Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2001, Síða 92

Læknablaðið - 15.01.2001, Síða 92
NÁMSKEIÐ / FUNDIR Ársþing Skurðlæknafélags íslands og Svæfinga- og gjörgæslulæknafélags íslands árið 2001 verður haldið á Grand hótel Reykjavík fimmtudaginn 5. og föstudaginn 6. apríl. Á fimmtudeginum verða flutt frjáls erindi og kynnt veggspjöld. Á föstudeginum verða aðalfundir Skurðlæknafélags íslands og Svæfinga- og gjörgæslulæknafélags íslands og önnur mál tengd skurðlækningum og svæfingum. Ágrip erinda skulu berast fyrir 1. febrúar til Margrétar Aðalsteinsdóttur hjá Fræðslustofnun lækna, með tölvupósti eða á disklingi, sjá nánari upplýsingar hér að neðan. Þau ágrip sem vísindanefnd félaganna samþykkir til flutnings á þinginu verða birt í Læknablaðinu. Vísindanefnd áskilur sér rétt til að hafna innsendum ágripum. Við ritun ágripa skulu eftirtalin atriði koma fram í þeirri röð sem hér segir: * Titill ágrips, nöfn og vinnustaður höfunda, inngangur, efniviður og aðferðir, niðurstöður og ályktanir. * Nafn flytjanda skal feitletrað. * Hámarkslengd ágripa er 1800 letureiningar (characters). * Ágrip skulu skrifuð á íslensku. * Höfundar skulu geta þess hvort þeir óska eftir að flytja erindi eða sýna veggspjald. * Höfundar skulu láta þess skýrt getið hvaða útbúnað í fundarsal þeir óska eftir að nota við flutning erindisins. Nánari upplýsingar um þingið veita: Hannes Petersen Landspítala Fossvogi og Sveinn Geir Einarsson St. Jósefsspítala Hafnarfirði Ritari þingsins er Margrét Aðalsteinsdóttir Fræðslustofnun lækna, Hlíðasmára 8, 200 Kópavogi, sími: 564 4100, bréfasími: 564 4106, netfang: magga@icemed.is Fræðslustofnun lækna Sjúkratilfellafundur Við rúmstokkinn. Fimmtíu og sex ára kona með hálsbólgu, hæsi og kyngingarörðugleika Kynning á tilfelli: Kjartan B. Örvar Umræða: Brynjar Viðarsson Myndgreining: Eyþór Björgvinsson Meinafræði: Bjarni A. Agnarsson Fundurinn verður haldinn á Hótel Loftleiðum, laugardaginn 6. janúar kl. 9:30-11:30. Boðið verður upp á léttan morgunverð. Kynning á tilfelli hefst kl. 10:15. Fundurinn er á vegum Fræðslustofnunar lækna og styrktur af GlaxoSmithKline. Námskeið í stoðkerfisfræði dagana 1. til 3. febrúar 2001 LENDHRYGGUR OG MJÖÐM Vegna fjölda áskorana verður annað námskeiðið (af fjórum) í stoðkerfisfræði (ortópedískri medisín) endurtekið 1. til 3. febrúar 2001 og verður fjallað um lendhrygg og mjöðm á þessu námskeiði. Aðalkennari verður sem fyrr Bernt Ersson læknir frá Gávle. Á námskeiðinu verður farið yfir líffærafræði, lífeðlisfræði og líftækni, en aðaláhersla verður lögð á meðferð. Námskeiðið verður haldið að Reykjalundi og er ætlað læknum og sjúkraþjálfurum, en sem fyrr verður fjöldi þátttakenda takmarkaður. Upplýsingar og skráning á námskeiðið er hjá Magnúsi Ólasyni lækni á Reykjalundi (s: 566 6200, bréfasími: 566 8240, netfang: magnuso@reykjalundur.is) og Óskari Reykdalssyni lækni á Heilsugæslustöðunni á Selfossi (s: 482 1300 og 482 2335). 92 Læknablaðið 2000/86
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.