það gömlu, góðu, íslensku samböndin sem tryggðu okkur leið í gegn. Islenskur ljósmyndari, Þorvaldur Örn Kristmundsson á DV, hafði komið sér upp samböndum hjá ísraelska hemum og var með ísraelskt blaðamannaskírteini. Eftir nokkur símtöl var okkur reddað í gegn. Merkilegt nokk, þá hefur stefna ísraelsstjórnar að þessu sinni verið sú að leyfa blaðamönnum að fylgjast með en stundum hefur verið algert fréttabann í gildi.“ Skrifstofan rjúkandi rúst þremur dögum síöar Hverjir voru það sem þið heimsóttuð? „Við áttum fyrst stefnumót við dr. Zakaria Agha, sem var áður yfirlæknir á Ahli-sjúkrahúsinu, en í mínum fyrri heimsóknum 1990 og 1992 var það eina sjúkrahúsið sem Palestínumenn leituðu til á átaka- tímum, en nú er stærsta sjúkrahúsið, Shifa, einnig komið undir stjórn Palestínumanna. Dr. Agha er að mestu hættur læknisstörfum og kominn í miðstjórn Fatah-stjórnmálahreyfingarinnar, eins konar mið- flokks og sósíaldemókrata þeirra Palestínumanna. Við hittum hann á skrifstofu þeirra samtaka en þremur dögum síðar var hún sprengd í loft upp. Ég var varla lentur heima þegar ég sá dr. Agha á skerminum, brattan að vanda, í beinni útsendingu á CNN vegna þessarar árásar, en skrifstofan var rústir einar.“ Það hefur kannski verið nokkuð stór skammtur af raunveruleika, að sjá hve skammt var milli ykkar og sprengingarinnar? „Jú, það var svolítið einkennilegt, en það var svo margt fleira sem var raunverulegt við þessa heimsókn. Þótt við værum ekki á vígvellinum og sæjum ekki skothríð þá heyrðum við hana. Við vorum á hinum endanum, við móttöku særðra, og sáum fólkið þegar það var að koma eftir að hafa orðið fyrir skotárásum og einnig sjúklinga sem legið höfðu á sjúkrahúsi í nokkra daga og gengist undir aðgerðir.“ Tölur fallinna úr hópi Palestínumanna eru orðnar ógnvekjandi háar, en þarfekki að margfalda þœr til að fá út tölu særðra? 68 Læknablaðið 2001/87
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.