Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2001, Síða 81

Læknablaðið - 15.01.2001, Síða 81
UMRÆÐA & FRÉTTIR / BROSHORNIÐ 11 Með hellu og sjóveíkí Bjarni Jónasson Sendiö efni í anda læknaskops í Broshornið. Læknablaðinu, Hlíðasmára 8, 200 Kópavogi eða í bréfasíma 564 4106 eða á netfang: bjarn i.jon asson @ gb.hgst.is Getið þess hver sendir, en það sem birtist verður undir dulnefni. Læknablaðið áskilur sér rétt til að lagfæra texta. Umsjónarmaður er heilsugæslulæknir í Garðabæ og stjórnarmaður í Nordisk Selskap for Medisinsk Humor. Úr fötunum Eldri kona kom til læknisins. Hann las yfir sjúkraskrá konunnar og sagði svo: „Jæja, Guðrún mín, nú ætla ég að biðja þig að fara úr fötunum." „Eg veit ekki hvort ég ætti nokkuð að vera að fara úr,“ sagði konan. „Maðurinn minn sálugi dó fyrir mörgum árum.“ „Fyrirgefðu," sagði læknirinn, „en ég fæ ekki séð hvað það kemur málinu við. Ég bið þig vinsamlegast að fara úr fötunum." „En læknir minn góður, ég hef lifað ein síðustu 15 árin.“ „Guðrún mín, það skiptir ekki heldur neinu máli. Farðu nú úr fötunum og þá getum við hafist handa.“ „Jæja, þá það,“ sagði konan, „en ég vara þig við. Þú ert að leika þér að eldi!“ Meö hellu fyrir eyrum Háls-, nef- og eyrnalæknirinn var að skoða konu á miðjum aldri, hún var búin að vera kvefuð í þrjár vikur og var komin með hellu fyrir eyrun. Læknirinn fann út að konan var með væga eymabólgu og ráðlagði henni að nota eymadropa úr því að bólgan væri svo lítil. Konan kom svo í annað sinn og loks í þriðja sinn á stuttum tíma og alltaf með hellu. í þetta skipti hafði hún manninn sinn með sér. „Ég er alveg að missa þolinmæðina. Nú verður þú að fara að gera eitthvað í málinu,“ sagði konan pirruð. „Ég hef verið að reyna að gera það sem er þér fyrir bestu, frú mín góð,“ sagði læknirinn. Samt hef ég á tilfinningunni að þú sért óánægð með það sem ég hef gert fram að þessu.“ Þegar hér var komið ræskti eiginmaðurinn sig, stóð upp og sagði: „Það er svo undarlegt, læknir. Ég hef búið með henni í 18 ár og hef haft það sama á tilfinningunni allan tímann.“ Eins og bjalla Sjúklingurinn: „Ég get ekki losnað við þá undarlegu tilfinningu að ég sé bjalla.“ Læknirinn: „Taktu þrjár af þessum töflum á dag og hringdu svo í mig, ef þú skánar ekki.“ Af sjóveiki Farþegi á skipi var illa haldinn af sjóveiki og leitaði því til skipslæknisins. „Áttu ekki eitthvað til við þessum fjanda?“ spurði farþeginn. „Hafðu engar áhyggjur af þessu,“ sagði læknirinn. Það hefur aldrei neinn dáið úr sjóveiki." „Þetta var illa sagt,“ stundi farþeginn. „Það hefur verið vonin um að deyja, sem hefur haldið í mér tórunni." Hundatilfinning Sjúklingurinn: „Ég verð nú að segja það læknir, að þessi tilfinning er orðin þreytandi að ég sé hundur.“ Læknirinn: „Og hvað hefurðu haft þessa tilfinningu lengi ?“ Sjúklingurinn: „Ég er nú ekki alveg viss, en líklega frá því ég var hvolpur." Skjálfandi hendur Eldri karl, þrútinn í framan og angandi af brennivínslykt kom inn á heilsugæslustöð og bað um að fá að hitta lækni. „Þú verður að hjálpa mér ljúfurinn því hendurnar á mér skjálfa svo rosalega." „Hvernig er það eiginlega með þig maður, drekkurðu ekki dálítið ríflega?" spurði læknirinn. „Nei,“ sagði maðurinn, „og það er nú einmitt vandamálið, að ég helli svo miklu niður.“ Yfir og undir 'Á röntgenstofu í borginni velta menn því fyrir sér hvemig þeim sjúklingum líði sem eru með „svima yfir höfði“ og „verk undir ilinni". Allt er nú til! Pipar og hnerri Ung kona kom til læknis og bað um almenna læknisskoðun. Læknirinn fann ekkert athugavert og spurði hana hvort hún væri með áhyggjur út af einhverju sérstöku. „Já, eiginlega er það dálítið sem ég er að velta fyrir mér,“ sagði konan. „Og hvað er það?“ spurði læknirinn. „I hvert skipti sem ég hnerra fæ ég kynferðislega örvun,“ sagði konan. „Ja hérna," sagði læknirinn, „og hvað hefurðu gert við því?“ „Notað svartan pipar,“ svaraði konan. Læknablaðið 2001/87 81
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.