Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.2001, Page 92

Læknablaðið - 15.01.2001, Page 92
NÁMSKEIÐ / FUNDIR Ársþing Skurðlæknafélags íslands og Svæfinga- og gjörgæslulæknafélags íslands árið 2001 verður haldið á Grand hótel Reykjavík fimmtudaginn 5. og föstudaginn 6. apríl. Á fimmtudeginum verða flutt frjáls erindi og kynnt veggspjöld. Á föstudeginum verða aðalfundir Skurðlæknafélags íslands og Svæfinga- og gjörgæslulæknafélags íslands og önnur mál tengd skurðlækningum og svæfingum. Ágrip erinda skulu berast fyrir 1. febrúar til Margrétar Aðalsteinsdóttur hjá Fræðslustofnun lækna, með tölvupósti eða á disklingi, sjá nánari upplýsingar hér að neðan. Þau ágrip sem vísindanefnd félaganna samþykkir til flutnings á þinginu verða birt í Læknablaðinu. Vísindanefnd áskilur sér rétt til að hafna innsendum ágripum. Við ritun ágripa skulu eftirtalin atriði koma fram í þeirri röð sem hér segir: * Titill ágrips, nöfn og vinnustaður höfunda, inngangur, efniviður og aðferðir, niðurstöður og ályktanir. * Nafn flytjanda skal feitletrað. * Hámarkslengd ágripa er 1800 letureiningar (characters). * Ágrip skulu skrifuð á íslensku. * Höfundar skulu geta þess hvort þeir óska eftir að flytja erindi eða sýna veggspjald. * Höfundar skulu láta þess skýrt getið hvaða útbúnað í fundarsal þeir óska eftir að nota við flutning erindisins. Nánari upplýsingar um þingið veita: Hannes Petersen Landspítala Fossvogi og Sveinn Geir Einarsson St. Jósefsspítala Hafnarfirði Ritari þingsins er Margrét Aðalsteinsdóttir Fræðslustofnun lækna, Hlíðasmára 8, 200 Kópavogi, sími: 564 4100, bréfasími: 564 4106, netfang: magga@icemed.is Fræðslustofnun lækna Sjúkratilfellafundur Við rúmstokkinn. Fimmtíu og sex ára kona með hálsbólgu, hæsi og kyngingarörðugleika Kynning á tilfelli: Kjartan B. Örvar Umræða: Brynjar Viðarsson Myndgreining: Eyþór Björgvinsson Meinafræði: Bjarni A. Agnarsson Fundurinn verður haldinn á Hótel Loftleiðum, laugardaginn 6. janúar kl. 9:30-11:30. Boðið verður upp á léttan morgunverð. Kynning á tilfelli hefst kl. 10:15. Fundurinn er á vegum Fræðslustofnunar lækna og styrktur af GlaxoSmithKline. Námskeið í stoðkerfisfræði dagana 1. til 3. febrúar 2001 LENDHRYGGUR OG MJÖÐM Vegna fjölda áskorana verður annað námskeiðið (af fjórum) í stoðkerfisfræði (ortópedískri medisín) endurtekið 1. til 3. febrúar 2001 og verður fjallað um lendhrygg og mjöðm á þessu námskeiði. Aðalkennari verður sem fyrr Bernt Ersson læknir frá Gávle. Á námskeiðinu verður farið yfir líffærafræði, lífeðlisfræði og líftækni, en aðaláhersla verður lögð á meðferð. Námskeiðið verður haldið að Reykjalundi og er ætlað læknum og sjúkraþjálfurum, en sem fyrr verður fjöldi þátttakenda takmarkaður. Upplýsingar og skráning á námskeiðið er hjá Magnúsi Ólasyni lækni á Reykjalundi (s: 566 6200, bréfasími: 566 8240, netfang: magnuso@reykjalundur.is) og Óskari Reykdalssyni lækni á Heilsugæslustöðunni á Selfossi (s: 482 1300 og 482 2335). 92 Læknablaðið 2000/86

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.